Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Breiðablik............................... 1:3 Staðan: Valur 16 10 3 3 26:14 33 Víkingur R. 16 8 6 2 24:18 30 Breiðablik 15 9 2 4 36:19 29 KA 15 8 3 4 23:12 27 KR 16 7 5 4 25:16 26 Leiknir R. 16 6 3 7 16:19 21 FH 15 5 4 6 21:22 19 Keflavík 15 5 2 8 19:25 17 Stjarnan 16 4 4 8 19:26 16 Fylkir 16 3 7 6 18:26 16 HK 16 3 4 9 19:32 13 ÍA 16 3 3 10 17:34 12 Pepsi Max-deild kvenna Selfoss – Þróttur R................................... 2:2 Staðan: Valur 14 11 2 1 39:15 35 Breiðablik 14 10 1 3 49:21 31 Stjarnan 13 6 2 5 16:18 20 Þróttur R. 13 5 4 4 28:25 19 Selfoss 14 5 4 5 20:19 19 ÍBV 13 5 1 7 20:28 16 Þór/KA 14 3 6 5 15:21 15 Fylkir 13 3 3 7 13:30 12 Tindastóll 13 3 2 8 10:21 11 Keflavík 13 2 3 8 11:23 9 2. deild kvenna Fjölnir – Fram.......................................... 0:0 ÍR – KH..................................................... 3:2 Staðan: FHL 11 10 0 1 70:12 30 Völsungur 10 8 1 1 25:10 25 Fram 10 7 1 2 26:11 22 KH 10 7 0 3 32:11 21 Fjölnir 10 6 2 2 36:12 20 ÍR 10 5 1 4 28:23 16 Sindri 10 5 0 5 22:23 15 Hamrarnir 10 3 2 5 21:22 11 Einherji 10 2 3 5 18:19 9 Hamar 9 2 3 4 14:20 9 Álftanes 10 2 0 8 9:20 6 SR 10 1 1 8 18:31 4 KM 10 0 0 10 1:106 0 Danmörk Nordsjælland – OB .................................. 3:1 - Aron Elís Þrándarson var ekki í leik- mannahópnum hjá OB. Svíþjóð Norrköping – Kalmar ............................. 1:2 - Ísak B. Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn með Norrköp- ing en Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki í hópnum. Varberg – Sirius ...................................... 0:0 - Aron Bjarnason lék ekki með Sirius vegna meiðsla. Bandaríkin Chicago Red Stars – Orlando Pride...... 0:2 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando. New England Revolution – Philadelphia Union......................................................... 2:1 - Arnór Ingvi Traustason lék síðari hálf- leikinn með New England. DC United – CF Montréal ....................... 2:1 - Róbert Orri Þorkelsson var ónotaður varamaður hjá Montréal. >;(//24)3;( Alþjóðaíshokkísambandið, IIHF, hefur aflýst fyrstu umferð í undan- keppni kvenna fyrir Vetrarólymp- íuleikana sem halda átti í Egilshöll 26.-29. ágúst næstkomandi. Ísland var efst á heimslistanum í sínum riðli og fer því áfram í næstu umferð án þess að spila leik, en Ís- land átti að vera í riðli með Hong Kong, Búlgaríu og Litháen. Búlgaría dró sig úr keppni í byrj- un ágúst og í kjölfarið tók stjórn IIHF ákvörðun um að aflýsa mótinu. Tekið var tillit til versnandi stöðu kórónuveirufaraldursins. Ísland mætir Bretlandi, Slóveníu og Suður-Kóreu í 2. umferð. Leikið verður 7.-10. október í Suður- Kóreu. Bretland er í 16. sæti á heimslistanum, Suður-Kórea í því 19., Slóvenía í 20. og Ísland í 31. sæti. Ólympíuleikarnir fara fram 4.- 20. febrúar á næsta ári í Peking. Aflýst og Ísland áfram KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 16-liða úrslit: Extra-völlurinn: Fjölnir – ÍR....................18 Ísafjörður :Vestri – Þór .............................18 Lengjudeild karla: Ólafsvík: Víkingur – Fram ...................19:15 Domusnovav.: Kórdrengir – UMFA ...19:15 2.deild kvenna: Höfn: Sindri – Völsungur.......................... 