Morgunblaðið - 23.08.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.08.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 Barnamenning Á Austurvelli má nú sjá útisýningu á myndum Lindu Ólafsdóttur úr bókinni Reykjavík barnanna við texta Margrétar Tryggvadóttur sem gleður stóra sem smáa. Kristinn Magnússon Um 90% Íslendinga (16+) eru nú full- bólusett fyrir Co- vid-19-veirunni. Þeir eru þannig varðir fyrir alvarlegum veikindum sem veiran getur vald- ið. Börn munu eiga kost á bólusetningu á komandi vikum og mánuðum og reynslan sýnir að óbólusett börn veikjast sem betur fer lítið. Þeir sem velja að þiggja ekki bólu- setningu taka áhættuna sem í því felst en sá hópur er fámennur á Ís- landi. Þó þarf að vernda sér- staklega þá sem ekki geta þegið bólusetningu af læknisfræðilegum ástæðum. Við þessar aðstæður hefði verið eðlilegt að hverfa aftur til eðlilegs lífs – lífs án hafta. Þegar búið er að verja landsmenn fyrir veikindum þá á fjöldi smita ekki að ráða för. Smit valda bólusettum einstaklingum ekki veikindum, nema í undantekn- ingartilfellum. Þau undantekning- artilfelli eru hlutfallslega fá og af þeim toga að þróað heilbrigðiskerfi ætti að ráða við að meðhöndla þau með viðunandi hætti. En við þessar aðstæður býður núverandi ríkisstjórn upp á meiri höft og fleiri takmarkanir sem hafa tilheyrandi slæm áhrif á fólkið í landinu, börnin okkar og atvinnu- lífið. Sóttvarnalækni hefur að miklu leyti verið falin stjórn landsins síð- astliðið eitt og hálft ár. Ásamt sam- starfsfólki hefur hann, með þátt- töku almennings, náð ágætum árangri í sóttvörnum og við bólu- setningu þjóðarinnar. En nýlega gaf sóttvarnalæknir út framtíðar- sýn sína á lífið með Covid-19. Marga rak í rogastans enda voru þar kynnt frekari höft, frelsisskerðingar og þvingað breytt lífs- mynstur hjá full- bólusettri þjóð. Fram- tíðarsýnin var fullkomlega á skjön við skynsamlega leiðsögn sóttvarnalæknis þann 8. ágúst síðastliðinn í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgj- unni, en þar sagði hann, orðrétt: „Það eru bara tvær leiðir til að búa til þetta hjarðónæmi og koma þannig í veg fyrir stóran faraldur, það er annaðhvort að láta sýkinguna ganga yfir sjálfa eða ná henni með bólusetningu.“ Sóttvarnalæknir hélt áfram: „ en við verðum að segja að bólusetn- ingin hefur komið í veg fyrir alvar- leg veikindi, það er ekki nokkur spurning um það, þannig að það er ekki eins og við höfum ekki fengið neitt út úr þessari bólusetningu, það er alls ekki þannig. Ég hefði svo gjarnan viljað að bólusetningin væri betri í að koma í veg fyrir smit. En þannig er bara staðan og þá þurfum við bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön, það er bara ekk- ert öðruvísi“. Að lokum sagði sóttvarnalæknir: „við þurfum þá að bólusetja og verja þá betur sem eru viðkvæmir fyrir en láta okkur lynda að sýk- ingin smiti aðra. Það eru náttúrlega flestir sem fá þetta vægt og öðlast þannig gott ónæmi, þannig að við þurfum einhvern veginn að sigla milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veik- indum, þannig að spítalakerfið riði til falls en samt ná þessu hjarð- ónæmi með því að láta veiruna ganga. Það er ekki takmark núna í sjálfu sér að útrýma veirunni eða losa hana alveg úr samfélaginu, við munum þá bara á öðrum tímapunkti fá hana einhvern veginn inn“. Þessi sýn sóttvarnalæknis á stöðu mála og framhaldið er sú raunhæfa í stöðunni. Að treysta á bólusetn- inguna, ná hjarðónæmi og halda áfram með lífið en verja áfram þá viðkvæmu. Eins og gert er með aðr- ar veirur og