Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 6
Margrét Þóra Þórsdóttir
maggath61@simnet.is
„Það er klárlega styrkur að
þekkja stofnunina og hafa unnið
sem framkvæmdastjóri undan-
farin ár, en það er svo að hverri
stöðu fylgja ný verkefni og ég lít á
það sem jákvæða áskorun að tak-
ast á við ný verkefni í kunnuglegu
umhverfi,“ segir Hildigunnur
Svavarsdóttir en hún var skipuð
forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
(SAk) á dögunum. Hún tekur til
starfa 1. september næstkomandi.
Hildigunnur kveðst hafa mik-
inn áhuga og metnað til að láta
gott af sér leiða og að vinna áfram
með góðum hóp starfsmanna SAk.
„Ég veit að þetta starf gerir mikl-
ar kröfur en það er kappsmál hjá
mér að hafa þarfir sjúklinga að
leiðarljósi með því að bjóða upp á
gæðaheilbrigðisþjónustu sem
sinnt er af öflugum og ánægðum
hópi starfsmanna,“ segir hún.
Sjúkrahúsið á Akureyri gegn-
ir lögum samkvæmt ákveðnu hlut-
verki, eins og að vera kennslu-
sjúkrahús og varasjúkrahús fyrir
Landspítala. SAk er einnig mið-
stöð sérhæfðrar heilbrigðisþjón-
ustu á Norður- og Austurlandi.
Heildarvelta sjúkrahússins er um
10 milljarðar króna á ári, 28 millj-
ónir króna á dag að meðaltali.
Undirbúa nýja legudeild
Meðalfjöldi rúma á legu-
deildum er rúmlega 100, en Hildi-
gunnur segir að einnig fari mjög
mikil starfsemi fram í gegnum
dag- og göngudeildir. „Við erum
með rúmlega 5.000 sjúklinga sem
liggja inni á hverju ári og ríflega
10.000 manns fara í gegnum dag-
og göngudeildir árlega. Þá hafa
komur á bráðadeild verið um 15
þúsund talsins árlega auk fjölda
rannsókna sem gerðar eru við
stofnunina. Það gefur því auga-
leið að starfsemin er yfirgrips-
mikil og krefst fjölda sérhæfðs
starfsfólks, en hjá SAk starfa að
jafnaði um 700 manns,“ segir
hún.
Húsnæðismál sjúkrahússins
eru almennt í ágætum farvegi, en
fyrirhugað er að byggja við það
nýja legudeild og segir Hildi-
gunnur að ötullega sé unnið að
undirbúningi í samstarfi við
Framkvæmdasýslu ríkisins og
heilbrigðisráðuneytið. Heilbrigð-
isráðherra hafi tryggt ákveðna
fjármögnun verkefnisins í fjár-
málaáætlun.
Mikil samkeppni
um starfsfólk
„Við hjá SAk leggjum
áherslu á aukið vægi göngu-
deilda, dagþjónustu og kennslu
samhliða þörfum fyrir nýjar legu-
deildir í takt við þarfir sam-
félagsins,“ segir Hildgunnur sem
bætir við að upp og ofan gangi að
fá fólk til starfa.
„Við þurfum stanslaust að
vera á tánum að fá inn sérhæft
starfsfólk og megum ekki sofna á
verðinum hvað það varðar. Við
eigum í mikilli samkeppni við
aðrar stofnanir um starfsfólk og
þá sérstaklega Landspítala. Við
þurfum því að leita leiða til að
laða fólk til okkar og í þeim efn-
um þurfum við að horfa til starfs-
umhverfis og hvernig fólki líður á
vinnustaðnum.
Hildigunnur segir að fyrir
hendi sé einnig metnaður til að
vera háskólasjúkrahús og laða
þannig vonandi að sérhæft starfs-
fólk til stofnunarinnar.
Faraldurinn setur mark
sitt á starfsemina
„Við viljum vera eftirsóknar-
verður vinnustaður og það skiptir
okkur máli að starfsumhverfi sé
þannig að fólkinu líði sem best og
sé ánægt í vinnunni. Þannig skilar
það sér í góðri þjónustu við þá sem
til okkar leita. Okkar markmið er
að veita fjölskyldumiðaða gæða-
þjónustu með sjúklinginn í for-
grunni,“ segir forstjórinn væntan-
legi.
