Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 81
tengdasonur Carls Jensens, kaupmanns á Kúvíkum, giftur ínu
Jensen Sigvaldadóttur kjördóttur Jensens, mikilli kjarnakonu.
Sigurður er mikill athafnamaður og hugurinn stendur til út-
gerðar. Hann er með stóra fjölskyldu og setur fljótt svip á stað-
inn. Kaupfélag Strandamanna setur upp útibú á Djúpavík og
fyrsti útibússtjórinn verður Benedikt Benjamínsson, gamli
Strandapósturinn sem hafði vaðið snjóinn og barist við norðan-
hríðarnar áratugum saman á leiðinni nrilli Hólmavíkur og
Ofeigsfjarðar.
Jósefína Njálsdóttir fær leyfi fyrir að setja upp veitingasölu og
starfrækir hana nokkur surnur á neðri hæðinni í húsi sínu á
Djúpavík. Jósefína var gift Guðmundi Þórðarsyni, kyndara, er
vann á Djúpavík frá f935 til 1953.
A sumrin er starfrækt bakarí og ilminn leggur frá því um all-
an staðinn svo menn fá vatn í munninn og Helgi Jónsson rekur
verslun í húsakynnum Djúpavíkur hf. og keppir við kaupfélagið.
Ungmennafélagið starfar þá með miklum krafti og hið fjöl-
marga unga fólk sem þá er að vaxa úr grasi kveður sér hljóðs svo
bergmálar í fjöllunum. Þarna er kominn grunnur undir framtíð-
ar alvörustað.
Menn ræða um að leggja veg yfir Trékyllisvíkurheiði eða norð-
ur Bala, það er jafnvel rætt um að virkja Hvalá. Bjartsýnin á sér
enginn takmörk. Þjóðin er nýorðin sjálfstæð og stríðsgróðinn
flæðir um æðar þjóðarlíkamans svo mönnum finnast sér allir
vegir færir.
En þá bregst síldin. Hættir að synda inn í Húnaflóann og tel-
ur sér víst betur borgið annars staðar þar sem henni er ausið
upp þar til litlu mátti muna að henni yrði útiýmt.
Og eftir stendur Árneshreppur og veit ekki sitt íjúkandi ráð.
Gæfan er völt og íbúar |)essa stórbrotna lands verða að hefja
seigdrepandi undanhald sem enn sér ekki fýrir endann á.
Guðmundur Guðjónsson varð oddviti Árneshrepps á síðustu
árum sínum fýrir norðan og þótti góður oddviti sem alltaf setti
hag hreppsins ofar öðrum hagsmunum. En það dugði ekki til,
grundvöllurinn var brostinn og enginn mannlegur máttur virtist
geta snúið þeirri þróun við. Unga fólkið fer og það eldra gefst
upp eitt af öðru og eftir verður sviðin jörð, sem geymir minning-
79