Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 136
laus og hungraður. Af þeim sökum getur hann verið hættulegur
mönnum og skepnum. Þess vegna verðum við að fara með fullri
gát og fara ekki langt frá bænum og líta vel í kringum sig.
En hvað er til ráða, ef hann kemur að bænum okkar? Hvern-
ig gátum við varist svo stóru og sterku dýri? Það er eðlilegt að svo
sé spurt, því það setur ugg að mönnum, þó einkum börnunum.
Það er ekki lengur hægt að fara út úr bænum án áhættu.
A bænum var til ein haglabyssa, sem ætluð var til að veiða tóf-
ur, seli eða fugla, en á svona stóru dýri og sterku eins og hvíta-
birni var hún ekki örugg, nema vera í góðri vígstöðu og að hafa
gott tækifæri til að endurhlaða byssuna. Ef eitthvað mistókst var
ekki víst hvernig sá leikurinn endaði. Guðmundur í Drangavík
banaði bjarndýri með haglabyssu. Mig minnir, að það hafi ekki
verið fullvaxið dýr.
Næstu daga var lítið farið út og það var í okkur geigur við
hinn ókunna gest. Þó var kindunum hleypt út að læk til að
brynna þeim, en þaran var þeim lokuð. Hestunum var líka
hleypt út og reyndu þeir að krafsa sig niður á efstu þúfukollana
til að vita hvort þar væri ekki einhver smá sinustrá að finna. Nú
var ísinn orðinn mikið samfrosinn og hreyfðist lítið. Þessa fáu
daga sem ísinn er búinn að vera hefur ekki sést nokkur kvik
skepna. Allt er dautt eins og í helheimum. Jafnvel refurinn valdi
sér lífVænlegri stað.
Okkur var sagt, að ef snjóaði og frostið héldi áfram, yrði hægt
að fara yfir firði og flóa og stytta sér leið milli bæjanna. Það hafði
oft gerst á ísaárum og var það haft eftir eldri kynslóðinni.
Það gerðist svo einn daginn, að hestarnir komu hlaupandi
lreim að húsunum og að sjálfsögðu með forystuhestinn, Lýsu í
fararbroddi. Það var ekki sjón að sjá hestana. Þeir voru mjög
órólegir og titruðu og skulfu. Faðir okkar kom með þá skýringu,
að þeir skynjuðu einhverja hættu. Þeir eru mjög lyktnæmir og
fmna lykt af rándýrum í marga kílómetra fjarlægð. Hestarnir
voru látnir í hús og þeim gefm auka heytugga.
Þessi válegu tíðindi urðu ekki til að bæta líðan okkar. Það var
eitthvað þarna lit á þessari þöglu ísbreiðu sem var hættulegt og
gæti nálgast heimili okkar, þegar minnst varði. Við vorum í
134