Dagrenning - 01.01.1941, Page 14

Dagrenning - 01.01.1941, Page 14
704 DAGRENNING Þessi maður varð þarna strax að hetju í augum hinna verkamannanna, sem einnig fundu til þess, að húsbóndinn var ósanngjarn stundum, eða þeim að minsta kosti fanst að hann vera það, en vildu aldrei láta neitt bera á óánægju hjá sér. Þeir kusu heldur að þola þau rangindi sem þeim fanst þeir vera beittir, heldur en að eiga það á hættu, að tapa at- vinnu sinni hjá þessum manni. En hetjan, sem svalaði geði sínu, tapaði atvinnunni, sem hann mátti þó illa missa. Hvar sem hann svo reyndi í marga langa mánuði á eftir, að fá atvinnu, mættu honum alla jafna sömu svörin: “Þú hefir slæmann vitn- isburð frá síðasta húsbónda þínum. Við höfum enga at- vinnu fyrir þig.” Þessi hetja hafði lokað dyrunum á eftir sér. Það er gotc að temja sér þá hunsun þegar um einhvern ágreining er að ræða milli manna, að vel geti það verið, að maður hafi ekki að öllu leyti á því rétta að standa, að það geti verið eitthvað í því, sem hinn maðurinn segir. Að hug- sa þannig, er vísdómur, sem verður oft til þess, að menn hyka við að segja þau orð, er þeir ætluðu að segja í fyrstu, og sem hefðu getað orsakað manni óbætanlegan skaða á ýmsan hátt. Þaðer einskonar sjálfspróf, sem getur orðið til þess, að bjarga framtíð manns að miklu leyti, Lokið ekki dyrunum á eftir yður. ★ Virtist vera sanngjarnt. Negri einn var kærður fyrir, að hafa farið inn í hænsnahús ná- granna síns að næturlagi, og haft á burt með sér tvær hænur. Fyrir réttinum hvaðst Negrin sýkn saka og kvartaði undan ranglæti pví, er honum væri sýnt með pessara ákæru. “Mér skilst,” sagði dónmar- inn, “að J>ú hafir farið inn íhús- ið um nóttina, svo hugsað f>ér að standa mót freistingunni og farið út aftur. Er f>að rétt?” “Það mun vera mjög nærri sannleikanum, herra dómari.” “En geturðu f>á sagt mér hvernig stóð á f>ví, að f>að vönt- uðu tvær hænur í hænsnahúsið um morguninn?” “Það getur hafa staðið f>ann- ig á f>ví, herra dómari, að mér fanst það ekki ósanngjarnt, að ég hefði tvær hænur fyrír að skilja allar hinar eftir.” .—♦—•

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.