Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 ✝ Sigurður Þór Elíasson fædd- ist í Neskaupstað 26. júlí 1964. Hann lést 26. júlí á vinnu- stað sínum Iðju- bergi. Foreldrar Sigurðar eru Alda Ármanna Sveins- dóttir, myndlist- armaður og kenn- ari, f. 1936, og Elías Kristjánsson, f. 1934, d. 1980. Sigurður átti þrjú systkini, elstur var Sveinn Ómar, f. 1955, d. 2005, næst kom Jón Júlíus, f. 1957, og Margrét, f. 1961. Sig- urður var ókvæntur og barn- laus. Sigurður var fyrstu sjö ár ævi sinnar í Neskaup- stað en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og for- eldrar hans skildu. Sigurður gekk í Heyrnleysingja- skólann fyrst en fór síðan í Öskjuhlíð- arskóla og lauk grunnskólagöngu sinni þaðan. Eftir skólagöngu flutti hann á Sólheima í Grímsnesi, þá sextán ára, þar sem hann bjó í rúman áratug. Sigurður hefur undanfarin ár búið á sambýli í Hlaðbæ 2 í Reykjavík. Útförin fer fram frá Grens- áskirkju í dag, 10. ágúst 2021, klukkan 15. Sigurður Þór eða Siggi eins og hann var oftast kallaður andaðist á afmælisdaginn sinn 26. júlí. Siggi fæddist á Norðfirði og var ljóst strax á meðgöngu að eitt- hvað yrði óvenjulegt með hann af því að móðir mín fékk rauða hunda á meðgöngunni. Það kom síðar í ljós að Siggi var með ein- hverfu og var heyrnarlaus, hann talaði aldrei en hafði sínar aðferð- ir til að koma vilja sínum á fram- færi. Mest nýtti hann sér mynd- ræna leið til tjáskipta eða einföld tákn. Siggi var mjög fallegt barn og var yngri bróðir minn og við vorum náin og ég hafði mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart honum alla mína barnæsku. Á Neskaupstað var ekki boðið upp á nein úrræði fyrir hann eða þjón- ustu en hann fór með okkur krökkunum út að leika þótt hann væri að meira eða minna leyti í sínum eigin heimi. Ég tók hann með í sund og bíó eins og krakkar gerðu og sjálfsagt hafði hann gaman og gott af því. Það var mikil hjálp í því gagnvart mömmu sem bar hitann og þungann af heimilinu eins og venjan var á þessum árum. Siggi gaf frá sér sérstök hljóð og stundum gól eftir því hvað það var sem hann var að gera og vakti áhuga hans, hann hló að því sem við skildum ekki en það var allt í lagi, aðalatriðið var að hann var glaður og leið vel. Ég man eftir nokkrum skipt- um þar sem Siggi týndist og þá var mikil hræðsla í gangi vegna þess hversu mikill óviti hann var. Í einu slíku tilviki var hann um það bil sex ára og hafði fundið stækkunargler og hljóp af stað með sólargeislann í gegnum stækkunarglerið og elti ljóskeilu sem það myndaði. Hann valhopp- aði og hló og var kominn langleið- ina inn í sveit þegar einhver tók hann upp í bílinn og kom honum heim. Annað skiptið þegar hann týndist þá fannst hann á eldhús- gólfinu hjá nágrannakonu okkar, þar sat hann með sykurkarið milli lappanna og var alsæll með lífið. Eftir að við fluttumst suður var Siggi á ýmsum stofnunum og skólum á daginn og kom heim seinnipartinn. Hann var í Öskju- hlíðarskóla og þar leið honum vel og síðar fékk hann stuðningsfjöl- skyldur sem hann var hjá eina helgi í mánuði eða þar um bil. Öll mín uppvaxtarár var Siggi mið- punkturinn í fjölskyldunni, það þurfti að sinna um hann og passa upp á allar hans þarfir. Siggi hef- ur ekki verið heill heilsu síðustu ár og hefur honum farið mikið aft- ur í allri líkamlegri getu, hann var kominn með göngugrind og átti orðið erfitt um gang. Hann bjó á sambýli í Árbænum og höfðu heimilismenn þar fylgst að lengi og voru með álíka þroskaraskan- ir. Starfsfólk sambýlisins hafði hugsað vel um Sigga og þar ríkir nú sorg hans vegna og votta ég öllu starfsfólki samúð auk þess sem íbúar syrgja á sinn hátt og skilja ekki tómarúmið sem komið er á sambýlið vegna fráfalls Sigga. Sigga fannst fátt betra en að fá góðan kaffibolla og góðan mat, honum fannst gaman að fylgjast með þegar verið var að elda. Ég trúi því að Sigga líði nú vel og sé kominn í faðm ættingja sem farnir eru og njóti þyngdarleys- isins og ljóssins. Takk elsku Siggi fyrir allt sem þú kenndir mér. Góður guð geymi Sigga bróð- ur. Margrét Elíasdóttir. Ég byrjaði sumarið 2019 í Iðju- bergi og var að stíga mín fyrstu skref í að vinna með einhverfum og vissi eitthvað um það en átti eftir að læra meira og læra fingramálið. Ég kynntist Sigga, eins og hann var ávallt