Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 82

Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 82
ar og margar hetjusögur er aldrei verða skráðar. Og norðanvind- urinn gnauðar við stafn og þil og á vorin kemur sunnanblærinn og skilur ekkert í því hvers vegna börnin koma ekki til að heilsa vorinu. Menntun er máttur. Er hœgt að lœra nema í skóla ? Frá því að barnafræðsla var lögleidd hefur það verið eitt af megin viðfangsefnum samfélagsins að sjá um að börn og ung- lingar fengju lögboðna fræðslu. Upphaflega og reyndar enn er þetta ýmsum vandkvæðum bundið. Það voru engir skólar til, sárafáir menntaðir kennarar. Bóka- kostur lítill og einhæfur. Samt hófu menn þetta starf ótrauðir. Arneshreppur var þar engin undantekning. Fyrsta úrlausnin var þessi svonefndi farskóli. Fenginn var einhver er hafði fengið ein- hverja menntun eða var það sjálfmenntaður að hann gat upp- frætt börnin. Svo var kennt á bæjunum til skiptis og fóru börn- in á milli. Meðan þau Sigríður og Pétur bjuggu í Skjaldabjarnarvík var fræðslunni hagað með þessum hætti. Auk þess fengu þau stund- um kennara til að uppfræða á eigin vegum. Einn vetur kenndi Eyjólfur Valgeirsson úr Norðurfirði, en hann hafði lært í Flér- aðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði. Eyjólfur varð síðar kaupfé- lagsstjóri við Kaupfélag Strandamanna í Norðurfirði og síðar bóndi á Krossnesi. Eftir að skólinn kom á Finnbogastaði fóru eldri börnin þangað, þau Guðmundur, Guðbjörg, Jóhannes og Friðrik. Ferðalagið tók 3 daga. Fyrst að Dröngum, svo til Ofeigs- fjarðar og síðasta dagleiðin að Finnbogastöðum. Slíkt ferðalag um hávetur fyrir unga krakka gat verið stórhættulegt. Allra veðra von og enginn möguleiki að láta vita af sér. Oft hefur þeim lið- ið illa er heima sátu, að vita af ungum börnum á svona ferðalagi. Arið 1929 ræðst hugsjónamaðurinn Guðmundur Þ. Guð- mundsson á Finnbogastöðum í það þrekvirki að koma upp skólahúsi og reka þar skóla. 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.