Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 12
Óráðlegt að hækka stýrivexti nú
viku stýrivexti til að spyrna gegn
yfirstandandi verðbólguskoti. Verð-
bólga tók að hækka um mitt síðasta
ár og fór hæst í 4,6% í apríl á þessu
ári en SI benda á að frá því í apríl
hafi verðbólga farið lækkandi auk
þess sem kannanir sýni að aðilar á
markaði vænti þess að verðbólga
haldi áfram að fikrast nær verð-
bólgumarkmiðum á komandi árs-
fjórðungum.
Ingólfur Bender er aðalhagfræð-
ingur SI og segir hann að þeir
kraftar sem hafi ýtt verðbólgu upp
að undanförnu séu að hluta utan við
áhrifasvið Seðlabankans: „Heims-
markaðsverð á ýmsum hrávörum
hefur verið á uppleið og t.d. olía
hækkað verulega. Bendir margt til
að um tímabundin áhrif sé að ræða
og hefur m.a. verðhækkun á timbri
gengið til baka að miklu leyti. Áhrif
gengislækkunar krónunnar í kór-
ónuveirufaraldrinum eru líka enn
að koma fram í verðlagi, og þá hafa
launahækkanir á vinnumarkaði átt
sinn þátt í verðbólguþróuninni.
Loks hefur dregið úr hækkun hús-
næðisverðs, m.a. vegna vaxtahækk-
unar Seðlabankans í maí og breyt-
inga á reglum um
veðsetningarhlutfall fasteigna.“
Búum enn við töluverða óvissu
Óttast Ingólfur að hækkun stýri-
vaxta nú myndi hafa íþyngjandi
áhrif á atvinnulífið á mjög við-
kvæmum tímum. Í greiningu SI
segir að hagvísar sýni að hagkerfið
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Samtök iðnaðarins birtu í morgun
greiningu þar sem lagst er gegn því
að Seðlabankinn hækki í þessari
sé tekið að rétta úr kútnum eftir
skakkaföll kórónuveirufaraldursins
og dregið hafi úr atvinnuleysi.
Efnahagsbatinn sé samt brothættur
og staða margra fyrirtækja slæm
eftir niðursveiflu undanfarinna
missera. Eftirspurn hafi tekið við
sér en sé ekki komin á sama stað og
áður og skuldastaðan víða erfið. Þá
hafi nýtt og bráðsmitandi afbrigði
kórónuveirunnar aukið óvissu um
efnahagsframvinduna.
„Og sú staðreynd að lang-
tímavæntingar markaðarins um
verðbólguhorfur eru í takt við verð-
bólgumarkmið Seðlabankans sýnir
að peningastefnunefnd hefur svig-
rúm til að taka meira tillit til þess
að styðja við efnahagsbatann með
því að bíða með frekari stýrivaxta-
hækkun,“ segir Ingólfur en næsti
vaxtaákvörðunardagur er á mið-
vikudag, 25. ágúst. Á fundi nefnd-
arinnar í maí var ákveðið að hækka
stýrivexti úr 1% í 1,25% og má
greina af fundargerð að meðlimir
nefndarinnar vildu stíga varlega til
jarðar.
„Þurfum að vaxa
upp úr lægðinni“
Aðspurður hvort ríki og sveitar-
félög gætu notað sín tæki til að
hjálpa Seðlabankanum að draga úr
verðbólguþrýstingi segir Ingólfur
að SI hafi lengi bent á þörfina á því
að peningastjórnunin og opinber
fjármál gangi í takt. Segir hann að
SI hafi bent á fjölmargar aðgerðir í
þessum málum. Eitt af því hafi ver-
ið að laga þurfi framboðshlið fast-
eignamarkaðarins og að sveitar-
félögin dragi lappirnar þegar
kemur að því að tryggja að framboð
nýbygginga sé í samræmi við eftir-
spurn, með tilheyrandi verðhækk-
unaráhrifum. „Stjórnvöld þurfa að
hafa það hugfast nú að við getum
ekki skattlagt okkur upp úr þeim
áföllum sem atvinnulífið varð fyrir í
faraldrinum heldur þurfum við að
vaxa upp úr lægðinni. Þar höfum
við úrræði á sviði nýsköpunar,
menntunar, innviða og fleiri þátta
sem styrkja starfsumhverfi fyrir-
tækja. Höfum við m.a. bent atriði á
borð við að lækkun trygginga-
gjaldsins sem myndi ýta undir at-
vinnusköpun. Miklu skiptir að for-
gangsröðunin sé rétt og áhersla
lögð á þær aðgerðir sem líklegastar
eru til að örva hagvöxt.“
Bati Ingólfur Bender segir verð-
bólgu þegar á niðurleið.
