Fréttablaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 16
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hér skal þeim þakkað sem á tímum far- sóttar hafa spurt krefj- andi og óþægilegra spurninga. Við höfum alla burði til að vaxa til aukinn- ar velsæld- ar með aukinni áherslu á verðmæta- sköpun nýrra tíma. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Um áramót er til siðs að líta um öxl og gera upp árið sem er að líða. Þá er um leið ágætt að spyrja hvað hefði átt að gera betur. Hér skal því haldið fram að þjóðin hefði átt að vera iðnari að spyrja yfirvöld, stjórnvöld og sótttvarnayfirvöld krefjandi spurninga. Í langan tíma höfum við vegna farsóttar búið við höft sem takmarka mannréttindi fólks, hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar og valda kvíða og ótta. Þetta getur hvorki talist eðlilegt né farsælt. Það má vissulega venjast höftum, jafnvel svo mjög að litið sé á þau sem nýjan veruleika sem verði að lifa við. Það er ótti sem stjórnar slíkri hugsun, sem er því miður orðin of áberandi íslensku samfélagi. Það væri verulega óhuggulegt ef hún yrði alls- ráðandi. Það er ætíð mikilvægt að gefa gagnrýninni hugsun rými. Það á ekki að gera lítið úr henni og alls ekki stimpla hana sem óviðeigandi eða ótímabæra. Á tímum heimsfaraldurs með til- heyrandi höftum er einmitt brýn þörf á gagn- rýninni hugsun. Það má ekki verða svo að það teljist fullkomlega eðlileg viðbrögð að kinka samþykkjandi kolli í hvert sinn sem stjórn- völd takmarka rétt okkar og boða ný höft. Við verðum að halda vöku okkar. Yfirvöld eru ekki alvitur og þótt þau séu, skulum við ætla, vel meinandi þá á það ekki að nægja til að við högum okkur eins og hlýðin hjörð sem gengur auðsveip í þá átt sem henni er bent að fara. Ef við temjum okkur hjarðhugsun þá geta yfir- völd auðveldlega gengið á lagið. Þá skiptum við sem einstaklingar ekki lengur máli heldur erum við hópur sem lætur auðveldlega að stjórn. Samfélög sem hafna einstaklingum og afneita réttindum þeirra finnast á jarðar- kringlunni. Þaðan fáum við reglulega hroll- vekjandi fréttir sem eiga að vera okkur víti til varnaðar Hér skal þeim þakkað sem á tímum farsóttar hafa spurt krefjandi og óþægilegra spurninga. Þar á meðal eru stjórnmálamenn, sem reyndar eru f lestir úr sama flokknum. Hver skyldi vera skýringin á því? Oft hafa þeir einstaklingar sem sett hafa spurningarmerki við harðar aðgerðir fengið yfir sig skammardembur fyrir að reyna að rjúfa það sem kallað er „nauðsyn- leg samstaða þjóðarinnar“. Þeir hafa jafnvel verið kallaðir öllum illum nöfnum. Æ fleiri eru þó farnir að virða þá sem standa mannrétt- indavaktina á tímum þegar við megum alls ekki gleyma því að við erum frjálsir einstakl- ingar en ekki eign yfirvalda. Gleðilegt ár, kæru landsmenn! n Spurningar Þú færð Þorbjörn á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna skot 35 SEK 4 5 3,5 25 kg Þessi er einstök. Upp koma stök falleg og marglit skot sem minna helst á heila flugeldasýningu. Endar með látum þar sem skothríðin nær hámarki með háværu silfurbraki. ser@frettabladid.is Þórólfskúlan Líklega er það ein af síðustu glöt- uðu hugmyndum ársins að safna saman öllum kórónaveirusmit- uðum Íslendingum undir sama hvolf eða kúlu, svona eitthvað í áttina að Truman-bíómyndinni hans Jims Carrey (á íslensku, Þórólfskúlan), sem hinir heil- brigðu gætu svo horft á yfir áramótin, en hér yrði um liðlega fimmtán þúsund manna sam- komu að ræða, svona álíka stóra og Þjóðhátíðin í Eyjum – og er ekki að ætla annað en hópurinn hafi um eitthvað sameiginlegt að ræða. Hugmyndin er í anda þess fordæmalausa ómöguleika sem hefur blasað við landsmönnum í tæp tvö ár – og reynst hefur glataður veruleiki. Ragnar Það er alveg í anda samhengis- lausrar samfélagsumræðu á Íslandi, þar sem ýmist er slegið úr og í, af og til, en þó helst ekki oftar, að allt sé í stakasta lagi með að einkaklíníkur úti í bæ veiti opinberu heilbrigðiskerfi aðstoð, svo sem núna við smit- rakningar, en sami gjörningur skuli ekki kallast neitt annað en tabú af tagi landráðahugsunar þegar til tals kemur að einka- stofurnar stytti biðlistann á bæklunarskurðdeild ríkisins. Spurning hvort Ragnar Reykás eigi að vera á næsta 50 þúsund kalli. n Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Önnur áramót í faraldri eru runnin upp og lands- menn allir orðnir lúnir á veirunni skæðu. En þrátt fyrir bakslag skulum við hafa hugfast að margt hefur gengið okkur í haginn í þessari baráttu. Bólusetningar hafa gengið vel og veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Samstaða hefur verið um að leggja traust á vísindin og setja líf, heilsu og velferð í forgrunn. Markvissar stuðnings- og vinnumarkaðsaðgerðir stjórnvalda og fjárfestingar sem leggja munu grunn að verðmætasköpun til framtíðar hafa skilað sér í mun betri stöðu efnahags- og atvinnulífs en útlit var fyrir framan af. Sú mikilvæga pólitíska ákvörðun var tekin að þrátt fyrir umtalsverðan halla á ríkissjóði myndum við standa vörð um þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfis á undanförnum árum. Við höfum alla burði til að vaxa til aukinnar velsældar með aukinni áherslu á verðmætasköpun nýrra tíma. Velsældarmælikvarðar munu mæla lífsgæði og hagsæld í mun víðara sam- hengi en hinn hefðbundni mælikvarði landsfram- leiðslu og hagvaxtar og velsældaráherslur birtast í fjármálaáætlun stjórnvalda. Við munum efla verðmætasköpun með því að halda áfram að efla og styrkja umhverfi rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina og búa til jarðveg fyrir nýjar grænar atvinnugreinar sem byggjast á hugviti og tækniþróun. Mikil sóknarfæri eru í eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og þar er fjölbreytni lykilatriði. Ferðaþjónusta, margar þjónustugreinar og skapandi greinar hafa orðið fyrir þungu höggi vegna heims- faraldurs og stjórnvöld munu áfram styðja við þær. Velsæld og verðmætasköpun munu verða grunnstef í öllum okkar aðgerðum gegn loftslagsvánni sem eru græni þráðurinn í allri stefnumótun stjórnvalda. Það þýðir að aðgerðir munu byggja á jöfnuði og réttlátum umskiptum og hugvit og þekking verða nýtt til hins ítrasta til að ná árangri í stærsta viðfangsefni alls mannkyns. Þar á Ísland að skipa sér í fremstu röð með metnaðarfullum og raunhæfum markmiðum sem skila raunverulegum árangri. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. n Farsæld á nýju ári SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.