Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 69
Ekki er Reykjarfjörður frægur af bókum, þó mun hans getið í
Sturlungu, þrátt fyrir það mun löngum hafa verið búið í Reykj-
arfirði allar götur frá landnámsöld og löngum verið tví- og þrí-
býli. Landgæðin eru að miklu leyti fólgin í góðri sumarbeit og
miklurn útengjum, góðu mótaki, silungsveiði og kannski síðast
en ekki síst, nálægðinni við sjóinn, en mikil og góð fiskigengd
var oft í firðinum og stutt á miðin.
Af þessu má sjá að nokkuð gott mun hafa þótt að búa á jörð-
inni. 1703 er þar þríbýli og alla jafnan síðan hefur verið þar
fleiri en einn bóndi hveiju sinni og oft margt fólk. Ekki er
ástæða til að halda annað en að jörðin hafi verið í byggð lengst
af þann tíma sem Island hefur verið byggt.
Þó munu hafa komið þau ár að jörðin fór í eyði. Arin 1785 til
1787 virðist Reykjarfjörður hafa verið í eyði og sömuleiðis frá
1804 til 1810 en þá mun jörðin hafa verið nytjuð af Thyrrestrup
kaupmanni.
Reykjarfjörður er all víðlend jörð. Að norðanverðu nær hann
frá klettahóli utan við Nónhyrnuhrygg er Mörhaus heitir og er
nokkuð ljósari en annað gijót. Og þaðan fyrir fjarðarbotninn að
læk sem Miðhólslækur heitir og rennur niður Miðhólssund og
skilur að Kjós og Reykjarfjörð. En fjarlægðin þarna á milli mun
vera ríflega klukkutíma gangur.
Friðrik Ferdinad Söebeck er bóndi í Reykjarfirði ásamt konu
sinni Karaólínu Fabínu og stórum barnahóp, frá f883 til dauða-
dags 1915 og er þá eigandi að jörðinni.
Þórarinn Söebeck sonur Friðriks og Karólínu tekur svo við
búsforráðum 1917 og býr til 1921 og er þá orðinn eigandi að
jörðinni. Eftir það er margbýli þar til 1935 og má þar nefna Al-
exander Arnason síðar bónda í Kjós, Guðmund Þ. Guðmunds-
son, síðar bónda og skólastjóra á Finnbogastöðum, Þórarinn
Guðmundsson, Jakob Söebeck, er flyst út í Naustvík 1936 og býr
þar í húsmennsku til 1940, Magnús Árnason, síðar á Gjögri, Jak-
ob Magnússon, flutti á Kúvíkur og Jóhann Pétursson, flutti á
Kúvíkur 1940 og síðar starfsmaður hjá Djúpavík hf. Af þessu má
sjá að oft liefur verið þétt setinn bekkurinn enda varla aðrir af-
komumöguleikar en búskaparhokur.
Árið 1932 er gamli burstabærinn rifinn og byggt timburhús á
67