Feykir


Feykir - 04.11.2020, Qupperneq 2

Feykir - 04.11.2020, Qupperneq 2
Þegar þessi leiðari kemur fyrir augu þín er væntanlega búið að kjósa um forseta í henni Ameríku, þ.e. í Bandaríkjunum. Það má nú ýmislegt segja um þá kumpána sem þar berjast um hituna en þeir eru vel þekktir báðir tveir, Donald Trump alger- lega ófyrirsjáanlegur og Joe Biden algerlega fyrirsjáanlegur. Þó ég hafi takmarkaðan áhuga á bandarískum stjórnmálum, svona almennt séð, er ekki annað hægt en að taka einhvers konar afstöðu þegar um voldugasta ríki heims er að ræða. Sú hugsun hefur oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar, skotist upp í kollinn á mér hvernig það má vera að eitt helsta ríki vestrænnar menningar og viðskipta, svo ekki sé talað um hernaðarlegu hliðina, getur ekki boðið upp á ferskari kost en þessa tvo. Annar þeirra skeytir ekki vitund um álit nokkurs manns né þjóðríkis með sínum aðgerðum og lofar sem áður að gera Bandaríkin frábær á ný. Ég veit svo sem ekki hvernig það hefur tekist síðustu fjögur árin en samkvæmt skoðana- könnunum þar vestra er mjótt á munum frambjóðenda svo margir tugir milljóna íbúa hljóta að vera ánægðir með framgöngu Trump. En svo er það Biden. Fyrir hvað stendur hann? Ekki hugmynd, nema að hann reynir að fella sitjandi forseta. Ekki man ég í augnablikinu á hvað hann leggur áherslu í kosningabaráttu sinni. Ég man bara eftir honum gagnrýna Trump og svo ætlar hann að gera eitthvað allt annað og örugglega miklu betur en forsetinn. Einhverjir frasar dúkka upp, jafnrétti og fleiri störf. Man ekki meir. En margir tugir milljóna íbúa Bandaríkjanna styðja einnig Biden og nú þegar þessi pistill er í smíðum gefa margar kannanir það til kynna að hann sé mun sigurstranglegri. Það er magnað að þessi volduga þjóð sem byggir Bandaríki Norður-Ameríku skuli ekki hafa fleiri valkosti en þessa tvo herramenn sem í raun hafa ekkert, að mér finnst, merkilegt fram að færa til framfara né velmegunar síns eigin ríkis né vinaþjóða. Ekki svo að ég sé að setja mig í spámannssæti en einhvern tímann heyrði ég þá speki að allt eigi sinn vitjunartíma og ekki síst heimsveldin í gegnum tímans rás. Er kannski farið að hausta þar vestra? Lifið heil. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Fölna lauf af trjánum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Mikilvæg ályktun fjögurra sveitarfélaga Þungar áhyggjum af lágu afurðaverði Sameiginleg ályktun sveitarstjórna Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjár- bænda hefur nú verið send til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þingmanna Norð- vesturkjördæmis, atvinnumálanefndar Alþingis, Bændasamtaka Íslands, Landssam- taka sauðfjárbænda, afurðastöðva landsins og á fjölmiðla. Bent er m.a. á að líkt og í öðrum rekstri sé mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. ,,Sveitastjórnir Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps lýsa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauð- fjárbænda og seinagangi við birtingu afurðaverðs haustið 2020. Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein þessara sveitarfélaga og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Í þessum sveitarfélögum var rúmlega 21% framleiðslu lambakjöts árið 2019. Á undanförnum árum hafa orðið ábúenda- skipti á þó nokkrum bújörðum í sveitarfélögun- um og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi. Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauð- fjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Því er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót. Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjár- bænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun. Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslend- ingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Skapa þarf greininni stöðug- leika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.“ „Öll viðbrögð við erindinu og sú aðstoð sem viðtakendur geta lagt málinu er þegin með þökk- um,“ segir í tilkynningu sveitarfélaganna. /PF Húnabraut 4 á Blönduósi Þrír aðilar hafa tekið til starfa í endurbyggðu húsnæði Ámundakinnar á Húnabraut 4, Blönduósi. Þetta eru Ungmennasamband Austur-Húna- vatnssýslu (USAH) og Ungmenna- félagið Hvöt, Húnakaffi (brauðgerð) og Hárgreiðslustofa Bryndísar Braga. Undanfarin tvö ár hafa farið fram gagngerar endurbætur á húsinu og lóðinni í kring um það sem sér nú brátt fyrir endann á. Þá mun ÁTVR flytja verslun sína í húsið og opna þar á næstunni. Koma þessara aðila í húsið fellur vel að þeim markmiðum Ámundakinnar, að á þessu svæði verði að finna fjölþætta þjónustu í þágu íbúa héraðsins. /Húni.is Þrír nýir aðilar taka til starfa Aflatölur 25. – 31. október 2020 á Norðurlandi vestra Rólegt á miðunum í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.471 Særif SH 25 Lína 15.541 Alls á Sauðárkróki 465.700 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 1.427 Dagrún HU 121 Handfæri 312 Hafrún HU 12 Dragnót 17.274 Kristinn HU 812 Landbeitt lína 21.871 Sævík GK 757 Landbeitt lína 11.625 Alls á Skagaströnd 52.509 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 21.932 Steini HU 45 Handfæri 3.570 Alls á Hvammstanga 25.502 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 99.992 Drangey SK 2 Botnvarpa 142.360 Helga María RE 1 Botnvarpa 81.048 Málmey SK 1 Botnvarpa 106.919 Onni HU 36 Dragnót 6.779 Stakkhamar SH 220 Lína 11.590 Fimm bátar lögðu upp á Skagaströnd í síðustu viku og var samanlagður afli þeirra rétt tæp 53 tonn. Á Sauðárkróki var landað tæpum 466 tonnum, þar áttu togararnir Drangey SK 2 og Málmey SK 1 tæp 250 tonn. Enginn bátur landaði á Hofsósi en tveir bátar lönduðu á Hvammstanga, rúmum ellefu tonnum. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 543.711 tonn. /SG Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundarkinnar, afhendir Bryndísi Bragadóttur lykil að nýju húsnæði hárgreiðslustofu sinnar. MYND: HÚNI 2 42/2020

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.