Morgunblaðið - 23.08.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.08.2021, Qupperneq 1
Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Fulltrúar foreldra barna í Fossvogs- skóla gagnrýna hvernig var staðið að skoðanakönnun sem Reykjavíkur- borg sendi á starfsfólk og foreldra barna í skólanum þar sem þeir voru beðnir að kjósa um tilhögun skóla- halds 2.-4. bekkjar á næstu vikum en mikil röskun hefur verið á skóla- starfi vegna framkvæmda á húsnæði skólans eftir að mygla fannst þar ár- ið 2017. Er vitað til þess að einstaklingar sem hafa engin tengsl við Fossvogs- skóla eða starfið sem þar fer fram hafi tekið þátt í könnuninni og þar með haft áhrif á niðurstöðu hennar en blaðamaður sannreyndi það með eigin þátttöku. Efasemdir um lögmæti Samkvæmt upplýsingum Karls Óskars Þráinssonar, formanns for- eldrafélags Fossvogsskóla, komu fulltrúar skólaráðsins og foreldra- félagsins efasemdum sínum um lög- mæti könnunarinnar á framfæri við bæði skólastjórnendur og Skúla Helgason, aðalmann skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkurborgar, en ekki er vitað til þess að brugðist hafi verið við þeim efasemdum. Hvorki náðist í Skúla né Dag B. Eggertsson borgarstjóra við gerð fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Eva Bergþóra Guðbergs- dóttir, teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar, bað um að fá spurningar blaðamanns skriflega, en fyrirspurn hafði ekki verið svarað er Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Í könnuninni var starfsfólki og foreldrum nemenda við skólann boð- ið að velja á milli þriggja kosta um staðsetningu kennslu. Höfðu þau að- eins sólarhringsfrest til að svara. Hver sem er gat kosið um tilhögun skólahalds - Engin svör hjá borginni um könnun um Fossvogsskóla MDraga lögmæti ... » 2 M Á N U D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 196. tölublað . 109. árgangur . KWAME QUEE SKORAÐI FYRSTA MARK LEIKSINS TÍU SÉRVALD- AR AF HLAÐ- BORÐI RIFF AFGANI VAR STJARNA HELGARINNAR KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29 HUNDASÝNING HRFÍ 6VÍKINGAR LÖGÐU VAL 26 Mikið blíðskaparveður hefur verið á norðurhluta landsins síð- ustu daga enda veðrið ávallt gott á Akureyri að mati heima- manna. Áfram verður hlýtt í vikunni og gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir að hitinn fari upp í 23 stig á miðvikudag, þá verður einnig glampandi sól. Aðra daga vikunnar kann þó að draga fyrir sólu, en ljóst er að Norðlendingar geta ekki kvartað undan veðurfari sumarsins. Enda hafa þeir sloppið við súldina á suðvesturhorninu. Morgunblaðið/Þorgeir Akureyringar nutu hitabylgjunnar um helgina _ Flóttamanna- nefnd mun að öll- um líkindum skila tillögum sínum varðandi móttöku flótta- manna frá Afg- anistan í dag til félags- og barna- málaráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, for- maður nefndarinnar, sagði fyrir helgi að tillögunum yrði skilað fyrir lok föstudags en að sögn Diljár Mist- ar Einarsdóttur, sem á sæti í nefnd- inni, dróst gerð minnisblaðsins á langinn. Hún gerir þó ráð fyrir að ráðherra muni leggja minnisblaðið fyrir ríkisstjórnina á fundi á morg- un. Í gær fékk íslensk fjölskylda sæti í danskri flugvél sem flutti embættismenn og 90 flóttamenn frá Afganistan. Enn eru nokkrir Ís- lendingar í Afganistan. »2 & 14 Flóttamannanefnd seinkar tillögum Diljá Mist Einarsdóttir _ Í nýrri grein- ingu Samtaka iðnaðarins er bent á að sá efna- hagsbati sem hefur mátt greina hér á landi að undan- förnu sé brot- hættur og að það geti valdið at- vinnulífinu skakkaföllum að hækka stýrivexti við núverandi aðstæður. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur samtakanna, segir það draga úr þörfinni á vaxtahækkun að verð- bólga er þegar á niðurleið og að kannanir sýni að aðilar á markaði vænti þess að verðbólga haldi áfram að lækka á komandi árs- fjórðungum. Þetta veiti Seðlabank- anum svigrúm til að styðja við efna- hagsbatann með því að bíða með frekari hækkun stýrivaxta. »12 Hækkun stýrivaxta væri ekki ráðleg Ingólfur Bender

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.