Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 2
Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar þar
sem íbúar hvers svæðis voru valdir af handahófi og óskað
eftir þátttöku þeirra. Landshlutasamtökin hvetja alla þá
sem lenda í úrtaki, að svara
spurningakönnuninni til að
niðurstöðurnar verði sem mark-
tækastar enda hefur hvert svar
mikla þýðingu.
Í könnuninni er spurt hvort fólk sé
ánægt með aðbúnað þar sem það
býr, þjónustu og ýmislegt annað
sem skiptir máli fyrir velferð
íbúanna. Einnig hvort það hygg-
ist búa áfram þar sem það býr,
hvar það sæki vinnu og við hvaða starfsgrein og ýmislegt er
varðar vinnumarkaðinn.
Í tilkynningu segir að könnunin veiti sveitarstjórnarmönn-
um mikilvægar vísbendingar um forgangsröð í verkefnum
sveitarfélagsins og öðrum opinberum aðilum hvar tíma og
fjármunum sé best varið. „Þess vegna er óhætt að segja þetta
kjörið tækifæri fyrir íbúa til að gera gott samfélag enn betra.“
Það eru orð að sönnu. Á Norðurlandi vestra er gott að búa en
það má efalaust laga ýmislegt og á það mætti benda í
ofangreindri könnun. Hvað betur má fara í sveitarfélagi hvers
og eins vegur þyngra í svona könnun en í neikvæðu tuði á
Facebook.
Ef ég ætti að hugsa mér einhver atriði í þessu máli sýnist mér
bættar samgöngur vera mjög framarlega á öllu svæðinu og
sérstaklega Vatnsnesvegurinn sem þolir enga bið á fram-
kvæmdum. Fjölbreyttari atvinnumöguleikar er svo annað
atriði sem sífellt er hugsað til og ætti að vera síkvikt verkefni
allra. Það er komin nokkur reynsla á fjarvinnu í Covid-
ástandinu og í flestum tilfellum gengið vel og ætti því að
fjölga störfum án staðsetningar.
Margt annað má tína til. Ég verð að segja eins og er að ég
sakna þess að raforka Blönduvirkjunar sé ekki meira nýtt á
svæðinu. Kannski er ekki rétti tíminn til að finna orkufrekan
iðnað núna, hvað veit ég. Mér finnst samt eins og við sitjum
eftir í grænmetisvæðingunni og þangað mætti beina orkunni.
Sunnlendingar byggja upp hvert gróðurhúsið á fætur öðru
enda trúa þeir því að ræktun grænmetis eigi bjarta framtíð
fyrir sér á Íslandi. Ég trúi því líka en ég myndi benda á það,
hefði ég fengið að taka þátt í íbúakönnun, að rafmagnsverð til
slíkra framkvæmda þyrfti að lækka. Það vilja allir fá salat
með lambakjötinu.
Lifið heil.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Ég vil meira stuð
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Áskorun um samstarf í umhverfismálum
Fyrirtæki í útbænum á
Sauðárkróki í átak
Í síðustu viku mættu full-
trúar fyrirtækja, stofnana og
verslana, sem eru með
starfsemi á Eyrinni og í
útbænum á Sauðárkróki, á fund
sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar
og afhentu áskorun um
átaksverkefni í umhverfis-
málum. Óskað var eftir
viðræðum við sveitarfélagið
um umhverfisátak á atvinnu-
svæðinu og í útbænum.
Ýmsir hafa haft orð á því í
gegnum tíðina að útbærinn og
Eyrin mættu við andlitslyftingu
og nú í sumar tók Fisk Seafood
rækilega til í sínum ranni og
Steinull er komin af stað í
tiltekt. Í kjölfarið kom upp sú
hugmynd að fyrirtæki og aðrir
aðilar á svæðinu tækju sig
saman og gerðu skurk í um-
hverfismálum á svæðinu og
fengju sveitarfélagið í lið með
sér.