18 Í KVÖLD! Körfuknattleiksmaðurinn stóri og stæðilegi Ragnar Nathanaelsson hefur gert samning við Stjörnuna og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Ragnar kemur til Stjörnunnar frá Haukum, en hann gat ekki komið í veg fyrir fall Haukaliðsins úr efstu deild á síð- ustu leiktíð. Miðherjinn er 208 sentímetrar og 29 ára gamall. Hann skoraði 1,7 stig og tók 3,5 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Ragnar hefur áður leikið með Hamri, Þór Þorlákshöfn, Njarðvík og Val í efstu deild hér á landi. Ragnar samdi við Stjörnuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðsmaður Ragnar Nathana- elsson er kominn til Stjörnunnar. Vinstriskyttan Björgvin Þór Hólm- geirsson mun ekki leika með hand- knattleiksliði Stjörnunnar á næst- komandi tímabili og raunar ekki með neinu öðru liði. „Kannski er ég kominn í ótíma- bundið frí eða alveg hættur. Maður á kannski aldrei að segja aldrei. Ég verð að minnsta kosti ekki með í vet- ur,“ sagði Björgvin Þór í samtali við Handbolta.is í gær. Björgvin skoraði 79 mörk í 22 leikjum með Stjörnunni í Olísdeild- inni á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í undanúrslit Íslandsmótsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hættur? Björgvin Hólmgeirsson spilar ekki á næsta tímabili. Björgvin spilar ekki í vetur stóru mótum eftir þetta ástand en ég get ekki verið neitt annað en bara mjög ánægður með þetta,“ hélt hann áfram. Það er enda langt síðan hann keppti síðast á stórmóti, heims- meistaramótinu í Dúbaí í Samein- uðu arabísku furstadæmunum, í lok nóvember árið 2019, þar sem hann bætti eigið heimsmet í rétt- stöðulyftu, sem stendur í 405,5 kílógrömmum. „Það eru að verða tvö ár síðan, það var í lok árs 2019. Svo var ég í undirbúningi fyrir mót í maí 2020 þegar öllu var lokað,“ sagði Júlían og vísaði þar vitanlega til kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hafði þau áhrif að Júlían keppti ekki á neinu stórmóti á síðasta ári og varð þess einnig valdandi að EM um helgina var frestað um nokkra mánuði. „Þetta mót sem ég keppti á hér í Tékk- landi átti að vera haldið í maí en var frestað fram í ágúst. Næsta mót er heimsmeistaramót og það er í nóvember í Noregi,“ útskýrði hann. Tilbúinn og fullur sjálfstrausts HM í kraftlyftingum fer fram í Stafangri í Noregi dagana 17.–21. nóvember næstkomandi. Júlían tel- ur að þátttakan og árangurinn á EM um helgina muni koma til með að hjálpa honum þar. „Ég held að þetta muni alveg klárlega hjálpa mér. Líka það að vera kominn í rútínuna aftur og vera búinn að dusta rykið af keppnisbúnaðinum og keppnishugarfarinu. Það skiptir einfaldlega gríðarlega miklu máli.“ Á mótinu í Pilsen um helgina gerði Júlían aðra tilraun til þess að næla sér í gullverðlaun fyrir sam- anlagðan árangur í kjölfar þess að 420 kílógramma hnébeygja hans var dæmd ógild. Þá freistaði hann þess að stórbæta eigið heimsmet í réttstöðulyftu þegar 420,5 kíló- grömm voru sett á stöngina, sem er heilum 15 kílóum þyngra en nú- verandi met hans. Sú þyngd fór hins vegar ekki upp í það skiptið. „Allt þetta mót sem ég var að keppa á um helgina var ég alltaf einhvern veginn með aðra höndina á gullmedalíunni en rétt missti hana úr greipum mér,“ sagði Júlían. Hann bætti við að gullverðlaun fyrir samanlagðan árangur séu ávallt þau eftirsóknar- verðustu fyrir kraftlyftingamenn þó góður árangur í einstökum greinum gleðji auðvitað alltaf líka. Aðspurður hvað hann þyrfti helst að bæta eða laga til þess að krækja í gullverðlaun fyrir sam- anlagðan árangur á stórmóti sagði Júlían: „Ég held að það hafi aðal- lega verið þessi keppnisfiðringur sem kom í veg fyrir það á mótinu. Nú er ég búinn að dusta rykið af keppnisbúnaðinum og veit að ég kem tilbúinn og fullur sjálfstrausts inn í næsta mót í nóvember.