Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 102
Kjartan Guðmundsson frá Naustvík tekur við Reykjarfirðinum
er þau Sigríður og Pétur eru farin. Kjartan býr þar svo fram í
mars 1954, en þá tekur Guðfinna Guðmundsdóttir úr Naustvík
við jörðinni og er þar bóndi í 43 ár.
Til bráðabirgða flytja þau að Finnbogastöðum til sonar síns
Jóhannesar, er þá er orðinn þar skólastjóri við barnaskólann á
Finnbogastöðum. Ekki munu þau hafa unað sér vel í athafna-
leysi enda öllu öðru vön. Um haustið er svo ákveðið að þau flyti
suður á Hellissand, en þá var ég orðinn þar kaupfélagsstjóri.
A haustdögum er svo innbúinu pakkað saman á ný, borið um
borð í trilluna á Finnbogastöðum og haldið til Norðurfjarðar
þar sem Skjaldbreiðin liggur við festar. Farangri og trillunni
kornið um borð. Akkerin eru dregin upp og stefnan tekin út
Norðurfjörðinn, Reykjaneshyrnan á hægri hönd, Krossnesið á
þá vinstri. Kiossnes, Fell og Munaðarnes koma í ljós og Ofeigs-
fjarðarflóin opnast. Allt er þetta þeim gjörkunnugt. Ófeigsfjörð-
urinn þar sem Pétur var húsmaður um tíma og átti 60 fjár á fóðr-
um ungur og ókvæntur. Þar gekk hann um borð í hákarlaskipið
Ófeig til að sækja björg í bú út á kaldann og úfinn Húnaflóann.
Drangavíkin kemur í ljós þar sem hann er fæddur og er fluttur
tveggja vetra móðurlaus að Dröngum. Drangaskörðin, þessi stór-
brotna náttúrusmíð, blasa við á vinstri hönd. Þar átti Pétur ótal
ferðir á öllum árstímum í blíðu og stríðu og svo blasa Drangar
við þar sem Pétur átti sína æsku, alinn upp undir handaijaðri
Guðmundar Péturssonar fóstra síns sem hann mat svo mikils og
vitnaði svo oft í. Eyjar, víkur og vogar, hver staður með sínar
minningar. Svo opnast Bjarnarfjörðurinn, þar tókst honum einn
kaldan vetrardag að krafla sig til lands úr snjóflóði. Þúfurnar og
Randafjallið og svo Skjaldabjarnarvíkin sem hann hafði einu
sinni átt að hálfu og verið svo leiguliði í 13 erfið en reynslurík
ár.
Geirhólmsnúpurinn, þetta sérstaka og vinalega fjall, sem virð-
ist standa þarna bara til að þóknast einhverjum. Þar barðist
hann fýrir lífi sínu á smáskektu í ofsaveðri ásamt Bergi hinum
trúa og trygga. Svo kemur Sigluvíkin í ljós og Reykjafjörður, þar
bjuggu enn nágrannarnir sem reyndust svo vel, Þarlátursfjörður,
Furufjörður, hversu oft var ekki þessi leið farin á árabátum og
100