Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson Hjá okkur er alltaf gott úrval af nýlegum glæsilegum tengiltvinn bílum (plug in hybrid) Audi – BMW– Skoda – VW–M.Benz Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Erla Björg Gunnarsdóttir frétta- maður hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Tekur hún þá við starfi Þóris Guðmundssonar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, verður fréttastjóri allra þriggja miðla. Þórir Guðmundsson segist í sam- tali við mbl.is skilja sáttur við vinnu- veitanda sinn og samstarfsfólk. Þóri var sagt upp störfum í gærmorgun og var tilkynnt um þá ákvörðun síð- ar í gær. Skilur í góðu „Það er bara alls ekkert ósætti eða neitt slíkt,“ sagði Þórir við mbl.is spurður hvort nokkuð slíkt væri. „Eiginlega þvert á móti er ég að skilja eftir mig mjög einbeittan, góð- an og samheldinn hóp á fréttastof- unni. Þessi tíðindi með mig er ein- faldlega ákvörðun Þórhalls Gunnarssonar og við áttum ágætis fund í morgun að öllu leyti nema einu, svo ræddi ég við fólkið á frétta- stofunni og áttum við góða kveðju- stund. Ég skil mjög sáttur við frétta- stofu á góðum stað.“ Þórir segir endurskipulagningu á fréttamiðlum Sýnar; Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunn- ar, hafa verið ástæðu uppsagnar hans. Þórir hefur unnið áratugum saman í fjölmiðlum með hléum þar sem hann sinnti hjálparstarfi fyrir Rauða krossinn. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið hvað hann taki sér nú fyrir hendur en að hann ætli að gefa sér góðan tíma til þess að skoða það. „Starfsferill minn hefur í raun skipst á milli þess að vera í fjölmiðl- um eða einhvers konar hjálparstarfi. Ég er ekkert búinn að ákveða og ég ætla að taka mér góðan tíma í það.“ Skilur sáttur við fréttastofuna - Ritstjóraskipti á fréttastofu Stöðvar 2 Þórir Guðmundsson Erla Björg Gunnarsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hefur verið gamall draumur hjá mér. Segja má að í þessu sameinist tvö áhugamál. Ég er hrifinn af gamla íslenska byggingar- stílnum og er áhugamaður um guðfræði. Kirkjan er vitnisburður um trú og þakklætis- vottur um blessun okkar og fjölskyldunnar í lífinu,“ segir Birgir Þórarinsson, alþingis- maður Miðflokksins, um veglega heim- iliskirkju í 19. aldar stíl sem þau hjónin, Birgir og Anna Rut Sverrisdóttir, hafa reist á túninu á jörð sinni, Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd. Karl Sigurbjörnsson biskup vígði Knarrar- neskirkju í fyrradag. Honum til aðstoðar voru Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup og Kjartan Jónsson, sóknarprestur Ástjarnar- prestakalls. Meðal gesta við athöfnina var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sex ár eru liðin frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að kirkjunni. Birgir hefur sjálfur unnið mikið við bygginguna en notið aðstoðar smiða og annarra sérfræðinga. Til dæmis hlóð hann sjálfur grjótgarðinn í kringum kirkjuna og tók tvö ár í það verk en Birgir segist sérstakur áhugamaður um grjót- hleðslu. Hann viðurkennir að framkvæmdin hafi kostað sitt en tekur fram að hann hafi ekki tekið kostnaðinn saman og muni ekki gera það. Hann leitaði til erlendra listamanna um list- muni. Þannig er altaristaflan máluð af úkra- ínska listamanninum Andrii Kovalenko. Hún sýnir meðal annars núverandi ábúendur og nokkra forfeður þeirra. Listamaðurinn málaði einnig helgimynd sem sýnir heilagan Nikulás, sem var meðal annars verndari sjómanna og sæfarenda. Prédikunarstóllinn er eftirgerð af prédikunarstól frá 1594 sem varðveittur er á Þjóðminjasafninu. Birgir segir að þó Knarrarneskirkja sé heimiliskirkja verði hún notuð við allar al- mennar kirkjuathafnir. Þar verði þó ekki reglulegar messur. Hann segir að komnar séu nokkrar beiðnir um giftingar þar. Þá sé ætl- unin að messa árlega á Nikulásarmessu, 6. desember. Í kirkjukaffi Úkraínski listamaðurinn Andrii Kovalenko með kirkjueigendunum, Önnu Rut Sverrisdóttur og Birgi Þórarinssyni alþing- ismanni sem vann sjálfur að byggingunni. Munir kirkjunnar Altari kirkjunnar er óhöggvinn fjörusteinn úr Flekkuvíkurfjöru. Kristur er í miðdepli altaristöflunnar. Prédik- unarstóllinn er eftirgerð stóls frá 1594. Vígsluathöfn Heilagur Nikulás vakir yfir kirkjugestum í Knarrarneskirkju. Helgimyndina málaði úkraínski listamaðurinn Andrii Kovalenko og gaf til kirkjunnar. Vegleg heimiliskirkja tekin í notkun - Hjónin á Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd byggja sér kirkju á túni jarðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.