Kórónuveirufaraldurinn hef-
ur sett sitt mark á starfsemi
Sjúkrahússins á Akureyri líkt og
aðrar heilbrigðisstofnanir en
Hildigunnur segir að í heild hafi
allt gengið vel með góðu og sam-
stilltu átaki allra starfsmanna.
„Við höfum þurft að aðlaga
okkar starfsemi, draga úr henni,
færa starfsfólk á milli eininga og
ýmislegt fleira til að allt gangi
upp.
Við settum upp Covid-
legudeild sem tók við smituðum
einstaklingum og einnig Covid-
göngudeild sem sinnti smituðum
sem þurftu stuðningsmeðferð en
ekki innlögn. Öll þessi viðbrögð
eru til staðar enn í fjórðu bylgju
faraldursins og við nýtum þann
lærdóm sem dreginn hefur verið
af hverjum tíma. Þessi faraldur
hefur reynt á alla og alveg sér-
staklega nú þegar sumarleyfistími
stendur yfir og mannekla er
ríkjandi,“ segir Hildigunnur.
Hildigunnur Svavarsdóttir er nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Áskorun í kunnuglegu umhverfi
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
595 1000
Tenerife
ð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
f
r
ar
a
1. september í 7 nætur
Verð frá kr.
49.900
Verð frá kr.
61.300
- Hildigunnur Svavarsdóttir er Akureyringur, fædd árið 1967. Er með
stúdentspróf frá MA og BSc-próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands
1992.
Lauk meistaranámi í heilbrigðisvísindum í Skotlandi árið 1997. Hún bjó
um nokkurra ára skeið í Skotlandi. Hefur starfað við Sjúkrahúsið á Ak-
ureyri eftir að hún flutti heim frá Skotlandi, bæði sem hjúkrunarfræð-
ingur og stjórnandi.
- Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu
nyrðra alls frá árinu 2012 ásamt því að vera klínískur framkvæmdastjóri
á bráða- og þróunarsviði frá sama ári. Er gift Ögmundi Knútssyni fiski-
stofustjóra. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn og annað væntanlegt í
næstu viku.
Hver er hún?
Stjórnandi Hildigunnur Svavarsdóttir er nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og tekur við 1. september nk.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Tvær hundasýningar á vegum
Hundaræktarfélags Íslands fóru
fram nú um helgina, annars vegar
sýningin „Reykjavík Winner“ og hins
vegar hin svokallaða Norðurlanda-
sýning.
„Þetta eru langstærstu sýning-
arnar til þessa en við höfum aldrei
sýnt jafn margar tegundir áður,“ seg-
ir Daníel Örn Hinriksson, formaður
HRFÍ, í samtali við Morgunblaðið.
Yfir 900 hundar af 100 mismunandi
tegundum kepptu í sýningunum
tveimur sem vegna fjöldatakmarkana
voru haldnar á tveimur mismunandi
stöðum, annars vegar á Víðistaðatúni
í Hafnarfirði og hins vegar á túni
Fáks í Víðidal.
Þrátt fyrir metþátttöku og fjölda-
takmarkanir gengu sýningarnar
„glimrandi vel“ að sögn Daníels.
Stjarna helgarinnar var afgan-
hundur, Dali, en tegundin á rætur
sínar að rekja til Afganistan. Af yfir
900 hundum vann Dali titilinn „best
in show“ eða „bestur á sýningunni“ á
þessum fyrstu tveimur sýningum
HRFÍ á árinu.
Berglind Gestsdóttir, eigandi Dali
og Valshamarsræktunar, segir sigur
helgarinnar gríðarlegan heiður fyrir
sig sem ræktanda.
„Þetta er staðfesting á því hvað
Dali er stórkostlegur fulltrúi tegund-
arinnar á Íslandi,“ segir hún.
unnurfreyja@mbl.is
Stærstu sýningarnar til þessa
- Yfir 900 hundar
kepptu í sýningum
HRFÍ um helgina
Ljósmynd/Ólöf Gyða Risten
Afgan-hundurinn Agha Djari’s Typhoon/Dali var stjarna helgarinnar en af
900 hundum vann hann titilinn „best in show“ á báðum sýningunum.