Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 127

Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 127
Eins og svo oft vill verða hjá ungum mönnum, gleymast oft smá- atriðin og í þessu tilfelli var smáatriðið „nesti“. Við höfðum skóflur og vorum annars ágætlega gallaðir. Þegar við komum norður að Brúará byrjuðu erfiðleikarnir. Mikill snjór var og við festum bílana hvað eftir annað. Leiðinda veður var á, kominn norðaustan garri og kalsa veður. Þarna vor- um við að moka okkur áfram í marga klukkutíma og orðnir gegnblautir og kaldir. Þegar við komumst norður fyrir Kolbeins- víkurhraun gátum við einfaldlega ekki meira. Vorum við þá bún- ir að vera u.þ.b. átta klst. frá því við fórum frá Hólmavík. Þar sem við félagarnir sátum þarna í bílnum mínum, kallaði ég gegnum talstöðina, sem var langbylgjustöð, á Finnbogastaði. Ég lét vita gegnurn stöðina hvar við værum og að við ætluðum að freista þess að komast fótgangandi til byggða. Því næst yfirgáfum við bílana og gengum af stað út í nátt- myrkrið, 6 vindstig og 5° frost. Þegar við komumst við illan leik upp í miðjan Veiðileysuháls, um miðja nótt, gafst ég upp á göng- unni og reiknaði með því að dagar mínir væru taldir. Við ákváð- um að snúa við og reyna að komast í skjól. Neðarlega í Hálsin- um var bíll sem Hjalti Guðmundsson bóndi í Bæ átti. Við kom- um bílnum í gang og fengum í okkur langþráðan hita og gátum hvílt okkur smávegis. Þess má geta að Hjalti hafði gleymt í bíln- um nokkrum banönum sem við átum, en þeir voru beinfreðnir. Ég hafði aldrei verið fyrir banana en þessa át ég og smökkuðust þeir vel. Þökk sé Hjalta í Bæ. I birtingu daginn eftir, gerðum við okkur grein fyrir því að við höfðurn farið allt of hátt fyrir ofan veginn um nóttina, þannig að ákvörðun okkar um nóttina að snúa við, var rétt. Við lögðum aftur af stað fótgangandi og gátum við nú fylgt veginum. Þegar við komum yfir í Kúvíkurdal, hittum við Kalla í Djúpuvík, Karl Hallbertsson, sem hafði lagt af stað frá Djúpuvík til móts við okkur með smáatriðið sem gleymdist, þegar við fór- um frá Hólmavík deginum áður. Hann hafði sem sagt með sér mikið og gott nesti og heitt kaffi sem við gerðurn góð skil. Kalli kom sömuleiðis með þær fréttir að Lýður bróðir sinn frá Djúpu- vík hefði farið á báti inn í Veiðilcysuíjörð að leita að okkur. Við komumst til Djúpuvíkur og gisti ég hjá Elíasi Magnússyni 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.