Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 87
Alltaf var Jakob rólegur. Hann sat uppi í rúminu löngum og
taldi koparmynt og smápeninga sem hann var með í blikkdós og
svo gljáandi voru þeir orðnir að það sindraði á þá, hann var
einnig með dálítinn snærisspotta sem hann vafði um fmgur sér
og rakti jafnóðum upp aftur. Það var alveg hægt að rabba við
gamla manninn og áttum við oft samræður áður en ég fór að
sofa. Stundum vaknaði ég upp við það, um nætur, að hann sat
uppi í rúminu og talaði við sjálfan sig. Eitt af því sem alltaf kom
fram var hvað honum þótti hann vera vondur maður og oft
heyrði ég hann segja: „Eg er svo vondur að ég er verri en Hitler“.
Og lengra var ekki hægt að ganga í mannvonskn á þeim tíma.
„Eg veit að ég á eftir að kveljast og krókna í byljum og kulda efst
upp á Vallneshryggnum“, tautaði gamli maðurinn fyrir munni
sér og var þungt niðri fyrir. En Vallneshryggurinn er grjóthrygg-
ur er nær frá Vallnesinu alveg upp á Reykjarfjarðarfjall. Ekki
þýddi að reyna að leiða honum fyrir sjónir að hann hefði ekkert
gert af sér.
Eina nóttina reyndi hann að ganga í sjóinn, en Pétur varð
hans var og þegar hann kom á vettvang kom Jakob heim með
Pétri eftir smá fortölur.
Það er svo að morgni sunnudagsins 14. jrilí 1946, aðjakob er
horfinn. Fyrst er svipast um eftir honum heima við, en fljótt er
ljóst að hann er farinn eitthvað lengra. Og þá er safnað liði og
leit hafin á skipnlegan hátt. Sent er út í Naustvík og Djúpavík,
en hvergi hefur hans orðið vart. Hefja menn þá leit frá Djúpa-
vík, Naustvík og frá Víkinni.
Þegar leitin var hafin minntist ég þess, hversu oft ég hafði
heyrtjakob tala um Vallneshrygginn. Eg þurfti því ekki að liugsa
mig um heldur tók að klöngrast upp grjóthrygginn sem var illnr
yfirferðar. Þegar ég er kominn hæst upp sé ég hvar gamli mað-
urinn situr þarna í ullarskyrtunni sinni og á prjónabrókinni, rétt
eins og í rúminu heima og réri fram í gráðið.
Það er einhver ró yfir svipnum eins og einhver fjarlægur
draumur hafi ræst. Fyrir fótum okkar lá fjörðurinn spegilsléttur
í snemmsumars dýrðinni, líkur töfraspegli. Fjallahringurinn
óumræðanlega fagur þar sem Háafellið bendir til himins og
Brirfellið liggur fram á lappir sínar og horfir til hafs, dalurinn
85