Feykir


Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 30.09.2020, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Lið Tindastóls spilaði fyrstu leiki sína í 1. deild kvenna í körfubolta á nýju tímabili í Síkinu nú um helgina. Mótherjinn í þessum tvíhöfða var lið Vestra frá Ísafirði og fór svo að heimastúlkur unnu fyrri leikinn nokkuð örugglega en þær hentu frá sér sigri í seinni leiknum sem fram fór á sunnudag með hræðilegum leik í fjórða leikhluta. Tindastóll - Vestri 74-54 Jafnræði var með liðunum framan af í fyrri leik liðanna en lið Vestra var yfir, 14-16, að loknum fyrsta fjórðungi. Þá tóku heimastúlkur leikinn yfir og leiddu í hálfleik, 39-26. Þær héldu áfram að bæta við forystuna í þriðja leikhluta og voru 21 stigi yfir að honum loknum og þann mun náðu Ísfirðingarnir ekki að vinna neitt upp. Lokatölur 74-54. Eva Wium var frábær í liði Tindastóls með 20 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar og nafna hennar Dagsdóttir átti sömuleiðis hörkuleik og skilaði 17 stigum og 12 frá- köstum. Nýr leikmaður Tindastóls, Dominique (Nicky) Toussaint er nýsloppin úr sóttkví og því lítið getað æft með stelpunum og hún spilaði rétt rúmlega stundarfjórðung. Hún náði jafnvel minni spilatíma þegar liðin mættust öðru sinni. Það virtist þó ekki ætla að koma að sök því lið Tindastóls leiddi lengstum. Tindastóll - Vestri 49-54 Eftir lítið skor fyrstu mínútur leiksins var lið Tindastóls 12-8 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Ákafinn í liði Tindastóls var mikill bæði í sókn og vörn en þær söfnuðu villum villt og galið og það átti kannski eftir að draga tennurnar úr varnar- leik liðsins á lokakaflanum. Gestirnir héldu í við Stóla- stúlkur í öðrum leikhluta og staðan 25-21 í hálfleik. Lind, Eva Wium og Marín bjuggu til ágætt forskot í þriðja leikhluta og það var Eva Rún sem setti niður 3ja stiga körfu í byrjun fjórða leikhluta og staðan orðin 44-30 og allt í blóma í Síkinu. Það sem eftir lifði leiks gerðu stelpurnar okkar hins vegar aðeins fimm stig á meðan gestirnir sölluðu niður körfum með Oliviu Crawford í feiknastuði og fór svo á endanum að Crawford kláraði dæmið fyrir gestina. Lokatölur 49–54 fyrir Vestra. Hörmuleg hittni heima- stúlkna var helsta orsökin fyrir tapinu en skotnýtingin var undir 20% sem er ekki til að hrópa húrra yfir. Stólastúlkur unnu frákastaslaginn og tóku fleiri skot en gestirnir en það dugar skammt ef boltinn fer ekki ofan í körfuna. Árni Eggert þarf því aug- ljóslega að fínstilla leik Stólastúlkna og um leið og Nicky lærir inn á samherja sína og íslenska körfuboltann þá ætti allt að ganga betur. /ÓAB Skin og skúrir hjá Stólastúlkum 1. deild kvenna í körfubolta | Tindastóll – Vestri Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og ÍH í undanúrslitum 4. deildar fór fram á Blönduósvelli á laugardaginn. Heimamenn hefðu helst þurft að vinna leikinn til að tryggja sér góða stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í kvöld í Skessuhöllinni í Hafnarfirði. Jafntefli varð hins vegar niðurstaðan þar sem liðin gerðu sitt hvort markið og einvígið því í jafnvægi. Hafþór Þrastarson kom gestunum yfir eftir 18 mínútur en Ingvi Rafn Ingvarsson, fyrirliði Húnvetninga, jafnaði leikinn á 54. mínútu. Heima- menn voru óánægðir með