Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 137

Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 137
hættu. Ég sá að faðir minn var mjög áhyggjufullur og gekk sér- staklega vel frá öllum gripahúsum. Þessi nótt, sem fór í hönd var óvenjulega dimm og drungaleg og ég átti erfítt með svefn. Þögnin var alger, og ískrið og marrið í íshellunni gerði nóttina ennþá geigvænlegri. Hvað gerðist, ef hvítabjörn kæmi að bænum okkar? Þeirri hugsun var erfitt að bægja frá sér. Draumarnir voru erfiðir þessar nætur. Mér fannst hvítabjörninn vera að koma upp um loftsgatið í baðstofunni og teygja hausinn í áttina til mín, svo að ég hrökk upp með andfæl- um. Því fæst ekki með orðum lýst, hvað ég varð feginn, að það var bróðir minn sem var við hliðina á mér, en ekki einhver ófreskja, svo að ég sannfærðist um, að þetta var bara draumur. Ég held að marga hafi dreymt illa þessa dagana, þó þeir segðu ekki frá því. Ég sá það á foreldrum mínum, að þeim leist ekki á blikuna, ef ísinn yrði til langframa. Ég veit ekki hversu margar vikur þessi vágestur þjakaði okkar heimili, en ísinn fór með sama hætti og hann kom. Einn morg- uninn þegar faðir okkar kom frá því að sinna skepnunum, sagði hann okkur þær gleðifréttir, að ísinn væri horfinn, nema á skerj- um og boðum og ekki sæist urmull af honum á sjónum fyrir utan víkina. Við vorum ekki lengi að taka við okkur og kanna þetta nánar. Jú, nú var sjórinn orðinn auður og fijáls, nema á skerjum og flúrum sátu eftirlegukindurnar, smájakar í fjörum og grynningum. Brimið hamaðist við kletta og sker eins og það hafði ævinlega gert. Þetta var mikið gleðiefni fyrir okkur bræð- urna, því nú höfðum við endurheimt fjöruna okkar aftur, svo við hröðuðum okkur niðureftir. En við urðum fyrir miklum von- brigðum. Fjaran var ekki sú fjara, sem hvarf undir ísinn fyrir nokkrum vikum. Hún hafði látið mikið á sjá. Blöð þaraþöngl- anna blöktu ekki lengur í öldutoppunum við skerin. Fjörustein- arnir voru auðir og gróðurvana. Kuðungar og skeljar voru horfnar, líklega brotnar mélinu smærra. En nú var sjórinn tær og hreinn og sást vel í gráan, líflausan sjávarbotninn. Hafísinn hafði hreinsað allt líf af steinum og skeijum og drepið alla skel- dýrafánuna eins og hún lagði sig. Við reikuðum milli jakanna í fjörunni, sem var eins og borg sem hafði orðið fýrir sprengju- f 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.