Fréttablaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 10
ÁRIÐ Í MYNDUM FRÉTTABLAÐIÐ Joe Biden tók þann 20. janúar við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í Washington og varð þá 46. forseti lands- ins. Jill Biden stóð þétt við hlið eiginmanns síns við athöfnina. Þann sama dag tók Kamala Harris við embætti varaforseta Bandaríkjanna, fyrst kvenna. Í nóvember síðastliðnum fékk Harris svo forsetavald þegar Biden gekkst undir ristilspeglun. Hann er elstur allra starfandi forseta Bandaríkjanna til þessa. Gróðureldar geisuðu víða um heim á árinu. Eldunum fylgir mikil losun gróðurhúsa- lofttegunda. Á myndinni má sjá slökkvilið reyna að slökkva eld í Grikklandi. Miklir eldar urðu til að mynda einnig í Kali- forníu, Kanada og Rússlandi. Bólusetningar gegn Covid-19 fóru fram um allan heim en bóluefninu var þó misskipt. Um helmingur allra jarðarbúa hefur verið fullbólu- settur gegn sjúkdómnum en hlutfall bólusettra er ólíkt í löndum heimsins. Í ágúst sölsuðuð Talibanar til sín völd í Afganistan tuttugu árum eftir að inn- rásarlið Bandaríkjanna setti stjórn þeirra af. Átök í Afganistan stigmögnuðust eftir að Bandaríkjaher hóf að draga herlið sitt frá landinu. Í kjölfar valda- tökunnar eru hundruð þúsunda Afgana á flótta og milljónir manna þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Mótmælendur brutust inn í þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þann 6. janúar. Lögreglumenn og öryggisverðir hörfuðu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið veifandi fánum sem margir tengdust hvítum öfgahópum. Kona var skotin innan veggja þinghússins, inni í byggingunni beittu lögreglumenn piparúða og reyksprengjum til að reyna að stöðva múginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.