Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 10

Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 10
Hólmfríður María Ragnhildardóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir Skipulagðar bólusetningar barna, 12 ára og eldri, hefjast í dag í Laugar- dalshöll og er búist við að ríflega tíu þúsund börn geri sér ferð í Laugar- dalinn í dag og á morgun. Telja marg- ir þetta jákvætt skref í faraldrin- um þar sem börn og unglingar fá loksins vernd í formi mótefna gegn þeirri veiru sem herjar nú á samfélagið. Aðrir eru þó tortryggnir gagnvart þessari ákvörðun og telja sóttvarnaryfirvöld fara heldur geyst í að bólusetja börn í ljósi takmarkaðra rannsókna þess efnis. „Við leggjum til að farið sé varlega í fulla bólusetningu hjá börnum. Það er afar mikilvægt að foreldrar og ein- staklingar gefi upplýst samþykki og fái viðhlítandi upplýsingar varðandi ávinning og hættu af bóluefnum,“ segir í aðsendri grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Í greininni segja þeir ekki öruggt að ávinningur af bólusetningunum vegi þyngra en mögulegar aukaverk- anir í ljósi þess að kórónuveirusýking leggst að jafnaði ekki jafn þungt á börn eins og fullorðna. Segir meðal annars í greininni: „Það er mikil mildi að kórónuveiran er mun vægari hjá yngstu kynslóðunum og er um 1.000 faldur munur á líkum á alvarlegum veikindum milli yngstu og elstu ald- urshópa.“ Taka þeir þá einnig fram að heil- brigð börn án alvarlegra, undirliggj- andi sjúkdóma séu í afar lítilli hættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónu- veirusýkingar. Hins vegar hafi ung- menni á Íslandi greinst með hjarta- vöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Taka þeir fram að þó einkenni og sjúkdómar geti virst væg- ir þá geta slíkir sjúkdómar valdið var- anlegum skaða á hjartavöðvanum. Komi full áhrif oft ekki fram fyrr en að mörgum árum liðnum. Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, segir gagn- rýni Sigfúsar og Kristjáns í greininni ekki nægilega vel rökstudda. Ásgeir tekur fram að aukaverkanir á borð við bólgu í hjartavöðva séu afar fátíðar og tekur hann fram að aukaeinkenni kór- ónuveirusýkingar meðal barna séu mun þekktara fyrirbæri. Eru þau jafnframt mun algengari og alvarlegri heldur en aukaverkanir bólusetning- ar. Morgunblaðið falaðist eftir við- brögðum sóttvarnalæknis og land- læknis varðandi þessa umræðu en engin svör fengust. Læknar ekki einhuga um bólusetningu barna - Ásgeir segir gagnrýni hjartalækna skorta rökstuðning Morgunblaðið/Eggert Bólusetningar Ásgeir segir aukaeinkenni kórónuveirusýkingar meðal barna mun alvarlegri og algengari en aukaverkanir bólusetninga. Ásgeir Haraldsson 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI HEYRNARÞJÓNUSTAHLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM NÝ TÆKNI Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Í gær fór síðasta messa sumarsins fram í gömlu Árbæjarkirkju. Í tilefni hennar ræddi séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson við kirkjugesti um sjón og trú og var meginkjarni málsins sá að fólk sér það sem það trúir og hugsi maður jákvætt skili það sér oftast í jákvæðri sýn á lífið. Með Kristni voru orgelleikarinn Sigrún Steingrímsdóttir, sem stjórnaði söngnum, og Bára Gríms- dóttir tónskáld, sem tók lagið. Að sögn Kristins var mætingin óvenju góð og var næstum hvert einasta sæti upptekið. „Ég hef það sem reglu að ég er aldrei með skrifaða ræðu í þessari kirkju, ég tala bara persónulega og án blaða. Ég reyni líka að hafa þetta stutt og einfalt. Það á ekki að vera kvöð að koma í messu, fólki á að finnast gaman.“ Kristinn segir kirkjuna og um- hverfið á Árbæjarsafninu minna á aðra veröld. Hefur hann messað í kirkjunni í meira en þrjá áratugi og segir hann ekkert jafnast á við þessa einföldu og hógværu kirkju. „Hún er svo lítil og látlaus, það skapast svo mikil nálægð. Maður gengur inn í gamlan tíma þegar maður kemur inn. Ég myndi segja að þetta væri bara eins og örlítið, vel varðveitt leyndarmál, þeir sem hafa komist upp á lag með að nýta þessa undra- veröld eru bara heppnir.“ Ljósmynd/Kolbeinn Karl Kristinsson Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson segir stærðina og einfaldleikann í gömlu Árbæjarkirkjunni skapa persónulegt og náið andrúmsloft. Engin kvöð að koma í messu - Síðasta messa sumarsins í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.