kallaður, í Iðjubergi fyrst en fór að vinna á sambýlinu sem hann bjó á, Hlaðbæ. Siggi kom stundum í álmuna þar sem ég var að vinna og vildi forvitnast um hvað væri á seyði. Hann tók eftir mér þegar ég var í símanum og vildi endilega fylgjast með hvað ég væri að gera. Siggi var ávallt forvitinn um hverju ég væri að fylgjast með og fylgdist gaumgæfilega með. Hann hafði voðalega þægilega nærveru og átti það til að komast í kaffið mitt þegar ég var upptek- inn í einhverju öðru. Það var ekk- ert annað hægt en að fyrirgefa honum það, fannst líka gaman að fá að kynnast því hvað honum þótti gaman að gera. Ég sótti um starf á Hlaðbæ og fékk það eins og ég gat um áðan. Við Siggi fórum í göngutúra og þegar hann hafði fullt þrek til að labba fórum við niður á Skalla og keyptum Moggann þar. Hugsa ég að það hafi verið skemmtilegasti göngutúrinn, því hann hugsaði sér gott til glóðarinnar og hitti þar naglann á höfuðið því við fengum okkur ís eða drukkum kók og súkkulaði og Sigga þótti það ekki amalegt þar sem honum þótti gott að borða. Við fórum í bíltúra og þegar hann þurfti að fara í sjúkraþjálf- un tók hann eftir að ég var með kaffibolla og auðvitað launaði ég honum með því að hann mætti klára úr bollanum. Það fór því miður að halla und- an fæti þar sem honum var farið að versna og heilsunni farið að hraka. Það var þá sem við starfs- fólkið þurftum að sinna honum einstaklega vel enda vildum við allt fyrir Sigga gera því okkur þótti einstaklega vænt um hann. Ekkert kom til greina annað en að hjálpa honum og vera honum til halds og trausts til þess eins að hann myndi ná sér á strik og verða aftur sami uppátækjasami, hugljúfi maðurinn sem fylgdist með því sem við hefðum fyrir stafni. Svo var það á afmælisdeginum hans sem hann fór frá okkur og var það mikið reiðarslag því fram- farirnar hjá honum voru orðnar það miklar að ég vissi að Siggi myndi taka gleði sína á nýjan leik. Við sem ætluðum að gera eitt- hvað skemmtilegt fyrir Sigga okkar og kaupa eitthvað gott í bakaríinu og gera vel við hann. Ég veit, Siggi minn, að þú ert á góðum stað og líður vel og ert bú- inn að fá hvíldina. Alveg er ég viss um að þú ert farinn að hlaupa og labba mikið um. Ég mun ávallt hafa þig í hjarta mínu og mun varðveita minningarnar um aldur og ævi. Þannig muntu lifa svo lengi sem ég mun lifa. Mér þótti afskaplega vænt um þig og veit ég að starfsfólki bæði Hlaðbæjar og Iðjubergs var mjög annt um þig. Kæru ættingjar, ég samhrygg- ist ykkur innilega og bið góðan Guð að styrkja ykkur. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. (Úr Hávamálum) Guðmundur. Í dag kveðjum við í hinsta sinn góðan vin og félaga Sigurð Þór. Siggi, eins og hann var alltaf kall- aður var alveg einstakur karakter og skemmtilegur maður. Við í Iðjubergi vorum þeirrar gæfu að- njótandi að starfa á vinnustað Sigga og eignuðumst í honum vin sem auðgaði líf okkar allra með sínum sterka persónuleika og ein- stöku glettni. Hann var næmur á umhverfið og tilfinningar annarra og ef maður var eitthvað illa fyr- irkallaður þá fann Siggi það og sýndi manni skilning, tók jafnvel utan um mann eða horfði djúpt í augun á manni með sínum fallegu augum og einlæga svip. Siggi var listrænn og hafa þó nokkur listaverk eftir hann prýtt veggi Iðjubergs í gegnum árin. Hann var sælkeri mikill og naut þess að borða tertur og annað bakkelsi og skola því niður með góðum kaffibolla. Eins gat hann setið með blað í hönd eða spjald- tölvu, jafnvel tímunum saman og skoðað myndir af girnilegum kræsingum eða horft á mat- reiðsluþætti. Ekki þótti honum verra ef verið var að baka kökur. Hann naut sín að ganga úti í nátt- úrunni en átti orðið erfiðara með það undir það síðasta sökum heilsuleysis. Siggi skilur eftir sig stórt skarð í Iðjubergi sem seint verður fyllt. Er þrösturinn hljóðnar og sólin er sest ég sitja við gluggann má og spenna þar greipar í birtu sem berst svo brosmildum stjörnum frá. Og þá fyrir sjúkum og beygðum ég bið að berir þeim vor í geð með fugli og blómi, Guð, leggðu þeim lið og láttu þau gleðjast með. (Britt G. Hallqvist / Kristján Valur Ingólfsson) Góða ferð í draumalandið kæri vinur, þar sem bíða þín heimsins bestu veitingarnar og risa stórir kaffibollar. Við í Iðjubergi þökkum sam- fylgdina og sendum öllum í Hlað- bænum, sem og ættingjum, sam- úðarkveðjur. Oddrún Ólafsdóttir. Elsku Sigurður Þór okkar, kallið er komið, kallið kom svo snöggt og okkur öllum að óvör- um. Við erum enn þá að átta okk- ur á þessu og það er svo tómlegt hér hjá okkur hér í Hlaðbæ eftir að þú kvaddir. