Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 37
Goðaœvintýrið og sauðfjárslátrun
Um fátt var meira rætt á síðasta ári í atvinnumálum á Strönd-
um en málefni fyrirtækisins Goða sem tilkynnti í júníbyrjun að
lögð hefði verið niður kjötvinnsla og sláturhús á Hólmavík. Því
var ekki slátrað á Hólmavík haustið 2001, sem teljast allmikil tíð-
indi. Jón Vilhjálmsson var síðasti sláturhússtjórinn á Hólmavík,
en margir hafa starfað við slátrun um árabil. Má þar sérstaklega
nefna Lýð Magnússon bónda frá Húsavík sem átti 58 ára starfs-
sögu í sláturhúsinu og var sláturhússtjóri í 27 ár.
Forsaga þess að slátrun var hætt er löng og flókin sameining-
ar- og hagræðingarsaga. Rekstur sláturhúss Kaupfélags Stein-
grímsfjarðar hafði árið 1997 verið sameinaður rekstri fjölda ann-
arra afurðastöðva á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Vestur-
landi undir merkjum Norðvesturbandalagsins hf. og það fyrir-
tæki tók þátt í stofnun fyrirtækisins Goða á haustdögum 2000.
Það var sem sagt Goði sem slátraði síðast á Hólmavík. Fljótlega
upp úr áramótum fór að verða opinbert í fréttum að fyrirtækið
ætti í rekstrarerfiðleikum. Tap var á rekstri og illviðráðanlegur
skuldahali fylgdi sumum fyrirtækjunum sem tekið höfðu þátt í
stofnuninni. Um mánaðamótin maí og júní var síðan gefm út
yfirlýsing um að slátrun og kjötvinnslu yrði hætt á Hólmavík og
víðar og starfsfólki sagt upp. Sex starfsmenn voru þá starfandi
við kjötvinnsluna á Hólmavík.
A næstu vikum mögnuðust umræður um þessi mál mjög og í
hönd fóru mikil fundahöld, þar sem margir deildu hart á Goða
fýrir stefnu og framtíðaráform í afurðastöðvamálum. Það breytti
þó engu um að fýrirtækið sigldi hraðbyri í þrot, þótt það sé
reyndar ennþá til sem Kjötumboðið. Kaupfélög í Strandasýslu
töpuðu verulegum fjármunum, einkum Kaupfélag Steingríms-
fjarðar. Þetta er mikið áfall, því staða kaupfélaganna var ekki of
sterk fyrir. Eins urðu nokkrir bændur af greiðslum frá fyrirækinu
og sauðfjárbændur um land allt eiga líklega eftir að glíma lengi
við að vinna upp þá markaði fýrir kindakjöt sem hafa tapast inn-
anlands.
Nú er einungis rekið sláturhús á Ospakseyri og ekki laust við
að öldin sé önnur en fyrir rúmum áratug þegar fjögur sláturhús
35