Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 130
Stundum kom það fyrir, að náttúran gerðist full aðgangshörð
við menn og skepnur, svo nútímamenn undrast stórlega, hvern-
ig hægt var að þrauka af slíka vetur. Það var þegar „Landsins
forni fjandi“ kom í heimsókn og setti sínar köldu krumlur á all-
ar lifandi verur og hneppti allt í frosnar helgreipar sínar.
Á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu
voru köld ár fyrir Norðurlandi og ísalög tíð vetur eftir vetur.
Flest árin kom ís og varð landfastur um lengri eða skemmri
tíma. Heimildir segja frá mörgum slæmum árum sem riðið hafa
yfir Strandamenn, sem byrjuðu með frostavetrinum mikla
1881-82 og næstu árin á eftir virtist svo, að það væri frekar regla
en undantekning að ís yrði landfastur við Strandir. Þetta hafís-
skeið virðist hafa verið viðvarandi allt fram yfir 1920, en þá fer
að draga úr því og ís kemur sjaldnar, hann nær yfir takmarkaðra
svæði en áður og stendur skemur við, en hann hefur þó alltaf
minnt á sig á hverju ári með einhveijum hætti. Nokkrum sinn-
um síðan hefur komið hafís og orðið landfastur stuttan tíma á
Hornströndum og nágrenni.
Hafískoma var alltaf óhugnanlegur atburður fyrir Stranda-
menn, sérstaklega, ef sumarið á undan hafði verið votviðrasamt
og hey voru lítil og hrakin, þá gat verið vá fyrir dyrum hjá bú-
endum, því þá tók fyrir fjörubeitina, sem var þeim svo mikilvæg.
Fylgifiskar íssins voru margs konar. Frostharkan jókst að mikl-
um mun og norðlægar áttir urðu stöðugar og þeim fylgdi oft
mikil úrkoma með frosti. Strax og ísinn er orðinn landfastur
byrjar hann að frjósa saman og verður fljótlega ein samfelld ís-
hella.
ísinn hefur að sjálfsögðu flutt með sér refmn og ekki ósjald-
an flytur hann líka með sér hvítabirni, sem heimamönnum á
þessum slóðum stendur mikil ógn af og til eru allmargar sögur
af hvítabjarnarkomum og viðureign Strandamanna við þá. Sein-
asta bjarndýrið var unnið í Drangavík á þriðja áratug tuttugustu
aldar. Þá bjuggu þar Guðmundur Guðbrandsson og Ingibjörg
Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum.
Hafísinn flutti hingað fleira en ísbirni og refi. Stundum kom
það fyrir að hvalir króuðust inni í vökurn, svo að þeir voru auð-
veiðanlegir fyrir bændurna, en svo herma heimildir. Ekki má
128