Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 121
unnið, fjórir Lionsmenn og þrír Bjarnfirðingar, ásamt skóla-
börnum við Klúkuskóla. Síðasta kvölclið vorum við Sveinn tveir
eftir við frágang og snyrtingu. Það voru tveir þreyttir en sælir
menn, sem gengu inn til kvöldverðar, sem nokkuð hafði verið
beðið með. Það hlýjaði mér um hjartaræturnar, nokkrum árum
seinna, er Sveinn sagði frá hleðslustarfi sínu í viðtali í sjónvarpi,
að hann taldi hleðslu Gvendarlaugar eitt af þrem áhugaverðustu
verkunum, sem hann hefði unnið.
Fjölmiðlar höfðu gert þó nokkuð úr þessu framtaki og varð
þess strax vart að fólk vildi koma og skoða, jafnvel meðan á
hleðslu sðtóð, en Sveinn hófst handa 11. september 1990. Þann
30. september boðaði svo sýslumaður komu forseta Islands, Vig-
dísar Finnbogadóttur með fylgdarliði, kirkju- og dómsmálaráð-
herra, Ola Þ. Guðbjartssyni og frú, biskupi Islands, hr. Olafi
Skúlasyni og frú og sóknarnefndarformanni Staðarkirkjusóknar.
Kom hópur þessi gagngert til að skoða hversu tekist hefði til um
upphleðslu laugarinnar. Leyfði ég mér að taka svo til orða er ég
kynnti frú Vigdísi Finnbogadóttur verkið, að þessi laug væri í
engu eftirbátur Snorralaugar í Reykholti, en hefði það framyfir
að hér sætu menn í hægindi og að vatnið væri vígt og talið geta
valdið heilun þeirra er notuðu það. Það var mér á vissan hátt há-
tindur þess að koma að þessu starfi, er Forseti Islands dýfði
hönd í laugina og rauð vatni hennar á augu sín. Síðan hefir mik-
ið vatn runnið til sjávar og margir skoðað Gvendarlaug. Meðal
merkra gesta er hr. Olafur Ragnar Grímsson forseti Islands, er
kom þar við á ferð sinni um Strandasýslu nú í sumar, árið 2000.
Voru það góð lok 20. aldar frá Kristsburði fyrir Gvendarlaug og
minningu Guðmundar góða biskups. Þessa „Franz af Assisí“ okk-
ar Islendinga.
A níunda degi septembermánaðar, árið 2000
Sigurður H. Þorsteinsson
Fyrrum skólastjóri Klúkuskóla
119