Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 137
hættu. Ég sá að faðir minn var mjög áhyggjufullur og gekk sér-
staklega vel frá öllum gripahúsum.
Þessi nótt, sem fór í hönd var óvenjulega dimm og drungaleg
og ég átti erfítt með svefn. Þögnin var alger, og ískrið og marrið
í íshellunni gerði nóttina ennþá geigvænlegri. Hvað gerðist, ef
hvítabjörn kæmi að bænum okkar? Þeirri hugsun var erfitt að
bægja frá sér. Draumarnir voru erfiðir þessar nætur. Mér fannst
hvítabjörninn vera að koma upp um loftsgatið í baðstofunni og
teygja hausinn í áttina til mín, svo að ég hrökk upp með andfæl-
um. Því fæst ekki með orðum lýst, hvað ég varð feginn, að það
var bróðir minn sem var við hliðina á mér, en ekki einhver
ófreskja, svo að ég sannfærðist um, að þetta var bara draumur.
Ég held að marga hafi dreymt illa þessa dagana, þó þeir segðu
ekki frá því. Ég sá það á foreldrum mínum, að þeim leist ekki á
blikuna, ef ísinn yrði til langframa.
Ég veit ekki hversu margar vikur þessi vágestur þjakaði okkar
heimili, en ísinn fór með sama hætti og hann kom. Einn morg-
uninn þegar faðir okkar kom frá því að sinna skepnunum, sagði
hann okkur þær gleðifréttir, að ísinn væri horfinn, nema á skerj-
um og boðum og ekki sæist urmull af honum á sjónum fyrir
utan víkina. Við vorum ekki lengi að taka við okkur og kanna
þetta nánar. Jú, nú var sjórinn orðinn auður og fijáls, nema á
skerjum og flúrum sátu eftirlegukindurnar, smájakar í fjörum og
grynningum. Brimið hamaðist við kletta og sker eins og það
hafði ævinlega gert. Þetta var mikið gleðiefni fyrir okkur bræð-
urna, því nú höfðum við endurheimt fjöruna okkar aftur, svo við
hröðuðum okkur niðureftir. En við urðum fyrir miklum von-
brigðum. Fjaran var ekki sú fjara, sem hvarf undir ísinn fyrir
nokkrum vikum. Hún hafði látið mikið á sjá. Blöð þaraþöngl-
anna blöktu ekki lengur í öldutoppunum við skerin. Fjörustein-
arnir voru auðir og gróðurvana. Kuðungar og skeljar voru
horfnar, líklega brotnar mélinu smærra. En nú var sjórinn tær
og hreinn og sást vel í gráan, líflausan sjávarbotninn. Hafísinn
hafði hreinsað allt líf af steinum og skeijum og drepið alla skel-
dýrafánuna eins og hún lagði sig. Við reikuðum milli jakanna í
fjörunni, sem var eins og borg sem hafði orðið fýrir sprengju-
f 35