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þín- um skemmtilega karakter. Þú kvaddir á afmælisdaginn þinn og það hefur örugglega verið tekið vel á móti þér með kaffihlaðborði, því þú elskaðir kökur og kaffi. Þú elskaðir að lesa dagblöð eða tímarit og um hverja helgi fórstu upp í sjoppu að kaupa þér Dag- blaðið eða Morgunblaðið og þú reyndir að næla þér í blað hvert sem þú fórst. Þegar þú fórst upp á bókasafn varstu kominn á þinn stað; þú gast setið þar tímunum saman að skoða hvert tímaritið á fætur öðru. Það erum við viss um að núna situr þú með nýtt tímarit í hendi og góðan kaffibolla þér við hlið. Við höfum oft talað um það hvað þú varst virkilega klár og, eins og svo margir hafa sagt, að þú værir miklu klárari en við gerðum okkur nokkurn tímann grein fyrir. Þú spottaðir okkur starfsfólkið út og lærðir mjög fljótlega hvernig hver og einn vann og náðir oftar en ekki að plata okkur upp úr skónum. Við vitum að Anna á eftir að sakna þín því þið voruð svo góðir vinir og áttuð svo fallegt sam- band, það var svo gaman að fylgj- ast með ykkur. Anna passaði alla tíð upp á þig; þið leiddust út í bíl á leið til vinnu, hún lagaði þig til, t.d. ef peysan þín var eitthvað af- löguð. Svo lögðuð þið ennin sam- an, sem merkir vináttu hjá ykkur. Það var auðvelt að elska og þykja vænt um þig, Siggi, eins og þú varst alltaf kallaður, þú varst skemmtilegur, forvitinn, ákveð- inn og þú varst einstakur vinur, þú dreifðir hamingju og fékkst okkur til að brosa á ólíklegustu tímum. Hrein og saklaus sál þín mun vera með okkur að eilífu. Í lífi okkar og á heimili þínu hefur þú skilið eftir mikið tómarúm, en bros þitt mun alltaf lifa í hjarta okkar. Elsku Siggi, þú varst einn sá klárasti og skemmtilegasti per- sónuleiki sem við höfum notið þess heiðurs að fá að kynnast. Þú varst hlýr, góður og vissir alltaf upp á hár hvað þú vildir. Minning- arnar og góðu stundirnar munu ávallt lifa í hjarta okkar. Þó sólin nú skíni á grænni grund er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stund í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku Siggi okkar, góða ferð í sumarlandið. Minning þín lifir í ljósinu. F.h. íbúa og starfsfólks í Hlaðbæ, Henný Sigríður Gústafsdóttir. Sigurður Þór ElíassonOkkar ástkæra Lóló, ÓLÖF JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, Sólheimum 23, andaðist á Vífilsstöðum mánudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 11. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá útförinni, www.sonik.is/olof Aðstandendur Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR ELÍ JÓNSSON verslunarmaður, sem lést 31. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. ágúst klukkan 13.00. Sigríður Dúna Kristmundsd. Friðrik Sophusson Kristbjörg Elín Kristmundsd. Guðrún Björk Kristmundsd. Jónas Björn Björnsson Júlía Kristmundsd. Sanford Mahr barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÁGÚST HJÁLMARSSON, Víðigrund 2, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 16. ágúst klukkan 14. Streymt verður fá jarðarförinni: Facebook Sauðárkrókskirkja. Aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN MÁR INGÓLFSSON kennari, er lést fimmtudaginn 29. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 13. Maríanna Elísa Franzdóttir Helga María Stefánsdóttir Edda Stefanía Levy Stefán Már Levy Helguson Ástvaldur Þór Levy Helguson Ástkær bróðir, mágur, stjúpfaðir og móðurbróðir okkar, PÁLL JÓNSSON, lést 10. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Anna Pála Vignisdóttir Páll Loftsson Arnar Pétursson Jóhanna Katrín Pálsdóttir Jón Bragi Pálsson Leifur Pálsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma KOLBRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 6. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Erling Aspelund Erling Aspelund Kristín Björnsdóttir Karl Aspelund Brenda Aspelund Thor Aspelund Arna Guðmundsdóttir Guðrún Aspelund Gunnar Jakobsson og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.