Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 18
var ekið til Grundarfjarðar þar sem hópurinn gisti á Hótel Fram-
nesi. Á leiðinni tók Þóra að sér leiðsögnina og lýsti því sem fyrir
augu bar. Segja má að þar hafi verið hæg heimatökin hjá Þóru
þar sem hún er fædd og uppalin á Snæfellsnesinu. Að loknum
morgunverði næsta dag kom kórinn saman til léttrar æfingar í
Grundarfjarðarkirkju vegna fyrirhugaðra tónleika seinna um
daginn. Eftir æfinguna var haldið til Stykkishólms þar sem
haldnir voru tónleikar í Stykkishólmskirkju kl. 13:30. Eftir þá
tónleika buðu heiðurskonurnar Elínborg Karlsdóttir, sem er
frænka Matthildar kórfélaga, og Hulda Magnúsdóttir kórfélög-
um í veglegt og vel þegið kaffihlaðborð. Síðan var ekki til set-
unnar boðið og mikilvægt að koma sér af stað þar sem seinni
tónleikar dagsins voru fyrirhugaðir innan tíðar. Þeir tónleikar
hófust kl. 17 í Grundarfjarðarkirkju og segja má að þeir hafi tek-
ist sérlega vel. Fjöldi heimamanna var mættur, kórinn vel upp-
lagður og þarna skapaðist andrúmsloft nálægðar og vinsemdar,
sem erfitt er að lýsa á prenti. Eftir þessa síðustu tónleika ferðar-
innar héldu kórfélagar nokkuð þreyttir, en ánægðir heim á hót-
elið til að undirbúa sig fýrir sameiginlegan kvöldverð þar sem
fagna átti vel heppnuðu starfsári. Þegar á hótelið kom lá fyrir
beiðni til kórsins um að syngja nokkur lög fýrir hóp sem þar var
staddur í skemmtiferð á vegum Sjóvá Almennra. Að sjálfsögðu
var tekið vel í beiðnina og kórinn söng þarna nokkur lög og úr
varð hin besta skemmtan fýrir báða aðila. Fram að borðhaldi
gafst smá tími til eigin hugðarefna hvort sem fólk vildi leggja sig,
líta í bók eða fara í göngutúr. Kvöldið leið hratt í góðra vina
hópi í bland við góðan mat og ýmsar skemmtilegar uppákomur,
sem að venju voru allar heimatilbúnar af ftjótim kórfélögum. Að
loknum góðurn morgunverði næsta dag var lagt af stað heim-
leiðis frá Hótel Framnesi. Ákveðið var að taka nokkra útúrdúra
m.a. koma við í Bjarnarhöfn þar sem Hildibrandur og hans fólk
tók höfðinglega á móti hópnum, sýndi staðinn, sagði sögur hon-
um tengdar og bauð upp á að smakka hákarl og fleira góðgæti.
Ymsir sáu sér leik á borði og versluðu hitt og þetta matarkyns
sem á boðstólum var. Frá Bjarnarhöfn var haldið að Miðhrauni
í Miklaholshreppi, þar sem foreldrar Þóru kórstjóra búa ásamt
dóttur og tengdasyni. Það hittist þannig á að þennan dag var
16