Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 69

Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 69
Ekki er Reykjarfjörður frægur af bókum, þó mun hans getið í Sturlungu, þrátt fyrir það mun löngum hafa verið búið í Reykj- arfirði allar götur frá landnámsöld og löngum verið tví- og þrí- býli. Landgæðin eru að miklu leyti fólgin í góðri sumarbeit og miklurn útengjum, góðu mótaki, silungsveiði og kannski síðast en ekki síst, nálægðinni við sjóinn, en mikil og góð fiskigengd var oft í firðinum og stutt á miðin. Af þessu má sjá að nokkuð gott mun hafa þótt að búa á jörð- inni. 1703 er þar þríbýli og alla jafnan síðan hefur verið þar fleiri en einn bóndi hveiju sinni og oft margt fólk. Ekki er ástæða til að halda annað en að jörðin hafi verið í byggð lengst af þann tíma sem Island hefur verið byggt. Þó munu hafa komið þau ár að jörðin fór í eyði. Arin 1785 til 1787 virðist Reykjarfjörður hafa verið í eyði og sömuleiðis frá 1804 til 1810 en þá mun jörðin hafa verið nytjuð af Thyrrestrup kaupmanni. Reykjarfjörður er all víðlend jörð. Að norðanverðu nær hann frá klettahóli utan við Nónhyrnuhrygg er Mörhaus heitir og er nokkuð ljósari en annað gijót. Og þaðan fyrir fjarðarbotninn að læk sem Miðhólslækur heitir og rennur niður Miðhólssund og skilur að Kjós og Reykjarfjörð. En fjarlægðin þarna á milli mun vera ríflega klukkutíma gangur. Friðrik Ferdinad Söebeck er bóndi í Reykjarfirði ásamt konu sinni Karaólínu Fabínu og stórum barnahóp, frá f883 til dauða- dags 1915 og er þá eigandi að jörðinni. Þórarinn Söebeck sonur Friðriks og Karólínu tekur svo við búsforráðum 1917 og býr til 1921 og er þá orðinn eigandi að jörðinni. Eftir það er margbýli þar til 1935 og má þar nefna Al- exander Arnason síðar bónda í Kjós, Guðmund Þ. Guðmunds- son, síðar bónda og skólastjóra á Finnbogastöðum, Þórarinn Guðmundsson, Jakob Söebeck, er flyst út í Naustvík 1936 og býr þar í húsmennsku til 1940, Magnús Árnason, síðar á Gjögri, Jak- ob Magnússon, flutti á Kúvíkur og Jóhann Pétursson, flutti á Kúvíkur 1940 og síðar starfsmaður hjá Djúpavík hf. Af þessu má sjá að oft liefur verið þétt setinn bekkurinn enda varla aðrir af- komumöguleikar en búskaparhokur. Árið 1932 er gamli burstabærinn rifinn og byggt timburhús á 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.