Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 60

Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 60
valt mikið, því að straumurinn hélt því flötu fyrir vestan vind- kvikunni. Veiði var treg eða engin fyrst til að byrja með, en eftir 3-4 tíma legu fengum við þó fyrstu „gotin“, en treg veiði í byij- un hákarlalegu er vanaleg, því að grána er ekki tamt að flýta sér neitt að önglunum strax og þeir koma niður. Svo var nú auk þess órólegt veiðiveður í mesta máta og bætti það síst um. Vest- an strekkingurnn varð smátt og smátt að snörpum vindi með til- heyrandi krappri vindkviku, og frostið breytti fljótlega öllum slettum, er inn komu, í klaka, svo að allt varð þakið hálli klaka- húð, Um kvöldið fengum við svo ofurlitla hrotu eða það mikið, að augljóst þótti, að nóg mundi fyrir af hákarli. Verra var það með veðrið. Það batnaði síst, og er á leið nóttina gat það ekki lengur kallast viðunandi veiðiveður, þótt áfram væri legið og dorgað, enda ekki auðhlaupið að því að ná landi á Ströndum í vestan stormi fyrir vélalaust, opið skip, sem statt er djúpt úti í Húnaflóa. Þegar á leið að hádegi næsta dags, sáum við að kom- in var norðan undiralda og óx hún mjög ört, er á daginn leið, en vestan stormurinn hélst þó enn hinn sami. Var nú á öllu sýni- legt, að skammt mundi skjótrar veðrabreytingar. Hákarl hafði sáralítill fengist síðan um kvöldið áður, og var það kennt óró- legu veiðiveðri. Svo undir kvöldið, eða um 5 leytið, skellti hann á, eins og hendi væri veifað, norðan roki og byl, svo að hvein og söng í öllu. Sjórokið og kafaldsbylurinn æddi yfir skipið, svo að vart mátti sjá út fyrir borðstokkinn. Var nú ekki um annað að gera en hafa upp færin sem skjótast, létta og leita lands, þótt víst væri undir hælinn lagt með landtökuna, Var eigi talið að nokkru skipi væri fært að liggja af sér vestur norðan- eða norðaustan stórviðri í Flóanum, svo það var ávallt þrauta ráðið að leita sem skjótast lands er þeim skellti á. Var nú gengið að því með kappi að ná upp drekanum. Engin vinda var í skipinu, og röðuðu menn sér því á stjóralínuna, einn fýrir aftan annan, en sá aftasti „stoppaði af‘, sem kallað er. Gekk þetta bæði fljótt og vel. Að því búnu var skipinu slegið undan vindi, lifur kramin í sundur og látin í fjóra strigapoka, sem síðan voru bundnir við skipið utan- borðs með það fýrir augum, að hún brákaði sjótinn. I sama til- gangi var ávallt haft með lýsi í kvartili og var dreift úr því í sjó- inn, er stórsjóir sáust nálgast. Stórseglið eitt var dregið upp, og 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.