Fréttablaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 17
Símanúmer þjónustuvaktar er 516 6000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á veitur.is
Við vökum yfir vatni og rafmagni á stóru stundunum
Sjaldan eru þau lífsgæði sem felast í hreinu vatni, birtu og yl
jafn mikilvæg og á hátíðarstundum. Þess vegna verðum við
í viðbragðsstöðu um hátíðarnar eins og alla aðra daga.
Gleðilega hátíð
Guðmundur
Steingrímsson
n Í dag
Tvöþúsundtuttuguogeitt. Þetta er
árið sem átti svo innilega að vera
allt öðruvísi. Þetta er árið sem fór á
annan veg. Þetta ár er einn sterkasti
vitnisburður þess fyrr og síðar að
við mannfólkið erum föst í eilífðar
óvissu og yfirgripsmiklu vitneskju
leysi um það hvað framtíðin ber
yfirleitt í skauti sér. Við vitum ekki
baun. Í upphafi ársins blöstu hlut
irnir við, kristaltærir. Bóluefnin
komu. Umræðan var glaðhlakkaleg:
Yrði þjóðin ekki bara bólusett í einu
lagi, á einni viku í Höllinni? Myndu
Kári og Þórólfur ekki bara redda díl
við Pfeiser og málið dautt? Lærðar
greinar voru skrifaðar um sið
ferðilega þýðingu þess í samfélagi
þjóðanna að Íslendingar færu fram
fyrir röð í bóluefnabiðinni. Flestum
var sama. Bara ljúka þessu af. Það
var stemningin.
Ætli lærdómur ársins sé ekki
hið klassíska og fornkveðna, og
leiðinlega sanna og klisjukennda
viðkvæði, hvíslað af reynslu
árþúsundanna af fúllyndri vissu og
vonbrigðum yfir því að við skulum
virkilega aldrei ætla að læra þetta:
Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Allt tekur tíma. Maður verður víst
að sýna þolgæði. Bíða. Sjá.
Allt í lagi þá. Á einhvern hátt
verður maður kannski að reyna að
sjá fyndnina í því að í lok ársins sem
við ætluðum að losna við Covid úr
okkar lífi eru Covidsmit í landinu
í svo miklum vexti og í svo miklu
hámarki að það er ekki hægt að
lýsa því öðruvísi en að skíturinn sé
gjörsamlega farinn í viftuna. Fólk
fær Covid á leiðinni frá útidyra
hurðinni í bílinn sinn þótt það sé
stormur. Covid er undir rúminu,
kemur niður strompinn, smokrar
sér inn um skráargöt, dvelur í
hárinu og bíður í innanverðum
grímunum. Það er önnur hver
manneskja heima á náttfötunum.
Fólk er að verða búið með Netflix.
Ef einhver hefði sagt í upphafi
þessa árs að svona myndi þetta vera
í lok ársins hefði sá hinn sami verið
opinberlega keflaður og bundinn
við staur í janúarrokinu á Lækjar
torgi af æstum múg og hafður þar
fram eftir ári. Notkun reiðikalla
emoji hefði náð veldisvexti. Það
nennti enginn að hlusta á neitt
annað en það að þessi faraldur væri
að verða búinn. Það kom ekkert
annað til greina. Fólk gat bara stein
þagað ef það vildi segja eitthvað
annað en það.
Árið tvöþúsundtuttuguogeitt
reyndist ár óskhyggjunnar.
Þannig mun það geymast á harða
diski sögunnar. Eftir situr maður
örlítið hnípinn. Hugsi kannski.
Undrandi. Alveg er þetta merki
legt. Spurningin er þessi: Getur
maður á þessum tímapunkti, nú
þegar næsta ár er um bil að ganga
í garð, yfirleitt gert sér eitthvað í
hugarlund um hvað gerist næst?
Búist við einhverju? Gert áætlanir
af viti? Eru einhver takmörk fyrir
því hvað tilvistin getur trompað
ímyndunaraflið? Verður tuttugu
ogtvö kannski árið þar sem skæður
tölvuvírus opinberar leitarsögu
og netskilaboð allra jarðarbúa frá
upphafi internetsins, leyndar þrár
og hugsanir milljarða netnotenda í
einum allsherjar dómsdegi á sama
tíma og allur Reykjanesskagi logar
í eldgosum og fimmhundruðasti
upplýsingafundur almannavarna
hefst í Skógarhlíð með tryllings
legu taugaveiklunarhláturskasti út
Árið sem átti að vera öðruvísi
af því að síðasti ellilífeyrisþeginn
í síðasta dalnum smitaðist loksins
af síðasta afbrigðinu og hugsanlega
megi því kannski vona að takmark
inu sé endanlega náð: Hjarðónæmi.
Það er orð samtímans. Fjár
sjóðurinn undir regnboganum.
Leiðarljósið. Þangað stefnum við:
Að einu allsherjar ónæmi okkar
allra, að ástandi þar sem okkur
öllum verður dásamlega leyfilegt
að vera fullkomlega jafnmikið
sama. Að við verðum ónæm hjörð.
Á sama tíma er ljóst að sjaldan
hafa tímarnir jafnmikið krafist
þess að við sem mannkyn séum
einmitt hið gagnstæða. Alls ekki
ónæm hjörð, heldur næm hjörð.
Gagnvart aðsteðjandi verk
efnum og hættum sem blasa við
á tuttugustuogfyrstu öldinni, og
líklega aldrei jafnmikið og nú, þarf
allsherjarvakningu og einstakt
sammannlegt hjarðnæmi fyrir því
að lifnaðarhættir þurfa að breytast
svo lífsskilyrðum mannkyns á
jörðu verði áfram viðhaldið á
elleftu stundu.
Þannig eru tímarnir einkenni
legt sambland af vissu og óvissu.
Sagan er gömul og ný: Á sama tíma
og við vitum hvað þarf að gera,
vitum við ekkert hvað gerist. Eftir
stendur að lífið er nú meira fíaskóið.
Bla, bla, bla, sagði Greta Thunberg
í setningu ársins í raunsæju mati á
stöðu mannkyns. Ár eins og þetta
ætti að verða okkur öllum áminn
ing um það hversu breysk, hversu
fávís, hversu tilvistarlega spaugileg
við erum, og hversu viðkvæm við
erum í eðlislægri óskhyggju okkar,
á sama tíma og árið verður okkur
líka vonandi áminning um hitt:
Hversu hugrökk, hversu seig, hversu
úrræðagóð og hversu mögnuð við
þurfum einmitt að vera, og erum.
Kveðjum hið liðna, fögnum
lífinu, gleðjumst saman, njótum
kræsinga og horfum á skaupið.
Hlæjum.
Áfram veginn. Gleðilegt ár!
FÖSTUDAGUR 31. desember 2021 Skoðun 17FRÉTTABLAÐIÐ