“ Hann sagðist sannarlega ætla að halda áfram að reyna að bæta eigið heimsmet í réttstöðulyftu á næst- unni, þó hann setji enga pressu á sjálfan sig um að það verði að ger- ast strax á HM í nóvember. „Ég ætla allavega að reyna að bæta það á næstu mótum,“ sagði Júlían að lokum í samtali við Morgunblaðið. Með aðra höndina á gullmedalíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sterkur Júlían J.K. Jóhannsson var valinn Íþróttamaður ársins 2019. - Fyrsta stórmótið í tæp tvö ár - Reyndi að bæta eigið heimsmet KRAFTLYFTINGAR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Kraftlyftingamaðurinn Júlían Jó- hann Karl Jóhannsson varð á sunnudaginn Evrópumeistari í réttstöðulyftu og tryggði sér um leið bronsverðlaun fyrir sam- anlagðan árangur á Evrópumeist- aramótinu í Pilsen í Tékklandi. Hann lyfti 400 kílógrömmum í hné- beygju, 315 kílógrömmum í bekk- pressu og 390 kílógrömmum í rétt- stöðulyftu, samanlagt 1.105 kílóum. Júlían náði að lyfta 420 kíló- grömmum í hnébeygju en sú lyfta var dæmd ógild vegna tæknigalla og bronsverðlaun fyrir saman- lagðan árangur því staðreynd. Hefði hún verið dæmd gild hefði Júlían tryggt sér gullverðlaunin fyrir samanlagðan árangur. „Fyrst og fremst er ég bara mjög ánægður með þetta. Ég er ánægður með að vera kominn svo- lítið inn í þessa keppnisrútínu aft- ur, að fá að geta komið hingað út og keppt meðal annarra þjóða og gegn fremstu mönnum frá öðrum þjóðum. Það er gaman að vera úti í svona keppnisferð,“ sagði Júlían í samtali við Morgunblaðið, spurður um hvað honum þætti sjálfum um árangur sinn á mótinu. „Minn árangur litast auðvitað líka af undirbúningnum, eins og hann er búinn að vera. Kannski er maður smá ryðgaður á þessum Bandaríkin fengu flest verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan sem lauk á sunnudaginn. Ekki er það í fyrsta skipti sem flest verð- laun fara til Bandaríkjanna en þar á bæ er mikið lagt upp úr því að ná árangri á Ólympíuleikum. Bandaríska íþróttafólkið náði í 113 verðlaun sem er afskaplega hraustlega gert eins og gefur að skilja. Þar af voru 39 gullverðlaun. Kína kom næst með 88 verðlaun en Kínverjar voru ansi nálægt Bandaríkjamönnum þegar kom að gullverðlaunum því Kína fékk 38 sinnum gull á leikunum. Rússar fengu samtals 71 verð- laun í Tókýó. Rússneski þjóðsöng- urinn var þó ekki leikinn né var rússneski fáninn dreginn að húni. Rússneska íþróttafólkið keppti und- ir merkjum rússnesku ólympíu- nefndarinnar eins og fram hefur komið. Bretar fengu 65 verðlaun og gest- gjafarnir fengu 58 verðlaun. Japan er því í fimmta sæti á listanum yfir flest verðlaun en er hins vegar í þriðja sæti yfir flest gullverðlaun. Alls krækti íþróttafólk frá 93 ríkjum í verðlaun á leikunum og 65 ríki náðu í gullverðlaun. kris@mbl.is AFP Sigursæll Caeleb Dressel vann fimm verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó. Yfir 100 verðlaun fóru til Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.