Morgunblaðið - 10.08.2021, Side 2

Morgunblaðið - 10.08.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjallahjólreiðamótið Morgunblaðs- hringurinn fór fram í gærkvöldi og fóru Ingvar Ómarsson og Þór- dís Björk Georgsdóttir með sigur af hólmi. Alls voru þátttakendur 42 í tíu flokkum og urðu þau fyrr- nefndu fyrst í mark í Elite- flokkum karla og kvenna. Ingvar er enginn nýgræðingur í Morgunblaðshringnum; hefur unn- ið keppnina sjö sinnum á tólf ár- um og ætlar að halda því áfram næstu ár. „Ég er ómeiddur, það er aðal- lega smá grasgræna á mér,“ sagði Ingvar þegar Morgunblaðið náði tali af honum rétt eftir að hann kom í mark. Hann hafði dottið í runna en lét það ekki stoppa sig frá gullinu. „Þetta var sem betur fer mjúk lending,“ sagði hann. Þórdís Björk Georgsdóttir, sig- urvegari Elite-flokks kvenna, sagðist hress eftir verðlauna- afhendinguna en hún keppti fyrir hönd Brettafélags Hafnarfjarðar. „Þetta var bara mjög gaman, skemmtilegt fólk, falleg leið. Bara mjög gaman.“ Erfiðasti hjallinn að hennar sögn var upp brekk- urnar en brekkurnar niður í móti „töluvert skemmtilegri“. ari@mbl.is Fjallahjólreiðamótið Morgunblaðshringurinn fór fram í góðu veðri í gær Hjólað um Hádegis- móana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólað Hringurinn er um Rauðavatn og skrifstofur Morgunblaðsins og mbl.is. Ingvar Ómarsson og Þórdís Björk Georgsdóttir fóru með sigur af hólmi. Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræð- ingur telur að ekki hafi myndast nýtt op við eldgosið í Geldingadöl- um. Fréttir bárust af nýju opi og mögulega nýjum gíg í gær en Þor- valdur telur að um útskot sé að ræða en það sjáist á myndum dróna sem teknar voru í gær. „Það bendir allt til að þetta sé útskot frá gígnum, það er engin breyting á því,“ segir Þorvaldur og nefnir að talsverð virkni sé nú í gosinu. „Virknin er á svipuðu rófi og hún hefur verið. Það eru stutt göt inn á milli þar sem lítið sem ekkert er að gerast, svipað eins og hefur verið.“ Þorvaldur segir að hraunið bein- ist nú meira í átt að Geldingadölum en áður var. „Hluti af hrauntaumn- um fer nú í Geldingadali og jafnvel í áttina að syðri Meradölum. Hvort það verður varanleg þróun eða ekki er kannski stóra spurningin.“ Hraun hefur ekki runnið í Nátt- haga í meira en mánuð en Þorvaldur segir að það eigi ábyggilega eftir að breytast. „Þetta er bara tímabundið. Gosið beinir spjótum sínum í ákveðnar áttir á ákveðnum tímum og svo breytist það.“ Ekki enn gosið neðansjávar Um helgina bárust fregnir af bólstrum yfir hafinu vestur af Krýsuvíkurbergi. Að sögn Þorvald- ar er ekki um neðansjávareldgos heldur líklega skýjabólstra að ræða. „Við megum þó ekki gleyma því að það er virkur úthafshryggur þarna sem að meðaltali gýs tvisvar á öld og hann hefur ekki gosið ennþá á þessari öld svo við vitum,“ segir Þorvaldur og nefnir að hryggurinn gæti tekið upp á því hvenær sem er. „Það fer alveg eftir stærðinni á gosinu hvort við vitum af því; ef það er lítið þá myndum við sennilega ekki taka eftir því fyrr en við færum út og færum að kortleggja hrygginn aftur. En ef það er sæmilega stórt þá gæti það sést ofansjávar,“ segir Þorvaldur og bætir við að úthafs- hryggirnir séu virkustu eldsvæði jarðar. „Þar fer langmesta eldvirkni fram á yfirborði jarðar, þó svo að við sjáum það aldrei.“ Ekki nýtt op uppi í Geldingadölum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraunrennsli Hraunið rennur nú meira í Geldingadali en áður. - Útskot frá gígnum - Talsverð virkni í eldgosinu - Hraunið stefnir í aðra átt en áður - Ekki enn eldgos neðansjávar heldur líklega skýjabólstrar - Úthafshryggirnir í raun virkustu eldsvæði jarðar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Átján ára frönsk stúlka lést er hún féll niður bratta hlíð við göngu í Súl- um í Stöðvarfirði í fyrradag. Konan var hluti af sjálfboðaliðahópnum Veraldarvinum sem unnið hafa sjálf- boðaliðastarf á Austurlandi í fjölda ára. Þegar tilkynning barst lögreglu um klukkan 17 voru lögregla, björg- unarsveitir, sjúkralið á Austurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar köll- uð út. Aðstæður á vettvangi voru erf- iðar. Þetta er fjórða banaslysið í sumar sem rekja má til fjallgangna og úti- vistar. Í lok maí lést karlmaður á miðjum aldri eftir að hafa lent í mikl- um straumi í Svuntufossi í Ósá í Pat- reksfirði. Hinn 15. júní lenti kona í skriðu í Flekkudal í Hvalfirði. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi tveimur dögum síðar. Þá lést kona af áverkum sínum eftir að hún slasaðist á fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals hinn 21. júní. Davíð Már Bjarnason, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, kveðst telja að þetta séu óvenju mörg banaslys af þessu tagi á skömmum tíma. „Við vitum að það er fleira fólk á ferðinni út af Covid. Það er mikill áhugi á gönguferðum og útivist en þessar tölur eru hrikaleg áminning um það að hætturnar í íslenskri náttúru geta leynst víða. Við þurfum að bera virð- ingu fyrir náttúrunni, búa okkur vel og fara varlega. Minnstu mistök geta haft hrikalegar afleiðingar.“ Fjögur banaslys hjá útivist- arfólki það sem af er sumri - Átján ára stúlka lést við göngu í Stöðvarfirði í fyrradag Morgunblaðið/Eggert Leit Björgunarsveitarmenn hafa sinnt mörgum útköllum í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.