Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 86
sinna, en framtíðarbúskap í Reykjarfirði hafi þan lagt drögin að
því að standa uppi tvö ein sem einyrkjar rétt eins og þegar þau
hófu búskap. En munurinn var bara sá að nú voru þau orðnar
rosknar manneskjur þreyttar og farnar að heilsu. Eflaust velta
margir því fyrir sér sem stóðu í þeim sporum, hvort það hafi þá
verið til einskis barist? En þetta er gangur lífsins frá öld til aldar.
Eg er verrí en Hitler!
Jakob Söebeck var fæddur í Reykjarfirði, sonur Friðriks Söe-
beck og Karólínu. Hann ólst upp í stórum systkinahóp var bráð-
þroska, stór og stæðilegur. Ungur varð hann að vinna öll þau
störf er til féllu. Margar vetrar- og vorvertíðir reri hann frá ver-
stöðvum við Djúp á opnum árabátum eins og þá var alsiða. Ferð-
irnar í verið voru erfíðar og ekki komu alltaf allir heilir til baka.
Einhveiju sinni var hann sendur í kaupstaðarferð til Norður-
fjarðar að vetrarlagi. Snjór var mikill. A heimleiðinni rétt ókom-
inn, við svo nefnt Litlanes, fellur á hann snjóflóð er ber hann
með sér í sjó fram. Jakobi tekst að krafsa sig til lands með miklu
harðfylgi, en er þá orðinn berhöfðaður og búinn að missa bagg-
ann. Hann var mjög kaldur og hrakinn þegar hann kemst heim.
Lengi lá hann veikur eftir þetta áfall og upp úr því fékk hann
taugaveiki. Eftir þetta varð hann aldrei samur maður. Hann var
stór vexti, hægur og rólegur og sá fyrir sér með búskaparhokri á
ýmsum stöðum. Oáreitinn var hann, en eftir því sem árin færð-
ust yfir varð hann sífellt meiri og meiri einstæðingur.
Svo var komið um 1946 að hann þurfti að leita sér lækninga.
Hann fór til Akureyrar og var þar skorinn við smá kvilla, en
hann þoldi illa svæfínguna og varð eftir það ófær um að sjá um
sig sjálfur. Það er þá sem þau Sigríður og Pétur taka hann. Hann
bjó í norðurherberginu uppi, undir súð að austanverðu og er þá
orðinn rúmliggjandi. Ekki fór mikið fyrir „Bobba gamla“ eins og
við kölluðum hann. Það varð mitt hlutskipti að deila með hon-
um herbergi, þegar ég var heima og svaf ég í rúmi gegnt honum
undir súðinni að vestan.
84