Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 34
Hólmadrangs komin undir eitt þak og aðstaða öll mun betri en
áður. Framkvæmdir hófust árið 2000 og sá Grundarás ehf á
Hólmavík um smíðar.
Hólmadrangur hf, sem var stofnað árið 1978, sameinaðist Ut-
gerðarfélagi Akureyringa 1. apríl árið 2000. I framhaldi af því
var nýtt fyrirtæki með sama nafni stofnað, Hólmadrangur ehf,
alfarið í eigu UA. Framleiðsla Hólmadrangs er soðin og pilluð
rækja, einfryst og tvífryst. Að jafnaði er vinnsla í 8 klst á dag og
áætluð ársframleiðsla miðað við þann vinnutíma er 1.600-1.800
tonn. Hjá Hólmadrangi starfa um 20 manns.
Frá því að UA tók við rekstri Hólmadrangs hefur markaðs-
deild UA séð um afurðasölu. Fyrirtækið hefur lengi framleitt
mest af sínum afurðum undir vörumerki SÍF en einnig undir
eigin vörumerki. Stærstu kaupendur að afurðum Hólmadrangs
eru dótturfyrirtæki SIF í Bretlandi og Þýskalandi en aðrir aðilar
kaupa töluvert af framleiðslunni. Mikilvægasti markaðurinn er
Bretland.
Landbúnaðarpistill
Af landbúnaði er það að segja að nær ekkert kal var í túnum
á svæðinu um vorið og heyfengur var víðast mikill og góður.
Dilkar voru í meðallagi, en þó yfírleitt heldur léttari haustið
2001 en árið á undan. Afurðir eftir hveija kind voru reyndar
meiri haustið 2000 en dæmi eru um. Nokkur líflambasala var úr
nyrðri hluta sýslunnar, úr Steingrímsfirði og Árneshreppi, og var
mest selt í V.-Húnavatnssýslu.
Um haustið mættu erlendir vísindamenn norður í Kirkjubóls-
hrepp til óvenjulegra verka. Tóku þeir hátt í 200 fósturvísa úr
kollóttum ám og eru þeir ætlaðir til kynbóta á gamla norska fjár-
stofninum. Fósturvísarnir voru teknir á Smáhömrum, en ærnar
voru frá Smáhömrum, Gröf í Bitru, Broddanesi I, Stóra-Fjarðar-
horni og Heydalsá. Astæðan fyrir því að Norðmenn falast eftir
fósturvísum frá Islandi er sú að þeir eru að styrkja gamla nor-
ræna fjárstofmnn hjá sér, en þar eru margir stofnar af sauðfé.
32