Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 123
þröng sem orðin var. Allir verkfærir menn á bænum tóku þátt í
hvalskurðinum þarna úti á ísnum. Eftir í bænum voru ekki
nema konur og börn. Allir aðrir kepptust við að vinna hvalina,
sjálfum sér og öðrum til bjargar.
En ekki gat Soffía um nafn þess bónda sem þá bjó á Kambi og
ekki heldur hvaða ár þetta var. En í minningaþætti Guðmundar
Péturssonar í Ofeigsfirði, sem hann skrifaði á gamals aldri og
birtist í sögu Ófeigsfjarðarættarinnar, segir hann að Kambshval-
irnir hafi komið veturinn 1866. Er þessi minningaþáttur Guð-
mundar Péturssonar hrein gullnáma um lifnaðarhætti hér í Ar-
neshreppi á þeirri tíð og skýr heimild, svo langt sem hún nær.
Nefni ég þar til nöfn á öllum sjóbúðum á Gjögri, skipum sem
þaðan gengu til hákarlaveiða, hveijir voru eigendur verbúðanna
og hverjir voru formenn þeirra skipa sem þaðan gengu.
Af þeim gögnum og bókinni Strandamönnum eftir séra Jón
Guðnason, prest og sagnfræðing, sést að þá hefur búið á Kambi
Tómas Tómasson, fæddur 24. des. 1827, dáinn 10. júní 1905.
Tómas var fæddur á Barmi í Gufudalssveit. Hann var bóndi á
Kambi frá 1860 til 1867. Elyst þá að Byrgisvík en svo á Seljanes.
Fluttist þaðan vestur í Grunnavík í N-ísafjarðarsýslu. Kona hans
var Hólmfríður (hin hárfagra) Guðmundsdóttir Jónssonar frá
Kjörvogi, síðar í Ingólfsfirði. Börn þeirra Tómasar og Hólmfríð-
ar voru: Jón, var á Skjaldfönn í N-ísafjarðarsýslu 1880, Sveinn d.
1884, þá vinnumaður í Barðsvík, Ragnheiður, var í Furufirði
1901, Guðrún, Elísabet bústýra í Görðum í Aðalvík og Helga
húsfreyja á Kópnesi á Hólmavík.
Þó þessi upptalning á börnum Tómasar á Kambi, koma ekki
þessari frásögn beint við, fannst mér rétt að hafa hana hér með.
En af því sem skráð er í Strandamönnum sérajóns Guðnasonar,
má ráða, að Tómas hafi verið í betri bænda röð og manndóms-
maður.
Vík ég þá aftur að því sem frá var liorfið, er allir verkfærir
menn voru samankomnir úti á ísnum að vinna hvalina til bjarg-
ræðis. Að fengnu ártali er þessi atburður gerðist, sést af sömu
gögnurn og áður er vitnað til, að Soffía móðursystir mín hefur
verið 13 ára þegar þessir atburðir gerðust.
Fólkið á Kambi bjó uppi á loftinu, en undir var geimur þar
121