Strandapósturinn - 01.10.2001, Qupperneq 60
valt mikið, því að straumurinn hélt því flötu fyrir vestan vind-
kvikunni. Veiði var treg eða engin fyrst til að byrja með, en eftir
3-4 tíma legu fengum við þó fyrstu „gotin“, en treg veiði í byij-
un hákarlalegu er vanaleg, því að grána er ekki tamt að flýta sér
neitt að önglunum strax og þeir koma niður. Svo var nú auk
þess órólegt veiðiveður í mesta máta og bætti það síst um. Vest-
an strekkingurnn varð smátt og smátt að snörpum vindi með til-
heyrandi krappri vindkviku, og frostið breytti fljótlega öllum
slettum, er inn komu, í klaka, svo að allt varð þakið hálli klaka-
húð, Um kvöldið fengum við svo ofurlitla hrotu eða það mikið,
að augljóst þótti, að nóg mundi fyrir af hákarli. Verra var það
með veðrið. Það batnaði síst, og er á leið nóttina gat það ekki
lengur kallast viðunandi veiðiveður, þótt áfram væri legið og
dorgað, enda ekki auðhlaupið að því að ná landi á Ströndum í
vestan stormi fyrir vélalaust, opið skip, sem statt er djúpt úti í
Húnaflóa. Þegar á leið að hádegi næsta dags, sáum við að kom-
in var norðan undiralda og óx hún mjög ört, er á daginn leið,
en vestan stormurinn hélst þó enn hinn sami. Var nú á öllu sýni-
legt, að skammt mundi skjótrar veðrabreytingar. Hákarl hafði
sáralítill fengist síðan um kvöldið áður, og var það kennt óró-
legu veiðiveðri. Svo undir kvöldið, eða um 5 leytið, skellti hann
á, eins og hendi væri veifað, norðan roki og byl, svo að hvein og
söng í öllu. Sjórokið og kafaldsbylurinn æddi yfir skipið, svo að
vart mátti sjá út fyrir borðstokkinn. Var nú ekki um annað að
gera en hafa upp færin sem skjótast, létta og leita lands, þótt víst
væri undir hælinn lagt með landtökuna, Var eigi talið að nokkru
skipi væri fært að liggja af sér vestur norðan- eða norðaustan
stórviðri í Flóanum, svo það var ávallt þrauta ráðið að leita sem
skjótast lands er þeim skellti á. Var nú gengið að því með kappi
að ná upp drekanum. Engin vinda var í skipinu, og röðuðu
menn sér því á stjóralínuna, einn fýrir aftan annan, en sá aftasti
„stoppaði af‘, sem kallað er. Gekk þetta bæði fljótt og vel. Að því
búnu var skipinu slegið undan vindi, lifur kramin í sundur og
látin í fjóra strigapoka, sem síðan voru bundnir við skipið utan-
borðs með það fýrir augum, að hún brákaði sjótinn. I sama til-
gangi var ávallt haft með lýsi í kvartili og var dreift úr því í sjó-
inn, er stórsjóir sáust nálgast. Stórseglið eitt var dregið upp, og
58