Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 98
um milli félaganna Eflingar og Leifs heppna sem á tímabili voru
árlegir viðburðir.
Stærsta verkefnið er Efling réðst í var bygging félagsaðstöðu
árið 1947. Sótt var um styrk til hreppsnefndar er veitti 1.500
krónur er var all rausnarlegt. Keyptur var braggi suður á Kefla-
víkurflugvelli, rifinn þar af félagsmönnum og fluttur til Djúpa-
víkur og settur þar upp. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu, og
var rnikið verk. Þó nokkur kostnaður var við þessar framkvæmd-
ir og datt þeirn félögum þá í hug að halda skemmtun til að afla
fjár eins og verða vill.
A þessum árum var reist félagsheimili í Árnesi, eitt fyrsta sinn-
ar tegundar á landinu.
Leitað er eftir því að fá félagsheimilið lyr i 1 skemmtanahaldið
og rætt við oddvita Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði. En þá kem-
ur í Ijós að leigan fyrir húsið er það há að þeim félögum fannst
vandséð að skemmtunin mundi standa undir sér. Þessi mál eru
rædd við oddvitann en hann er ófáanlegur til að lækka leiguna
sem átti að vera ákveðinn hluti af aðgangeyri.
Ekki vildu þeir félagar una þessari niðurstöðu og fóru þeir
Skúli Alexandersson Kjós og undirritaður, með lista um sveitina
þar sem skorað var á oddvita að halda sveitafund um rnálið.
Þessi háttur var algjört einsdæmi að tveir strákar varla komnir af
barnsaldri væru með svona upphlaup við löglega kjörin og
virðuleg yfirvöld. Þó munu þá hafa verið til nýlega samþykkt lög
sem skylduðu sveitarstjórnir til að boða til fundar ef nægilega
margir kosningabærir menn færu fram á það. Undirtektirnar
voru góðar og listinn sendur til oddvitans. Tæplega bjuggust
þeir félagar við jákvæðum undirtektum. En svo kemur fundar-
boð, þar sem oddviti boðar til fundar í Arnesi, samkvæmt ósk
hóps kjósenda í hreppnum. Ef til vill var þetta í fyrsta skipti er
reyndi á þessi lög í landinu og er það vissulega sveitarstjórninni
til sóma þó varla hafi mönnum verið það ljúft að hlaupa eftir
duttlungum strákanna.
Fundurinn var svo haldinn og mjög fjölmennur. Þar var hart
deilt og þóttu strákarnir standa sig vonum framar, en ekki var
frítt við að þeir þættu nokkuð ósvífnir sem afsaka verður með
æsku þeirra og ákafa.
96