- SI segja efnahagsbatann að undanförnu vera brothættan og að hærri
stýrivextir geti m.a. bitnað á fyrirtækjum sem glíma við erfiða skuldastöðu
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Stutt er síðan lífleg umræða spannst
um vinnubrögð og rekstur samskipta-
deildar Landspítalans. Var tilefnið
óheppilega orðað bréf sem stjórnandi
deildarinnar sendi stjórnendum spít-
alans og baðst síðar afsökunar á.
Ingvar Örn Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri almannatengslafyrir-
tækisins Cohn & Wolfe á Íslandi,
segir fleira athugavert við málið og
að það veki upp spurningar hvort hið
opinbera mætti ekki nýta sér þjón-
ustu utanaðkomandi aðila frekar en
að starfrækja stórar samskiptadeild-
ir hjá hinum ýmsu stofnunum. Segir
hann samskiptamál Landsbankans
gott dæmi því miðað við þær tölur
sem hafi komið fram í umræðunni er
hæpið að stofnunin hafi mikinn ábata
af núverandi fyrirkomulagi.
„Í fréttum hefur verið nefnt að
samskiptadeild Landspítalans velti
um 100 milljónum króna á ári og er
það í námunda við veltu sumra sjálf-
stæðra almannatengslafyrirtækja
sem eru þó með tugi viðskiptavina og
samanlagt mun fleiri verkefni en
samskiptadeild spítalans. Bara út frá
þessum upphæðum ætti að vera ljóst
að almannatengslafyrirtæki ættu að
geta sinnt sömu vinnu með mun hag-
kvæmari hætt,“ segir Ingvar.
Spurður hvað gæti valdið þessum
mikla mun í skilvirkni segir Ingvar
að almannatengslastofur njóti iðu-
lega góðs af stóru tengslaneti og eins
því að ólíkir viðskiptavinir hafa hlið-
stæð vandamál sem leysa má með
svipuðum hætti. Þá hafi einkaaðilar
sem ráðnir eru í verktöku mun
sterkari hvata til að tryggja að verk-
kaupi fái sem mest fyrir peninginn.
Stefna sem veikir atvinnulífið
Ingvar segir að sama lögmál eigi
við um flesta þá þjónustu sem hægt
er að fá aðkeypta frekar en að vinna
innanhúss hvort heldur hjá fyrirtæki
eða stofnun. „Það er eðlilegt að hafa
áhyggjur af þeirri þróun sem virðist
vera að eiga sér stað þar sem æ
meira af alls kyns þjónustu og ráð-
gjöf er tekið inn í rekstur stofnana
frekar en að nýta krafta sjálfstæðra
sérfræðinga á markaði. Getur þetta
ekki aðeins þýtt minnkaða skilvirkni
og þar með aukinn kostnað, heldur
er með þessu verið að veikja atvinnu-
lífið og draga úr þeirri samvirkni og
uppsöfnun þekkingar sem á sér stað
þegar einkafyrirtæki eiga þess kost
að þjónusta fjölda stofnana og fyrir-
tækja úr ólíkum áttum. Sú þekking
og reynsla sem verður til hjá tiltek-
inn deild stofnunar ratar sjaldan út
fyrir veggi deildarinnar, ólíkt því
sem gerist þegar þjónustan er keypt
utan frá.“
Bendir Ingvar á að skynsamlegast
geti verið að hafa einn starfsmann,
eða lítinn hóp starfsmanna innan-
búðar sem síðan styðjast við ráðgjöf
utanaðkomandi aðila, og gildi þá einu
hvort um er að ræða almannatengsl,
hugbúnaðarmál, bókhaldsvinnu eða
lögfræðistörf, svo nokkur dæmi séu
nefnd: „Starfsmennirnir þekkja þá
reksturinn í meiri smáatriðum en
nýta utanaðkomandi þjónustu til að
leysa afmörkuð verkefni eða til að
veita nýja sýn á málin.“
Segir hann að verði að varast það
alveg sérstaklega að heilu deildirnar
verði til í kringum störf sem aug-
ljóslega má útvista og má þar aftur
vísa til reynslu Landspítalans: „Þeg-
ar búið er að ráða fólk til starfa getur
stundum komið upp sú staða að allt
of margar hendur eru til að vinna
þau verk sem vinnustaðurinn þarf
sannarlega á að halda. Þá er hætt við
að alls kyns gæluverkefni byrji að
skjóta upp kollinum, þ.e.a.s. að
starfsfólkið fari að búa til vinnu fyrir
sjálft sig til að réttlæta eigið starf.
