Feykir


Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 37 TBL 30. september 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls Stólarnir ætla að vinna deildina Stelpurnar í Tindastól hafa heldur betur gert garðinn frægan í Lengjudeildinni, næstefstu deild fótboltans á Íslandi, og náðu þeim sögulega árangri að koma liðinu í efstu deild með sigri á Völsungi í síðustu viku en ekki hefur Tindastóli lánast að leika í efstu deild í knattspyrnu fyrr. Sunnudaginn síðasta færðu Stólastúlkur sig skrefinu nær deildarmeistaratitlinum með sigri á Haukum, sem fyrir tímabilið var spáð öðru sætinu á eftir Keflavík, hjá Fótbolti.net. Gaman er að segja frá því að í þriðja sæti í þeirri spá kom svo ÍA, sæti á undan Stólum sem verma áttu það fjórða samkvæmt spánni, en liðin munu eigast við í næstsíðustu umferð deildarinnar nk. laugardag á Skaganum. Með sigri þar tryggja Stólastúlkur sér sigur í deildinni og skrifa þá á ný nýjan kafla í sögu knattspyrnunnar í Skagafirði. Síðasti leikurinn verður svo háður á Króknum, föstudaginn 9. október. Feykir náði tali af Bryndísi Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, eftir leikinn gegn Haukum en um hörkuspennandi leik var að ræða og Hauka- stelpur til alls vísar. „Já hörkuleikur. Við vorum samt vissar um að það yrði ekki mikil hætta, sérstaklega eftir að við skoruðum fyrsta markið. Við þurftum ekki mikla hvatningu fyrir þennan leik, það sauð pínu á okkur eftir útileikinn gegn þeim. Við ætluðum að mæta með hörku í þennan leik og gerðum það,“ segir Bryndís ákveðin. „Við vorum mjög tilbúnar í þennan leik, í hörku baráttu, en þetta var ekki okkar besti fótbolti, við vitum það alveg. Varnarleikurinn var mjög góður og fannst við skila honum vel sem lið. Amber var virkilega góð og stýrði okkur vel og kom vel inn í þessa krossa og aukaspyrnur. Við vorum ekki að skapa mikið en samt náðum við þremur mörkum og það dugði. Frábært að við náðum fyrsta Bryndís Rut ver drjúgum tíma á vellinum en auk þess að leika og stýra meistaraflokki þjálfar hún upprennandi fótboltastelpur í yngri flokkum Tindastóls. MYND: PF Nýtt verknámshús í smíðum Blönduskóli Í sumar hefur verið mikill gangur í byggingu verk- námshúss við Blönduskóla en viðbyggingin er ein hæð og kjallari. Á heimasíðu Blönduóssbæjar kemur fram að nýja viðbyggingin tengist við ,,Gamla skóla“ og mun hýsa kennslustofur fyrir list- og verkgreinar á 1. hæð þ.e.a.s heimilisfræði-, textíl-, smíða- og list- námsstofa en tæknirými og fleira er í kjallara. „Viðbyggingin er kærkomin en hingað til hafa list- og verkgreinar verið kenndar í Blönduskóla og í Gamla kvennaskólanum, því er mikið ánægjuefni að öll kennsla muni fara fram á sama stað,“ segir í færslu sveitarfélagsins. Húsið er uppsteypt, með Lett-Taks þakeiningum á þaki, og teiknað af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf. Samhliða uppbyggingu hússins hefur verið unnið við frágang skólalóðarinnar og malbikað fyrir framan byggingarnar. /PF markinu úr hornspyrnunni sem Aldís gerir mjög vel og sturlað mark hjá Bergljótu í lokin. Svo kláraði Jackie þetta með marki úr víti. Þetta var ekki okkar besti fótboltaleikur en við skiluðum okkar og við ætluðum þetta.“ Fyrri leikur liðanna fór fram að Ásvöllum í lok júlí og endaði með 2-0 tapi Stóla og segir Bryndís allar í liðinu hafa verið pirraðar út í þau úrslit, enda eini tapleikur sumarsins. „Við áttum að gera betur þar en náðum okkur aldrei almennilega á strik. Markmaður þeirra gerði mjög vel og okkur var hreinlega ekki ætlað að vinna þennan leik. Við höfum hlakkað til að spila aftur við Haukana og okkur langaði að gera betur. Þetta styrkir stöðuna í deildinni og okkur langar að klára dæmið og vinna titilinn.“ Eins og áður segir var Pepsídeildarsætið tryggt með sigri gegn Völsungi í síðustu viku og segir Bryndís tilfinninguna hafa verið góða en hún sé ekki enn þá búin að átta sig almennilega á þessu. „Það er mikið afrek að komast í þessa deild og að komast í sögubækurnar með þessu liði. Auðvitað var þetta frábær tilfinning og svo er ekkert leiðinlegt að vinna Völsung. Þetta var sætt en við höldum okkur við jörðina og ætlum að klára dæmið. Ég er gríðarlega stolt af stelpunum. Það eru tveir leikir eftir og nóg að vinna annan en við ætlum okkur sex stig, það er bara einfalt. /PF Hinn 14. ágúst týndist Guðmundur Bjarnason, sex ára tökudrengur í Hornbrekku [á Höfða- strönd]. Fólk var við heyband, veitti því ekki athygli er drengurinn reikaði burtu og vissi enginn hvað um hann varð. Var hans leitað af heimafólki og nágrönnum um kvöldið en morguninn eftir hófst mjög umfangsmikil leit fjölda manna og var henni haldið áfram meðan nokkur von þótti til að barnið fyndist á lífi. Beindist hún einkum að flóanum og svæðinu neðan við bæinn og var það landsvæði allt þaulleitað niður til sjávar. Eflaust hefur fjalllendið fyrir ofan einnig verið leitað en það var örðugt leitarsvæði hólótt og hrísi vaxið. Drengurinn fannst ekki. Rúmlega ári síðar, í október um haustið, voru krakkar frá Brekkubæjunum sendir til að huga að kindum í hlíðinni fyrir ofan. Smalahundurinn var með þeim. Þegar þau komu upp á svonefnda Bekki, sem eru smástallar í fjallshlíðinni suður og upp frá bænum í Litlubrekku kom hundurinn til þeirra með slitur af barnsskó. Þarna voru þá allmiklir hrísrunnar um Bekkina. Hljóp hundurinn aftur frá þeim og kom nú með prjónaða barnshúfu með skúfi sem þau þekktu. Munu börnin þá hafa ratað á staðinn þaðan sem hundurinn kom og fundið þar lík drengsins. Hann var jarðsettur á Hofi 18. október 1862. /Byggðasaga Skagafjarðar Byggðasögumoli | palli@feykir.is Barnshvarf í Hornbrekku Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Allir íbúar á svæðinu – sem og brottfluttir – eru Feyki mikilvægir sem umfjöllunarefni og áhangendur. Stefna Feykis er að gefa út vandað svæðisfréttablað jafnframt því að halda úti vefmiðli – á jákvæðum nótum. Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og fer til áskrifenda og er selt í lausasölu í landshlutanum. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS Glæsileg viðbygging er risin við Blönduskóla MYND: BLONDUOS.IS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.