Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 14

Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 14
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR: SVEFNHERBERGIÐ Sú staðreynd, að við eyðum einum þriðja hluta ævi okkar í rúminu, virðist ekki vera öllum eins ljós og æskilegt væri, a. nr. k. ef dænra nrá eftir híbýlum manna Irér á landi. Það er ekki óalgengt að sjá tveggja og þriggja herbergja íbúðir, þar sem svefnherbergi er ekki til. Megináherzla virð- ist lögð á það að hreiðra senr bezt unr sig hina tvo þriðju hlutana, og því yfirsést mörgum, að líkam- leg og andleg velferð einstaklingsins veltur að nriklu leyti á næturhvíld lrans. Það er algengt að sjá hús og íbúðir, þar sem önnur atriði virðast lögð til grundvallar húsa- teikningunni en þarfir einstaklinganna í fjöl- skyldunni og tala þeirra. Því miður er svo að sjá sem marsíar íbúðir séu aðallera miðaðar við skemmtanaþörf manna. Eftirlætisröksemd lrúsa- braskaranna, þegar þeir eru að pranga vöru sinni upp á hrekklausan almúgann, er að „hér sé sko flott, maður, að halda geim“. Öllum ætti að vera Ijóst, hvílík hætta stafar af þeim hugsunarhætti alls þorra rnanna, að mestu skipti að hafa sem stærst og íburðarmest „hol“ og stofur til að halda „geim“ í, en láta sér í léttu rúmi liggja, hvort nokkurs staðar er í íbúðinni hentugt afdrep til starfs og hvíldar. Það er einmitt þessi hugsunar- háttur, sem útrýmir svefnherberginu í þeirri gerð, sem það á að liafa. Allir skynsamir nrenn hljóta að hafa tekið eftir þeirri staðreynd, að í mörgum snrærri sem stærri íbúðurn Reykjavíkur er hlut- fallslega minnst rými ætlað til svefns og alltof lítil áherzla lögð á að gera svefnherbergið senr lrezt úr garði. Híbýli manna hafa tekið miklum breytingum á síðustu öld, en svefnlrerbergið hefur þó breytzt tiltölulega minnst, vegna lrins einfalda hlutverks, sem það á að gegna. Það nrætti næstum segja, að eina verulega breytingin á því sé sú, að „servant- urinn“ alkunni, ásanrt tilheyrandi „vaskastelli", er úr sögunni og næturgagnið hefur verið tekið úr uinferð. Baðherbergið er konrið í staðinn. Ung hjón ættu ekki að stofna svo til heimilis að hafa t. d. tvær stofur og ekkert svefnherbergi. Það er sök sér, á meðan þau eru barnlaus, en hætt er við að örðugt verði að finna stað fyrir lrinn nýja meðlim fjölskyldunnar, sem að jafnaði kem- ur í kjölfar giftingarinnar. í fljótu bragði getur svefnsófinn virzt hentugt húsgagn, en þeir, sem hafa orðið fyrir því böli að þurfa að búa um sig með miklu umstangi og tilfæringum kvölds og; rnorgna, munu eiga þá ósk heitasta, að hátta í uppbúið og óvelkt rúm að kvöldi. Svefnsófinn er þó að ýmsu leyti þægilegur fyrir einhleypinga, sem lítið húsrými hafa. Að sjálfsögðu verða mörg ung hjón að sætta sig við það, sakir fátæktar eða húsnæðisleysis, að búa með börn í einu herbergi og verður þá að haga húsgagnaskipan í samræmi við það eftir því sem kringumstæður leyfa, en um slíkt er vitanlega engar reglur hægt að setja. Ég mun nú víkja að nokkrum grundvallarat- riðum varðandi útbúnað svefnherbergja. Svefnherbergið er, eins og allir vita, einkum ætlað til hvíldar, og ber að velja því stað í íbúð. inni samkvæmt því. Það þarf að vera einangrað sem bezt frá þeim herbergjum, sem ætluð eru til 50 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.