Á fund sveitarstjórnar voru
mætt sr. Sigríður Gunnarsdóttir
frá Sauðárkrókskirkju, Róbert
Óttarsson frá Sauðárkróks-
bakaríi og Magnús Svavarsson
frá Vörumiðlun. Fram kom í
máli Magnúsar að það hefði
verið sama við hvern var talað
þegar undirtektir voru kann-
aðar, allir voru jákvæðir og
skrifuðu undir áskorunina.
Í áskoruninni segir: „Það er
sameiginlegt hagsmunamál
allra að hafa umhirðu og
umgengni til fyrirmyndar. Ef
fyrirtækin og sveitarfélagið
leggjast á eitt í þeim efnum er
fullvíst að við náum góðum
árangri.“ Lagt er til að mynd-
aður verði framkvæmdahópur
sem samanstendur af fulltrúum
úr hópi fyrirtækjanna og full-
trúum Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar. „Ekki er óraunhæft að
ætla tvö ár í slíkt átaksverkefni,“
segir síðan í lok áskorunarinn-
ar. /ÓAB
Sögufélag Skagfirðinga
Skagfirðinga-
bók nr. 40
Í tilefni útkomu Skagfirð-
ingabókar verður sam-
koma í Safnahúsinu á
Sauðárkróki laugardaginn
3. október kl. 14. Þar verð-
ur bókin kynnt og höfð til
sölu á kynningarverði.
Í tilkynningu frá Sögu-
félagi Skagfirðinga er
höfuðgrein bókarinnar um
Guðjón Ingimundarson,
íþróttakennara á Sauðár-
króki sem Sölvi Sveinsson
tók saman og mun hann
koma og spjalla um hana.
Birgir Guðjónsson mun
einnig tala um föður sinn og
kynnt verður skráning skjala
og ljósmynda úr fórum
Guðjóns á vegum Héraðs-
skjalasafnsins.
Léttar veitingar verða í
boði en með tilliti til Covid-
faraldurs í landinu verða
gestir beðnir um að vera
með grímu og þeim úthlutað
á staðnum. /PF
Aflatölur 20.–26. september 2020 á Norðurlandi vestra
861.810 kg landað á Norðurlandi vestra
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Bíldsey SH 65 Lína 4.685
Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 5.291
Hafrún HU 12 Dragnót 37.420
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 45.885
Óli G GK 50 Lína 24.559
Rán SH 307 Landbeitt lína 11.152
Sævík GK 757 Lína 21.948
Alls á Skagaströnd 159.633 HOFSÓS
Bíldsey SH 65 Lína 9.482
Særif SH 25 Lína 4.827
Alls á Hofsósi 14.309 HVAMMSTANGI
Sjöfn SH 707 IGPL 2.350
Alls á Hvammstanga 2.350 SAUÐÁRKRÓKUR
Akurey AK 10 Botnvarpa 190.324
Drangey SK 2 Botnvarpa 112.965
Fjölnir GK 157 Lína 77.416
Hafborg SK 54 Handfæri 2.162
Helga María RE 1 Botnvarpa 135.554
Málmey SK 1 Botnvarpa 135.888
Onni HU 36 Dragnót 7.300
Stakkhamar SH 220 Lína 12.327
Steini G SK 14 Handfæri 668
Særif SH 25 Lína 10.914
Alls á Sauðárkróki 685.518 SKAGASTRÖND
Addi afi GK 97 Landbeitt lína 7.443
Auður HU 94 Handfæri 202
Auður HU 94 Landbeitt lína 1.048
Í vikunni sem leið var tæpum 160 tonnum landað á Skagaströnd og var Kristinn HU 812
aflahæstur með tæp 46 tonn. Á Sauðárkróki var Akurey AK 10 aflahæst með rúm 190 tonn
en þangað bárust tæplega 686 tonn. Á Hofsósi lönduðu tveir bátar rúmum 14 tonnum og
voru það línubátarnir Bíldsey SH 65 og Særif SH 25. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi
vestra var 861.810 kg.
Sigfúst Ingi Sigfússon tók við áskoruninni fyrir hönd sveitarstjórnar. Frá vinstri: Róbert
Óttarsson, Magnús Svavarsson, Sigfús Ingi og sr. Sigríður Gunnarsdóttir. MYND: ÓAB
2 37/2020