Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 132
eru mikil og góð fæða fyrir dýr og fugla. Mest bar á æðarfugli og
mávum. Refurinn var einnig tíður gestur í fjörunni, þangað sótti
hann sína fæðu, þegar annað betra fékkst ekki. Já, Ijaran bjó
yfir alls konar hlunnindum fyrir bóndann og hans fólk og fén-
að.
Fjaran var líka leikvangur okkar barnanna, þegar snæþekjan
lagðist yfir holt og móa svo hvergi sást í dökkan díl, svo þar var
ekki eftir miklu að slægjast, en skerin komu alltaf upp úr við
fjöruna og þar var alltaf eitthvað skemmtilegt að finna, sem okk-
ur börnunum fannst mikill fengur í, t.d. skeljar, kuðungar,
krabbadýr eða eitthvað sem var nýrekið af hafi og nýstárlegt.
Þarna bar margt að landi frá hafinu, eins og sérkennilegar
flöskur eða dósir í fallegum litum sem voru einhvers konar send-
ing til okkar frá umheiminum, sem við þekktum harla lítið. Þess-
ir smáhlutir vöktu forvitni okkar um þá sem sigldu um úthöfm
en við sáum aldrei. Hlutirnir sem við fundum í fjörinni sögðu
okkur svolitla sögu um þá.
Einn morguninn þegar við vöknuðum fannst okkur allt öðru
vísi en vant var. Brimhljóðið sem alltaf lék í eyrum okkar daglega
heyrðist ekki lengur. Allt var svo undarlega hljótt. Hvað hafði
komið fýrir?
Þegar faðir okkar kom inn frá morgunverkunum sagði hann
okkur þau tíðindi, að ís fýllti nú allar víkur og voga og hvergi sæ-
ist í auðan sjó. Eg sá að honum var mikið niðii fýrir. Þetta voru
mikil tíðindi og ill. Það gat boðað vá fýrir menn og skepnur.
Hvað skyldi hann standa lengi við? Margar harmsögur gengu
rneðal fólksins um hörmulegar afleiðingar hafískomu.
Þessi tíðindi vöktu foi vitni okkar. Eg held varla að við krakk-
arnir höfum gert okkur grein fýrir alvöru málsins, en það vakti
að minnsta kosti foi vitni okkar, svo við tíndum snarlega á okkur
allar þær flíkur sem við áttum til, því frostið var óvenjulega mik-
ið, og þutum út til að sjá þessi undur.
Þegar við komum út á hlaðið, blasti við okkur óvenjuleg sjón,
sem seint gleymist og kom okkur algerlega í opna skjöldu. Haf-
ið, skerin, biimið og allt sem venjulega var á sínum stað, var nú
horfið og í staðinn komin endalaus röð af alla vega löguðum
ísjökum svo langt sem augað eygði. Þó var það þögnin sem mest
130