Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 44
voru sem dæmi um það bil 80 börn í skólanum á Hólmavík
haustið 2001, en ekki eru nema örfá ár síðan þau voru vel yfir
100. 17 börn eru í Grunnskólanum á Drangsnesi, en þar er von
á betri thnum því þar eru 11 börn í leikskóla.
Skóli var endurvakinn á árinu á Borðeyri um haustið, en starf-
semi hans hafði legið niðri í 6 ár. Astæðan er í og með sú að
skólahaldi var hætt að Reykjum í Hrútafirði en börnum úr Bæj-
arhreppi hafði verið ekið þangað síðustu ár. Skólastjóri er Krist-
ín Arnadóttir sem áður var skólastjóri í Vesturhópsskóla í V,-
Húnavatnssýslu, en maður hennar, Einar Esrason gullsmiður,
kennir smíðar og myndmennt. Einnig kenna stundakennarar
handmennt, tónmennt og leikfimi. Skólann sækja 6 börn í 1.-3.
bekk en engin börn í hreppnum eru í næstu þremur bekkjurn
fyrir ofan. Eldri börnum úr hreppnum er ekið í skóla að Laug-
arbakka.
Skólastarfið hefur gengið vel á Borðeyri í vetur, bæði félagslíf,
menningarviðburðir og námið. Allar lögbundnar námsgreinar
eru kenndar og gott betur en það, því í gangi er tilraunaverkefni
um að kenna 2. og 3. bekk dönsku. I skólahúsinu er rekin dag-
vistun fyrir 7 börn og fnnm ára börnin hafa sótt skólann tvisvar
í viku í vetur.
I Grunnskólanum á Hólmavík hefur verið mjög góður andi
síðustu ár og allmikil festa í starfsmannahaldi. I skólastarfinu er
lögð aukin áhersla á að nemendur læri tjáningu og félags- og
íþróttastarf hefur verið mjög öflugt. Margvíslegar framkvæmdir
til að bæta aðstöðu nemenda hafa líka verið í gangi. Farið var í
miklar framkvæmdir sumarið 2001 við að bæta tölvukerfi skól-
ans og þar eru nú yfir 10 sítengdar tölvur fyrir nemendur.
Einnig var sett upp brunavarnarkerfi í skólanum.
Nýr skólastjóri kom að Broddanesskóla haustið 2001, Birna
Jónasdóttir. Fylgdi henni maður og tvö börn. Breytingar urðu
einnig á skólastjórnun í Arneshreppi á árinu. Við starfi skóla-
stjóra í Finnbogastaðaskóla tók Trausti Steinsson og fluttu með
honum á Strandirnar kona og tvö börn.
42