Morgunblaðið - 23.08.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
Alþingismennirnir Óli Björn Kára-
son og Helga Vala Helgadóttir
voru gestir Andrésar Magnússonar í
Dagmálum Morgunblaðsins í liðinni
viku. Þar var rætt um heilbrigðismál,
enda ljóst að þau verða fyrirferð-
armikil í kosningabaráttunni. Óli
Björn fór meðal ann-
ars yfir fjárframlög
til Landspítalans og
benti á að þau hefðu
verið 38 milljörðum
króna hærri í fyrra
en árið 2010. Hluti af
því væri launa- og
verðlagshækkanir,
en 17 milljarðar
skýrðust af öðru.
- - -
Og Óli Björn sagði
að spyrja þyrfti
í hvað þessir 17 millj-
arðar hefðu farið,
hvort þeir hefðu farið
í að bæta þjónustu, svo sem stytta bið-
lista, eða annað af því tagi. Svo bætti
hann við að hann teldi vísbendingar
um að í það minnsta hluta þessa fjár
hefði ekki verið varið með mjög skyn-
samlegum hætti.
- - -
Skrifstofa spítalans hefði á þessu
tímabili blásið út og kostaði 4,3
milljarða á ári!
- - -
Sú gagnrýni sem fram hefur komið
á heilbrigðiskerfið á að mörgu
leyti rétt á sér. Framleiðni virðist þar
of lítil, ekki síst á þjóðarsjúkrahúsinu.
Sá vandi verður ekki leystur með
auknum fjárframlögum, eins og
fulltrúar vinstri flokkanna leggja
jafnan áherslu á, heldur með því að
fara betur með fé.
- - -
Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi
þess að þó að þjóðin sé ung þá er
hún að eldast og með árunum verður
enn meiri þörf á heilbrigðisþjónustu.
Þá er nauðsynlegt að við höfum lært
að nýta vel það fé sem í málaflokkinn
fer.
Óli Björn Kárason
Verðum að nýta
fjármunina betur
STAKSTEINAR
Helga Vala
Helgadóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Elín Kona Eddudóttir hefur loksins
fengið að taka upp millinafnið Kona
eftir tveggja ára baráttu. Manna-
nafnanefnd féllst á þetta eftir að um-
boðsmaður Alþingis tók málið til um-
fjöllunar. Komst umboðsmaður að
þeirri niðurstöðu að úrskurður nefnd-
arinnar hefði ekki verið samkvæmt
lögum. „Þetta er bara lítill sigur, en
mér finnst hann samt mikilvægur.
Við veljum okkar eigin baráttu og ég
ákvað að velja þessa,“ segir Elín en
bætir við að Kristbjörg Kristjáns-
dóttir hafi lent á sama vegg og hún,
nokkrum árum áður.
Mannanafnanefnd hafnaði umsókn
Elínar um að taka upp millinafnið
Kona í maí 2019,
meðal annars með
þeim rökum að
nafnið bryti í bága
við íslenskt mál-
kerfi. Ári seinna
komst umboðs-
maður Alþingis að
því að nefndin
hefði ekki lagt
fram viðhlítandi
grundvöll að
ákvörðun sinni í málinu. Var málið því
endurupptekið og komst manna-
nafnanefnd að þeirri niðurstöðu að El-
ín skuli fá að bera nafnið.
Einn skilaði sératkvæði í málinu og
taldi eiginnafnið brjóta í bága við ís-
lenskt málkerfi. Auk þess væri merk-
ing nafnsins Kona „kvenmaður á
ákveðnum aldri“ og gæti það orðið
nafnbera til ama ef um væri að ræða
barn sem fengi nafnið.
Sama er þó uppi á teningnum hvað
varðar eiginnafnið Karl – sé „karl“
flett upp í orðabók sést að merking
þess er karlmaður, gamall maður, eig-
inmaður eða almúgamaður.
Kona fyrst til að heita Kona
- Við veljum okkar eigin baráttu, seg-
ir Kona sem lagði mannanafnanefnd
Elín Kona
Eddudóttir
Flugsvið rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa (RNSA) hefur orðið
vart við óvenjumörg flugslys og al-
varleg flugatvik hjá atvinnuflug-
mönnum í einkaflugi undanfarin
ár. RNSA beinir nú þeim tilmæl-
um til atvinnumanna í einkaflugi
að þeir hugi að flugöryggi og hviki
hvergi frá notkun á gátlistum, fylgi
verkferlum og faglegum vinnu-
brögðum.
Þetta kom fram í skýrslu sem
RNSA gaf nýverið út um flugslysið
sem varð þann 27. júlí 2019 á flug-
vellinum á Haukadalsmelum á
Rangárvöllum. Brotlenti þar flug-
vél, TF-CRZ, eftir flugtak með
þeim afleiðingum að flugmaðurinn
lést 64 ára að aldri vegna fjöl-
áverka sem hann hlaut í slysinu.
Segir í skýrslunni að flugmað-
urinn hafi ekki framkvæmt full-
nægjandi fyrirflugsskoðun á vél-
inni samkvæmt gátlista og ekki
hugað að því hvort stýripinni væri
laus og réttur. Hafði flugmaðurinn
nýlokið flugi í annarri flugvél og
læsti ekki stýrum þegar hann gekk
frá þeirri flugvél í ljósi þess að
annar flugmaður átti að fljúga
henni strax á eftir.
RNSA kallar nú eftir að Sam-
göngustofa gefi út leiðbeinandi efni
um frágang og notkun stýrislæs-
inga í loftförum sem notuð eru í al-
mannaflugi. Beina þeir einnig þeim
tilmælum til eigenda flugvéla sem
notaðar eru í almannaflugi á Ís-
landi að þeir yfirfari flugvélar sín-
ar með tilliti til þess hvort að stýr-
islæsing sé um borð í flugvélum
þeirra og geri viðeigandi ráðstaf-
anir ef sætisbelti eru notuð sem
stýrislæsing. hmr@mbl.is
Alvarleg flugatvik
færst í aukana
- RNSA kallar eftir
því að hugað sé betur
að flugöryggi
Skýrsla RNSA hvetur til faglegra
vinnubragða og flugöryggis.