Feykir


Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 11
kjúklingakraftur settur saman við, hrært í allan tímann svo osturinn brenni ekki við, sósan er tilbúin þegar allur osturinn er bráðnaður og sósan orðin temmilega þykk. EFTIRRÉTTUR Það var enginn forréttur og hvað þá eftirréttur enda kann ég ekkert að elda svoleiðis! Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Ró Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Hvað saknar þú mest við Sauðárkrók? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Það sem ég sakna mest frá Sauðárkróki er Bakaríið, gamli Ábær og að sjálfsögðu fjölskyldunnar.“ Efemia Hrönn Björgvinsdóttir Tilvitnun vikunnar Í gær var ég snjall og vildi breyta heiminum. Í dag er ég vitur og vil breyta sjálfum mér. - Rumi „Klárlega að fara að veiða bakvið Bjarna Har hvenær sem það er gott veður og vera fullur á rúntinum með Klanzý og Valdísi.“ Árni Ragnar Steindórsson „Að komast í sveitina (Tungu) fyrst og fremst. Jóla- mót Molduxa þar sem æskan mætir eldri kynslóðinni. Svo er það útsýnið út fjörðinn sem aldrei svíkur.“ Gunnar Þór Andrésson „Auðvitað fyrst og fremst mömmu, fjölskyldu og vina. Ég sakna líka hreina loftsins heima, Ársala, Hlíðarkaups, eyjanna, fjallanna, Nafanna, Þreksports og fallega samfélagsins í heild sinni.“ Heba Dögg Jónsdóttir Gangnamanna- maturinn Það er bóndinn og ráðunauturinn, Sigríður Ólafsdóttir í Víðidals- tungu, sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni en það var Ragnheiður Jóna, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem skoraði á hana að taka við af sér. „Ég er lélegasti kokkur í heimi og elda í mesta lagi einu sinni á ári, þá fyrir göngur og alltaf með hjálp frá systur minni (lesist: hún ber hitann og þungann af eldamennskunni). Þetta er semsagt það sem ég býð gangnafólkinu mínu upp á á hverju hausti, einfalt og þægilegt, og fólkið mitt hefur ekki kvartað hingað til – mögulega af því að allur matur smakkast betur fram á heiði,“ segir Sigríður. AÐALRÉTTUR Gangnamanna- maturinn Lambalæri fyrir 6: Meðalstórt úrbeinað lambalæri Best á lambið krydd Aðferð: Helling af kryddi smurt á lærið og það sett inn í ofn í 1,5 klukkustund eða þangað til kjöt- mælirinn segir 65 gráður. Kartöflusalat: 2 kg kartöflur 4 græn epli 1 bolli sweet relish 1 stór dós létt mæjónes 1 dl sætt sinnep Salt og svartur pipar eftir smekk Aðferð: Kartöflur soðnar, skrældar og brytjaðar niður, epli skræld og brytjuð niður. Mæjónesi, sweet relish og sinnepi maukað saman og blandað saman við kartöflur og epli, salti og pipar blandað út í. Ef sinnepsbragðið kemur of sterkt í gegn er gott að bæta aukadassi af pipar út í. Piparostasósa: 3 piparostar 1½ l rjómi eða matreiðslurjómi 1–2 kjúklingakjötkraftar Aðferð: Ostur skorinn niður eða rifinn í matvinnsluvél (betra að rífa því þá er hann fljótari að bráðna). Ostur hitaður í potti á lágum hita með ½ l af rjóma þar til hann er að mestu bráðinn, rest af rjóma og ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu matreiðir Sigríður Ólafsdóttir. AÐSEND MYND LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Betra seint en aldrei. 37/2020 11 FEYKIFÍN AFÞREYING Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Tilraunir hafa verið gerðar með umhverfisvæn salerni, aðallega í þeim tilgangi að spara vatn. Eitt slíkt er sagklósett sem líkist venjulegu vatnssalerni fyrir utan það að salernið notar sag í stað vatns en sagið er hægt að losa beint í jarðveg eða nýta til moltugerðar. Ótrúlegt, en kannski satt, þá slasa sig um 40.000 Bandaríkjamenn á hverju ári í salernisferðum sínum. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finnst ég helst um friðsæl kveld. Föstu taki um bolta ég held. Ef illa bítur eggjárn þér. Ekki verður þú í mér.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.