Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021
Bráðnun Brotin úr Vatnajökli halda áfram að sniglast niður Jökulsárlónið og út á haf, nærstöddum til blendinnar gleði. Sjónin er stórfengleg, ekki síst úr lofti með augum fuglsins fljúgandi.
Eggert
Árið 1914 var lokið
við Panamaskurðinn
og nam kostnaðurinn
á þeim tíma um 1% af
landsframleiðslu
Bandaríkjanna sem
olli straumhvörfum í
alþjóðasiglingum.
Kostnaður við Súes-
skurðinn nam um
1,25% af landsfram-
leiðslu sem olli ekki
síður tímamótum í siglingasögu
heimsins þegar hann var opnaður
1869, enda styttist siglingaleiðin
milli Evrópu og Asíu umtalsvert.
Þessar innviðafjárfestingar opnuðu
nýjar víddir í flutningum um heim-
inn og hafa skapað mikil verðmæti
og aukna framleiðni.
Nú er rétti tíminn til að ráðast í
innviðafjárfestingar á Íslandi þar
sem vextir eru sögulega lágir eða
við núllið víða í heiminum. Sunda-
braut getur valdið straumhvörfum
með svipuðum hætti og fyrrgreind
verkefni en kostnaðurinn við verk-
efnið er áætlaður um 2-3% af
landsframleiðslu. Skortur er á arð-
sömum fjárfestingavalkostum fyrir
langtímafjárfesta sem geta skilað
ásættanlegri ávöxtun til langs tíma.
Þess vegna er rétti tíminn að hefja
innviðafjárfestingar á Íslandi á
stórum skala þar sem horft er til
langrar framtíðar og
leysa þannig úr læð-
ingi gríðarlega krafta í
íslensku atvinnulífi.
Verkefnin eru fjölda-
mörg og arðsemi
þeirra margra augljós
eins og Sundabraut,
uppbygging á Keflvík-
urflugvelli og há-
tæknisjúkrahús. Mik-
ilvægt er að hefja
núna stórsókn í inn-
viðafjárfestingum og
hugsa stórt fyrir Ís-
land. Það þarf rétt hugarfar og
hefja öld innviðafjárfestinga á Ís-
landi sem eykur verðmætasköpun
fyrir alla Íslendinga. Á undan-
förnum misserum hefur mikil um-
ræða verið um að fara í umtals-
verðar innviðafjárfestingar sem
eru arðsamar við núverandi að-
stæður en uppsöfnuð viðhaldsþörf
er talin nema um 450 ma. kr. Auk
þess er talið að nú þegar sé hægt
að kortleggja arðsamar innviða-
fjárfestingar að fjárhæð 750 ma.
kr. sem nema um 25% af lands-
framleiðslu. Ekki er óeðlilegt að
ráðstafa á stórum skala um 5-7% af
landsframleiðslu til innviðafjárfest-
inga árlega á næstu árum. Innviða-
fjárfestingar auka samkeppn-
ishæfni og styðja við aukinn
hagvöxt með aukinni framleiðni,
fjölga atvinnutækifærum auk þess
að bæta lífskjör til framtíðar. Líf-
tími fjárfestinga í innviðum er
langur og hentar vel langtíma-
fjárfestum eins og lífeyrissjóðum
og tryggingarfélögum með langar
skuldbindingar. Hvalfjarðargöngin
eru dæmi um vel heppnaða inn-
viðafjárfestingu fyrir langtíma-
fjárfesta og eru um 25 ár síðan
ráðist var í fjármögnun þeirrar
framkvæmdar. Íslenskir lífeyr-
issjóðir geta aukið verulega við sig
í innviðum en 5% af eignum lífeyr-
issjóðakerfisins eru t.a.m. um 300
ma. kr. Með fjárfestingum í inn-
viðum eins og heilbrigðiskerfi, veg-
um, flugvöllum og samgöngu-
mannvirkjum væri hægt að ná
góðri áhættudreifingu og arðsemi
til lengri tíma. Talið er að upp-
söfnuð þörf og fjárfesting á næstu
fimm árum nemi yfir 1.000 ma. kr.
sem eru miklir fjármunir en nú er
rétti tíminn til slíkra fjárfestinga
þar sem vextir eru í lágmarki og
því frábært tækifæri til fjármögn-
unar á slíkum verkefnum. Marg-
földunaráhrif innviðafjárfestinga
eru mikil þar sem oft er um
mannaflafekar framkvæmdir að
ræða sem skapa verðmæt störf og
auka hagvöxt um allt land.
Nú þegar vextir eru í lágmarki
um allan heim væri snjallt að gefa
út ríkisskuldabréf til 50 ára á lág-
um vöxtum sem væru á bilinu
0,5-1%. Gera má ráð fyrir að eft-
irspurn eftir ríkisskuldabréfum sé
mikil í umhverfi 0% vaxta bæði
innanlands og erlendis.
Lífeyrissjóðir, tryggingarfélög
og aðrir stofnanafjárfestar með
langtímaskuldbindingar eru mjög
líklega áfjáðir að kaupa traust
skuldabréf með hagstæðri raun-
ávöxtun. Ekki er ólíklegt að er-
lendir fjárfestar, m.a. seðlabankar
og aðrir fjárfestar, myndu sýna
þessu áhuga.
Með slíkri útgáfu mætti fjár-
magna innviðafjárfestingar um allt
land í til að mynda í höfnum, inn-
anlandsflugvöllum, vegafram-
kvæmdum, brúarframkvæmdum,
gangagerð, hátæknisjúkrahúsum,
hjúkrunarheimilum, íþróttamann-
virkjum og menntastofnunum.
Tækifærið er að festa lága vexti
sem eru sögulega séð mjög lágir.
Þegar vextir hækka í framtíðinni
þarf ekki að hafa áhyggjur af að
fjármagna þessar skuldir á tvisvar
til þrisvar sinnum hærri vöxtum en
í dag.
Innviðafjárfestingar auka hag-
vöxt og skapa atvinnutækifæri
Nýsköpun í atvinnulífi, rekstri
fyrirtækja og opinberra aðila eru
verðmæti framtíðar. Virðiskeðjur
fyrirtækja breytast hratt í stafræn-
um heimi þannig að mörg störf
hverfa og ný störf verða til sem
eykur kröfu um leiðtogafærni í fyr-
irtækjum og hjá opinberum aðilum.
Nýsköpun og hvers konar hagnýt-
ing hugvits er mikilvæg forsenda
fjölbreytts atvinnulífs, sterkrar
samkeppnisstöðu, hagvaxtar og
velferðar þjóðar, ekki síst í ljósi
þeirra þjóðfélagsbreytinga sem
vænta má í atvinnu- og mennta-
málum.
Á næstu misserum þarf ríkis-
stjórnin að koma fram með hvata
sem fjölga störfum sem auka hag-
vöxt með skattalækkunum, skattaí-
vilnunum og með því að beina fjár-
magni í innviði í hagvaxtaaukandi
atvinnugreinar í stafrænni tækni,
líftækni, heilsu, ylrækt, fjártækni
og gervigreind.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Talið er að upp-
söfnuð þörf og fjár-
festing á næstu fimm
árum nemi yfir 1.000
ma. kr. sem eru miklir
fjármunir en nú er rétti
tíminn til slíkra fjárfest-
inga þar sem vextir eru í
lágmarki og því frábært
tækifæri til fjármögn-
unar á slíkum verk-
efnum.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur, með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Innviðafjárfestingar valda straumhvörfum