Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 130

Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 130
Stundum kom það fyrir, að náttúran gerðist full aðgangshörð við menn og skepnur, svo nútímamenn undrast stórlega, hvern- ig hægt var að þrauka af slíka vetur. Það var þegar „Landsins forni fjandi“ kom í heimsókn og setti sínar köldu krumlur á all- ar lifandi verur og hneppti allt í frosnar helgreipar sínar. Á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu voru köld ár fyrir Norðurlandi og ísalög tíð vetur eftir vetur. Flest árin kom ís og varð landfastur um lengri eða skemmri tíma. Heimildir segja frá mörgum slæmum árum sem riðið hafa yfir Strandamenn, sem byrjuðu með frostavetrinum mikla 1881-82 og næstu árin á eftir virtist svo, að það væri frekar regla en undantekning að ís yrði landfastur við Strandir. Þetta hafís- skeið virðist hafa verið viðvarandi allt fram yfir 1920, en þá fer að draga úr því og ís kemur sjaldnar, hann nær yfir takmarkaðra svæði en áður og stendur skemur við, en hann hefur þó alltaf minnt á sig á hverju ári með einhveijum hætti. Nokkrum sinn- um síðan hefur komið hafís og orðið landfastur stuttan tíma á Hornströndum og nágrenni. Hafískoma var alltaf óhugnanlegur atburður fyrir Stranda- menn, sérstaklega, ef sumarið á undan hafði verið votviðrasamt og hey voru lítil og hrakin, þá gat verið vá fyrir dyrum hjá bú- endum, því þá tók fyrir fjörubeitina, sem var þeim svo mikilvæg. Fylgifiskar íssins voru margs konar. Frostharkan jókst að mikl- um mun og norðlægar áttir urðu stöðugar og þeim fylgdi oft mikil úrkoma með frosti. Strax og ísinn er orðinn landfastur byrjar hann að frjósa saman og verður fljótlega ein samfelld ís- hella. ísinn hefur að sjálfsögðu flutt með sér refmn og ekki ósjald- an flytur hann líka með sér hvítabirni, sem heimamönnum á þessum slóðum stendur mikil ógn af og til eru allmargar sögur af hvítabjarnarkomum og viðureign Strandamanna við þá. Sein- asta bjarndýrið var unnið í Drangavík á þriðja áratug tuttugustu aldar. Þá bjuggu þar Guðmundur Guðbrandsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum. Hafísinn flutti hingað fleira en ísbirni og refi. Stundum kom það fyrir að hvalir króuðust inni í vökurn, svo að þeir voru auð- veiðanlegir fyrir bændurna, en svo herma heimildir. Ekki má 128
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.