Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.10.2001, Qupperneq 85

Strandapósturinn - 01.10.2001, Qupperneq 85
Séra Þorsteinn kenndi okkur og hef ég alltaf talið hann með mínum bestu kennurum. Mannkostirnir komu vel í ljós er hann meðhöndlaði unglinga á viðkvæmu aldursskeiði. Fermingarund- irbúningurinn var kannski ekki langur og utanbókarlærdómur á ótal sálmum fór að mestu fyrir ofan garð og neðan. Samt er það þannig að þegar ég heyri getið um góðan prest þá kemur mér séra Þorsteinn fyrst í hug. Séra Þorsteinn situr í Arnesi til 1943 en flyst þá til Dýrafjarðar og er þar í nokkur ár eða þar til hann verður Fríkirkjuprestur í Reykjavík. Aður fyrr var fátt úrræða er barnaskóla sleppti. En á þessum árum voru héraðsskólarnir komnir til sögunnar. Það er ekki á neinn hallað þó sagt sé að þar hafi Jónas Jónsson frá Hriflu unn- ið mesta stórvirkið sem unnið hafði verið í menntamálum al- mennings frá upphafi. Með tilkomu héraðsskólanna gafst í fyrsta sinni venjulegu alþýðufólki kostur á menntun með viðráð- anlegum hætti. Ekki er nokkur vafi á því að héraðsskólarnir ollu byltingu í lífi íslenskrar alþýðu. Ungt fólk úr sveitum og sjávarþorpum gat nú komist í skóla, lært almenn fræði og það sem kannski var mest um vert, komist að raun um að þau gátu líka lært. Það voru ekki bara synir og dætur höfðingja og ríka fólksins sem gátu tileinkað sér hin æðri fræði. Það eitt að uppgötva þetta gaf þessu unga fólki sjálfstraust sem gerði því fært að takast á við lífið. Þetta varð íslenskri alþýðu ómetanlegt og olli straumhvörfum í íslensku þjóðlífi. En jafn- framt fól þetta í sér ákveðinn dóm fyrir dreifbýlið. Menn komust að því að annars staðar var líka lifað lífi sem gat verið forvitni- legt að skoða nánar og kannski var það betra og glæsilegra en kotið heima. Hnútarnir leystust og böndin losnuðu. Margir af þeim er fóru í héraðsskólana fóru í frekara nám sem svo ekki nýttist heimabyggðinni, einfaldlega af því að ekki var þörf fyrir menntun þeirra í heimahéraði. Trú þeirri hugsjón sinni, um að menntun væri máttur, sendu þau Sigríður og Pétur öll sín börn í héraðsskóla fljótlega eftir barnaskólanám. Oll fóru þau svo í frekara nám sem átti eftir að nýtast þeim í lífsbaráttunni. En sú barátta var ekki háð á býlinu í Reykjarfirði, enda ekki vettvangur til að nýta sína menntun þar. Þannig að segja má að með því að hugsa meira um hag barna 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.