Fréttablaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 24
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Tæknifyrirtækið Leikbreytir
byggir á áratuga reynslu starfs-
manna á sviði stafrænnar þróunar
og almennrar fyrirtækjaþjónustu.
Ein af nýlegri lausnum fyrirtækis-
ins nefnist Farsímaveski Wallet
sem gerir fyrirtækjum kleift að
gefa út gjafakort og inneignar-
nótur í farsímann, bæði Apple
Wallet og í Android, segir Yngvi
Tómasson, framkvæmdastjóri
Leikbreytis. „Þannig sér viðskipta-
vinurinn alltaf hvað hann á mikið
eftir á kortinu og hægt er að senda
honum áminningu um að nota
kortið bæði almennt og háð stað-
setningu.“
Hann segir fyrirtækið hafa
þróað ýmsar sérlausnir á móti
helstu bókhaldskerfum eins og
Navision og DK sem oft halda utan
um gjafakort, vildarklúbba og
inneignarnótur. „Við gerum fyrir-
tækjum kleift að gefa allar inn-
eignarnótur út í Farsímaveski sem
og gjafakort. Eins höfum við þróað
lausnir sem snúa að vildarkerfum,
bæði punktasöfnun sem og lausnir
um sérkjör eins og gömlu stimpil-
kortin sem bjóða upp á tíunda
kaffibollann frían sem dæmi. Þetta
er í raun heildarlausn þar sem
færa má flest allt sem er gefið út í
dag sem plastkort yfir í Farsíma-
veskið og bjóða upp á aukna virkni
í leiðinni.“
Fækka endurteknum verkefnum
Sjálfur hefur Yngvi starfað í tækni-
geiranum síðan hann var sextán
ára og því hokinn af reynslu. Áhugi
hans liggur þó aðallega í vöru-
þróun og að nota tæknina til þess
að hjálpa fyrirtækjum á viðskipta-
miðaðan hátt. Hann átti og rak um
tíu ára skeið fyrirtækið Davíð og
Golíat sem hann seldi árið 2017.
Hann lýsir aðdraganda stofnunar
Leikbreytis. „ Ég starfað hjá Nova
samhliða því að stunda MBA-nám
í HR eftir söluna. Á þessum tíma
sá ég gríðarlega mörg tækifæri
með nýrri tækni, fyrri reynslu og
möguleika með nýjum verkfærum
sem námið hafði veitt mér. Það
varð í raun ekki aftur snúið og
ákvað ég að fara á fullt í að undir-
búa stofnun tæknifyrirtækis sem
myndi bjóða upp á lausnir sem
gætu aðstoðað stafræna vegferð
fyrirtækja með áherslu á sjálf-
virkni.“
Hann segir upplýsingatæknigeir-
ann vera í raun mjög ungan enn
og mikið af tækifærum sem felist í
að bjóða fyrirtækjum upp á betri
lausnir og betri þjónustu. „Lykilat-
riðið í öllum okkar lausnum er að
finna ekki upp hjólið heldur sam-
þætta lausnir sem eru til og búa til
viðskiptamiðaðar vörur fyrir við-
skiptavini okkar. Rauði þráðurinn
í öllum okkar lausnum er að hjálpa
fyrirtækjum að bæta þjónustu,
auka sölu og fækka endurteknum
verkefnum starfsmanna.“
Engin útrunnin kort í skúffunni
Yngvi segir ávinning neytenda vera
mjög mikinn enda kannist flestir
við að vera með skúffu heima hjá
sér fulla af gjafakortum sem eru
jafnvel útrunnin. „Með því að vera
með gjafakortið í eigin síma og í
síma makans eru töluvert meiri
líkur á að þú notir það þar sem þú
eða makinn eruð alltaf með það
á ykkur. Eins eru fyrirtækin sem
selja gjafakortin komin með tæki
frá okkur til að minna fólk á að
nota gjafakortin, bæði þegar stytt-
ist í að þau renni út og eftir stað-
setningu þegar þú ert í nágrenni
við verslanir þeirra. Auk þess sést
alltaf í símanum hversu há upp-
hæð er eftir á gjafakortinu.“
Þegar kemur að inneignarnótum
og skilamiðum hafa fyrirtæki
eins og S4S, sem reka Air, Steinar