að hafa ekki bætt við marki en gestirnir ógnuðu ekki að ráði og markvörður Kormáks/ Hvatar þurfti ekki að taka á Jafntefli á Blönduósvelli Úrslitakeppni 4. deildar | Kormákur/Hvöt – ÍH 1–1 honum stóra sínum sam- kvæmt upplýsingum Feykis. Í hinum leik undanúrslit- anna lagði lið KFS Hver- gerðingana í Hamri 1-0. ÍH og Kormákur/Hvöt mætast sem fyrr segir í Skess- unni í Hafnarfirði og nú þurfa stuðningsmenn Kormáks/ Hvatar að fjölmenna á FH- svæðið og öskra sína menn upp í 3. deild. Leikurinn er sem fyrr segir í dag og hefst kl. 18:00. /ÓAB Lið Kormáks/Hvatar á haustdögum. MYND: LAM Olivia Crawford að fá boltann, Eva Rún fylgist með. MYND: ÓAB Stólastrákar mættu ferskir á Fylkisvöll á föstudag en Árbæingarnir í liði Elliða reyndust sterkari og uppskáru 3-1 sigur. Lið Tindastóls er í miklum og jöfnum pakka um miðja deild þegar flest liðin eiga eftir að spila fjóra til fimm leiki. Heimamenn komust yfir eftir 14 mínútur með marki frá Patryk Hryniewicki. Konni jafnaði metin á 41. mínútu, setti boltann í hornið eftir góðan undirbúning Luke, og því jafnt í hléi. Tvö mörk snemma í síðari hálfleik gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði Pétur Óskarsson á 52. mínútu og Óðinn Arnarson gerði þriðja markið á 61. mínútu. Luke Rae fékk besta færi Stólanna í síðari hálfleik en setti boltann í stöngina. Lið Tindastóls fann ekki taktinn í leiknum og sigur heimamanna sanngjarn. Atli Dagur varði nokkrum sinnum vel í marki Stólanna en hann hefur sannarlega staðið fyrir sínu í sumar. Stólarnir spila við KV í dag en eiga svo loks heimaleik gegn Augnbliki á laugardag. /ÓAB Flökt á Stólastrákum 3. deild karla | Elliði – Tindastóll 3–1 Kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári þegar þær lögðu lið Völsungs á Húsavík fyrir viku. Þetta var sannarlega stór dagur í sögu Tindastóls sem hefur aldrei áður átt lið í efstu deild fótboltans, hvorki í kvenna- né karlaflokki. Völsungur – Tindastóll 0–4 Sigurinn gegn liði Völsungs var öruggur þrátt fyrir að stelpurnar hafi ekki átt sinn besta leik. Lokatölur 0-4 og ekkert annað að gera en að óska þessum frábæru stúlk- um hjartanlega til hamingju með einstakan árangur í sumar. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það gerði Bryndís Rut fyrirliði og varnarmaskína. Í síðari hálf- leik bættu Hugrún, Rakel Sjöfn og Mur við mörkum. Tindastóll – Haukar 3–0 Tindastóll fékk síðan Hauka- stelpur í heimsókn á Krók- inn sl. sunnudag og það er skemmst frá því að segja að enn einn sigurinn vannst og enn einu sinni héldu Stóla- stúlkur markinu hreinu. Lið gestanna má þó eiga það að það lét aðeins reyna á Amber Michel í marki Tindastóls en hún stóð fyrir sínu eins og vænta mátti. Fyrsta markið gerði Aldís María eftir 15 mínútna leik en í blálokin bættu Bergljót og Jackie við mörkum. Lokatölur því 3–0. Þetta var níundi sigur- leikur Stólastúlkna í röð og hefur liðið ekki fengið á sig mark í síðustu átta leikjum. Þær eiga leik á Skaganum um helgina og svo mæta Húsvíkingar á Krókinn í lokaumferðinni 9. okt. /ÓAB Lengjudeild kvenna | Tindastóll Stólastúlkur komnar upp í efstu deild! Lið Tindastóls fagnar að leik loknum á Húsavík. MYND: GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR 37/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.