Þannig hélt t.d. samskiptadeild
Landspítalans úti hlaðvarpsþætti á
sínum tíma sem deilt var um að þörf
væri fyrir eða mikið gagn af,“ út-
skýrir Ingvar og segir þetta lögmál
eiga við um alla vinnustaði: „Þessi
munur er alltaf fyrir hendi þegar við
höfum möguleikann á aðkeyptri að-
stoð annars vegar og fjölgun stöðu-
gilda hins vegar.“
Þurfa allir að hafa
grafískan hönnuð
Að mati Ingvars gæti það verið
gæfuspor ef væru hreinlega settar
reglur sem knýja opinberar stofnan-
ir til að kaupa faglega ráðgjöf og
vinnu frá fyrirtækjum landsins frek-
ar en að reka sínar eigin deildir í
kringum alls kyns verk. Reglur um
opinber innkaup ættu t.d. að taka til
þess að verkefni á borð við þau sem
eru á borði samskiptadeildar séu ein-
faldlega boðin út, enda eru upphæð-
irnar slíkar. Nefnir Ingvar sem aug-
ljóst dæmi um að eitthvað sé bogið
við núverandi fyrirkomulag að hjá
velflestum ríkisstofnunum megi í
dag finna grafískan hönnuð. Tiltekur
hann annað nýlegt dæmi þar sem
upp komst að frekar en að bjóða
verkið út hyggist Reykjavíkurborg
ráða til sín marga tugi forritara til að
sinna „tímabundnu“ verkefni á sviði
stafrænnar þróunar.
„Að knýja á um útvistun myndi
leiða til sparnaðar í rekstri hins opin-
bera og setja þrýsting á stofnanir
um að beita faglegri nálgun við að
leysa hin ýmsu viðfangsefni auk þess
sem það viðheldur þekkingarsköpun
sem nýtist fleirum í samfélaginu en
bara stofnunum. Eitthvað verður að
gera í þessu, meðal heildarlaun hins
opinbera eru 100 þúsund krónum
hærri en hjá einkageiranum þar sem
verðmætasköpunin fer fram.“
Innvistun verkefna áhyggjuefni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afkastamunur „Í fréttum hefur verið nefnt að samskiptadeild Landspít-
alans velti um 100 milljónum króna á ári og er það í námunda við veltu
sumra sjálfstæðra almannatengslafyrirtækja sem eru þó með tugi við-
skiptavina,“ segir Ingvar um nýlegt dæmi úr fréttum.
- Stofnanir hins opinbera virðast gjarnar á að fjölga stöðugildum og jafnvel setja heilu deildirnar á
laggirnar þegar skynsamlegra og hagkvæmara væri að kaupa þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga
23. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.0
Sterlingspund 174.22
Kanadadalur 99.14
Dönsk króna 20.089
Norsk króna 14.094
Sænsk króna 14.467
Svissn. franki 139.46
Japanskt jen 1.1672
SDR 181.24
Evra 149.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.9866