Waage, Ecco og fleiri verslanir,
innleitt lausn frá Leikbreyti. „Þar
„Þetta er í raun
heildarlausn
sem má hugsa
þannig að hægt
er að færa flest
allt sem er gefið
út í dag sem
plastkort yfir í
Farsímaveskið,“
segir Yngvi
Tómasson,
framkvæmda-
stjóri Leik-
breytis.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
eru allar inneignarnótur sendar í
símann hjá viðskiptavinum í stað
þess að fá strimil sem líklegur er
til að eyðast eða týnast, eins og
margir kannast vafalaust við.“
Mikill ávinningur
Ávinningur fyrirtækja sem taka
upp tæknina er ekki síður mikill,
að sögn Yngva. „Fyrirtæki fá tæki-
færi til að auka þekkingu sína á
viðskiptavinum sem eiga gjafa-
kortin og fá um leið verkfæri til að
vera í sambandi við þá, bjóða þeim
ný tilboð og minna þá á að nota
gjafakortin og inneignarnóturnar.“
Einnig geta fyrirtækin sent
notendum sérstök skilaboð eftir
staðsetningu, bæði út frá GPS og
sérstökum búnaði sem er settur
í verslanir og veitingastaði, sem
gerir þeim kleift að senda mun
hnitmiðaðri skilaboð
á gjafakortshafa
sem eru staddir þar.
„Það er líka hægt
að selja gjafakort
á netinu og bjóða
viðskiptavinum
upp á að afgreiða sig
sjálfa með kaupum
á nýjum gjafa-
kortum sem bæði
er hægt að senda
út rafrænt á þann
sem á að fá gjafa-
kortið eða prenta út
og gefa með flösku
eða konfektkassa.
Lausnirnar okkar
má einnig nýta
til þess að gefa út
viðbótar afsláttar-
miða auk þess sem
að bæði er hægt að
nota Farsímaveskis-
lausnina í hefð-
bundinni verslun
og vefverslun, en oft er ekki hægt
að nota gjafabréf og inneignir í
vefverslunum. Grunnlausn okkar
í Farsímaveskislausnum er í raun
ekki bara hugsuð fyrir gjafabréf,
vildarklúbba og inneignarnótur
þótt það séu vissulega áherslur
okkar 2022. Kerfið er fullbúið og
tilbúið til að útbúa aðgangsmiða
á viðburði, árskort, líkamsræktar-
kort og svo mætti lengi telja.“
Gleymd kort úr sögunni
Yngvi sér fram á mjög mikinn vöxt
næstu árin. „Við reiknum með að
allir kaupmenn og fyrirtæki sem
selja gjafakort muni færa sig yfir í
svipaðar lausnir til að halda utan
um gjafakort. Verslanir munu
stórauka uppbyggingu vildar-
klúbba með þessum nýju lausnum
og í raun verða allir kaupmenn
að vera með í þessari
þróun til að verða
ekki eftir. Sam-
keppnin um við-
skipti er ekki lengur
bara innanlands
heldur við netversl-
anir erlendis líka
þar sem risar eins
og Amazon nýta
sér allar þær upp-
lýsingar og tækni
sem þeir hafa til
að byggja upp viðskiptavild. Það
verður einfaldlega krafa neytenda.
Að gleyma Costco-kortinu heima,
bensínlyklinum, gjafakortinu,
starfsmannapassanum eða
aðgangskortinu í sund mun heyra
sögunni til því allt er í símann.
Með heildarvöruframboði okkar
hjálpum við fyrirtækjum að taka
gjafakortasöluna og allt í kringum
hana á annað stig og auka jafn-
framt alla sjálfvirkni í kringum
sölu nýrra korta og í raun stuðla
að umhverfisvænni lausn þar sem
gjafakort eru ekki lengur gefin út
sem plastkort.“
Nánari upplýsingar á leikbreytir.is.
Dæmi um
inneignarnótu
sem fólk fær beint úr
kassakerfi S4S í stað
þess að fá strimil
sem eyðist eða
týnist. Hér er gjafa-
kort í farsímaveski,
sem sýnir stöðuna
á kortinu og strika-
merki sem talar við
gjafakortakerfi.
2 kynningarblað A L LT 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR