Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Ebrahim Raisi, forseti Írans, lýsti því yfir í gær í samtali við Emmanuel Macron Frakklandsforseta að allar viðræður um kjarnorkuáætlun Írana yrðu að tryggja réttindi og hagsmuni íranskra stjórnvalda. Forsetarnir ræddust við símleiðis í gær og stóð símtalið yfir í um klukkustund. Macron hvatti þar Raisi til þess að hefja viðræður fljót- lega um endurreisn kjarnorku- samkomulagsins frá 2015, en síðustu umleitanir til þess runnu út í sandinn í júnímánuði. Þá hvatti Macron Íransstjórn til að láta af öllum aðgerðum sínum sem brjóta í bága við samkomulagið, en Íranar hafa ekki viljað ljá máls á slíku nema Bandaríkjastjórn aflétti refsiaðgerðum sem hún setti á Íran árið 2018. Raisi tók við embætti í síðustu viku, og var samtal hans við Macron fyrstu samskipti hans í embætti við leiðtoga vestræns ríkis. Sagði Raisi meðal annars að Íranar myndu „við- halda fælingarmætti“ sínum í Persa- flóa, en þeir hafa verið sakaðir um að hafa staðið að árás á olíuflutninga- skipið MT Mercer undan ströndum Ómans 29. júlí síðastliðinn. Þá yrði öllum ógnum við öryggi Írans svarað af fullum krafti. Íranar hafa neitað allri sök, en flutningaskipið tilheyrði ísraelska fyrirtækinu Zodiac Maritime. Tveir úr áhöfn skipsins létust, einn Breti og einn Rúmeni. Hafa Ísraelar hótað hefndum vegna árásarinnar. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hét því einnig í gær að Bandaríkjastjórn myndi gera Írana ábyrga fyrir árásinni, og sagði að heimsbyggðin gæti ekki leyft þeim að sleppa undan refsingu fyrir hana. Sagði Blinken að slíkt myndi einungis hvetja Írana og aðra til þess að virða alþjóðalög og hafréttarsátt- mála að vettugi. Viðræður tryggi réttindi Írana - Vilja refsa fyrir árásina á olíuskipið AFP Íran Ebrahem Raisi Íransforseti ræddi við Macron í síma í gær. Þessi sjálfboðaliði var einn af þúsundum slökkviliðs- manna sem reyndu að slökkva gróðureldana á grísku eyjunni Evía í gær, en eldarnir hafa nú geisað í heila viku. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja eyjuna og fjöldi heimila orðið eldinum að bráð. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að rúmlega 580 eldar hefðu kviknað vítt og breitt um landið á síðustu dögum vegna fordæmalausr- ar hitabylgju og þurrkatímabils. Bað hann Grikki af- sökunar á „veikleikum“ í viðbrögðum gríska ríkisins. AFP Ekkert lát á hitabylgjunni Gróðureldar hafa geisað á Evía í heila viku Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antonio Guterrez, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að mannkynið væri nú á heljarþröm í loftslagsmálum, eftir að ný skýrsla milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar, IPCC, var birt í gærmorgun, en þar segir að jörðin sé að hlýna hraðar en áður var talið. Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að meðalhitastig jarðarinnar muni árið 2030 ná 1,5 gráðum á Cel- síus umfram það sem þekktist fyrir iðnbyltinguna, miðað við núverandi stöðu mála, en fyrri spár gerðu ráð fyrir að þeim þröskuldi yrði ekki náð fyrr en árið 2040. Meðalhitastig jarðarinnar er nú þegar 1,1 gráðu hærra en það var fyrir iðnbyltingu, og Parísarsam- komulagið frá 2015 gerir ráð fyrir aðgerðum þar sem stefnt sé að því hlýnunin verði undir 2°C og að reynt verði eftir fremsta megni að halda henni undir 1,5 gráðum. Samkvæmt skýrslunni myndi hlýnunin samt sem áður ná því marki árið 2050, jafnvel þó að það tækist að kolefnisjafna allan útblást- ur fyrir þann tíma. Höfundar skýrslunnar skoðuðu fimm sviðsmyndir þar sem þróunin var áætluð fram til áranna 2030, 2050 og 2090 með tilliti til þess hversu vel eða illa gengi að draga úr losun kolefnis í andrúmsloftið. Áætluðu þeir að hlýnunin árið 2090 myndi í besta falli ná 1,8 gráð- um en fara verst í 4,4 gráður, en slík hlýnun myndi hafa miklar hörmung- ar í för með sér. Vöruðu skýrsluhöfundar við því að jafnvel þó að hlýnuninni yrði haldið í skefjum væru samt miklar líkur á hitabylgjum, þurrkum, flóð- um og alls kyns veðuröfgum öðrum, sem ekki hefðu sést áður frá því að skráningar hófust. Viðvörunarbjöllurnar ærandi Guterrez sagði að viðvörunar- bjöllurnar væru nú orðnar ærandi og að skýrslan hlyti að vera „útfar- arhringingin“ fyrir jarðefnaelds- neyti, þ.e. kol, olíu og jarðgas. Sagði hann að útblástur gróðurhúsaloft- tegunda væri að „kæfa plánetuna okkar“, og að ekki væri hægt að tefja lengur að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar. Þjóðarleiðtogar víðs vegar um heiminn tóku í sama streng. Boris Johnson, forsætisráðherra Bret- lands, sagði að hann vonaðist til að skýrslan myndi vekja fólk af værum blundi og hvetja heimsbyggðina til aðgerða, en Bretar verða gestgjafar 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í nóvember nk. John Kerry, fulltrúi Bandaríkja- stjórnar í loftslagsmálum, sagði að skýrslan sýndi að krísan væri nú þeg- ar til staðar, og að hún væri að verða sífellt alvarlegri. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að nú þyrftu þjóðarleiðtogar, einkaframtakið og einstaklingar að taka höndum saman til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að verja jörðina fyrir frekari skaða. Frans Timmermans, aðstoðar- framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins í loftslagsmálum, sagði að skýrslan sýndi að enn væri ekki of seint að bregðast við og koma þannig í veg fyrir að hlýnunin færi algjörlega úr böndunum. Hins vegar þyrfti að grípa til aðgerða strax, og benti Timmermans þar sérstaklega á lofts- lagsráðstefnuna í Glasgow. Barbara Pompili, umhverfisráð- herra Frakklands, sagði áskorunina hins vegar mikla, þar sem skýrslan þýddi að mannkynið yrði að færa sig á næstu tíu árum frá notkun jarð- efnaeldsneytis, eftir að hafa treyst á það í nokkrar aldir. Hlýnunin meiri en áður var talið - Guterrez segir nýja skýrslu IPCC hringja útfararbjöllum fyrir jarðefnaeldsneyti - Hlýnun jarðar muni ná 1,5°C árið 2030 að óbreyttu - Þjóðarleiðtogar segja tíma kominn til alvarlegra viðbragða AFP Útblástur Skýrsla IPCC dregur upp dökka mynd af stöðu loftslagsmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.