Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 124
sem ýmislegt var haft í geymslu. Lágt var undir loft í baðstof-
unni.
Nú heyra þeir sem í bænum voru traðk úti fyrir og kemur þar
að að bæjardyrum er hrint upp nreð bauki og braki. Þykjast þeir
sem í bænum voru vita að einhver óvættur sé þar á ferð og greip
um sig ótti að bjarndýr rnuni hafa brotist inn í bæinn. Tóku þeir
sem inni voru það til bragðs að hafa sem hljóðast og forðast að
láta dýr þetta vita af sér. Heyrir fólkið más og hask þar niðri og
svo stórt var dýr þetta að gólffjalirnar í baðstofuloftmu lyftust
upp. Varð þeim þá ekki um sel og óttuðust að dýrið yrði þeirra
vart og myndi brjóta upp loftið.
Gengur á þessu nokkurn tíma og voru þeir sem í loftinu voru
með lífið í lúkunum um hver yrðu afdrif þess ef dýrið yrði þeirra
vart. En að nokkrum tíma liðnum, sem þeim fannst heil eilífð,
þokaðist dýrið út aftur sömu leið og það hafði komið. Hvarf það
svo án þess að bafa gert mein, óskunda eða valdið tjóni á þeim
sem biðu í ofvæni um hvað um það yrði.
En varla þorðu þeir sem í bænum voru að forvitnast um dýr
þetta, hvert það fór og hvaðan það hefði komið. Fór fólkið snrátt
og smátt að jafna sig eftir óttann sem það varð að líða meðan
dýrið var að brölta um niðri. Ekki var slóð dýrsins rakin sama
daginn enda líklega orðið áliðið dags þegar þeir sem að hval-
skurðinum unnu komu. Og önnur merki unr komu dýrsins sáust
ekki önnur en rask á munum og hlutum þar niðri.
Sennilega hefur hér verið um bjarndýr að ræða, sem gengið
hefur á fand en síðan lagt leið sína út á ísinn aftur, því hvergi
varð þess vart annars staðar svo vitað væri, eða sagnir gengu að.
Einhvern veginn fannst mér á Soffíu að hún teldi þetta ekki hafa
verið bjarndýr, heldur eitthvert annað sjávarskrímsli. En af þeim
atburðum sem hér eru greindir, eftir sögn móðursystur rninnar,
er varla hægt að hugsa sér annað en að þar hafi bjarndýr verið
á ferð og lagt leið sína heim að bænum.
Ekki verður heldur gerð hér tilraun til að lýsa hveiju fargi var
létt af þeim sem í bænum voru, þegar þessi óvættur hélt á brott
án þess að hafa gert þeim sem þarna biðu í ofVæni hveijar yrðu
tiltektir hins óboðna gests. Mátti segja að þeir slyppu vel, því lít-
ið hefði orðið urn varnir ef dýrið hefði haft vit á að góð bráð biði
122