pestir sem herja á heimsbyggðina ár hvert. Bóluefnin virka því fáir veikjast mikið og þá er ekki þörf á höftum. En þá kemur að spurningunni um hvers vegna sóttvarnalæknir hvarf frá þessari sýn sinni seinna sama dag. Svo virðist sem að í stað þess að taka ákvarðanir um höft og frelsisskerðingu á lífi fólks út frá stöðu veikinda vegna Covid-19- faraldursins sé almenn staða Land- spítalans farin að marka stefnuna. Minnisblöð sóttvarnalæknis inni- halda allt í einu tillögur á borð við „efla skal heilbrigðiskerfið“. Hve- nær það varð hans hlutverk að hafa sérstaka skoðun á rekstri Landspít- alans og nýtingu fjármagns, er áhugaverð spurning en gott og vel – skoðum þá heilbrigðiskerfið og stöðu þess í dag. Heilbrigðisráðherra hefur haldið heilbrigðiskerfinu í heljargreipum síðastliðin fjögur ár. Dregið hefur úr heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni þvert á vilja og velferð landsmanna, allri aðkomu einka- reksturs að heilbrigðisþjónustu hef- ur verið hafnað og sjálfstæðum rekstri hefur verið útrýmt þar sem hann var fyrir við góðan orðstír. Steinar hafa verið lagðir í götu þeirra einkaaðila sem hafa viljað að- stoða heilbrigðiskerfið í faraldr- inum, þeim ýmist ekki svarað eða verið hafnað. Aðrir ráðherrar í rík- isstjórninni hafa ekki gripið í taum- ana til að afstýra því að staða Land- spítalans yrði á endanum ástæða þess að hér búa fullbólusettir Ís- lendingar enn við skerðingar á venjulegu lífi. Stjórnendur spít- alans segjast ekki ráða við örfá, al- varleg tilfelli veikinda á hverjum tíma. Af því má ætla að spítalinn réði þá ekki við hópslys á vegum landsins eða aðrar hörmungar sem hent geta í daglegu lífi. Staðfest smit af völdum Covid-19 á Íslandi eru nú um 10 þúsund og ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við fleiri tilfelli alvarlegra veikinda en nú eru uppi, örfá, þá verður sú raunin næstu 7 ár. En það er sá tími sem tekur, með þessu áframhaldi að ná hjarðónæmi, ef áætlað er að um 70% þjóðarinnar þurfi að smitast til að svo verði, miðað við rúmlega 100 smit á dag. Lausnin er ekki að skerða áfram venjulegt líf fólks á Íslandi. Lausnin er að ráðast af alvöru að vandanum í rekstri heilbrigðiskerfisins á Ís- landi. Það er augljóslega í algjörum lamasessi og mun aðeins versna ef ekkert breytist. Sami vandi er ekki í þeim löndum sem okkur er svo tamt að bera okk- ur saman við. Til dæmis greindi Björn Zoëga, forstjóra Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, nýlega frá því í viðtali við Morgunblaðið að við upphaf faraldursins árið 2020 hafi hann brugðist við með því að fimmfalda fjölda gjörgæslurýma á spítalanum til að mæta betur far- aldrinum ásamt því að geta áfram sinnt þeim alvarlegu veikindum sem koma upp í daglegu lífi. Það er því ljóst að það er hægt að ráðast að vandanum – með útsjónarsemi, góðum skilningi á rekstri og vilja stjórnvalda til að notast við nýjar lausnir og leiðir til að tryggja heilbrigðisþjónustu sem veitir meira svigrúm til að mæta al- varlegum veikindum. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki vaxnir verkefninu sem felst í því að endurmeta stöðuna í ljósi gjörbreyttra aðstæðna í samfélag- inu í baráttunni við faraldurinn, taka aftur stjórnina (eins og sótt- varnalæknir hefur reyndar ítrekað kallað eftir) og leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem við finnum okk- ur í. Það þarf nefnilega kjark til að stjórna á erfiðum tímum því þá þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Það get- ur líka verið erfið ákvörðun að segja „stopp“ þegar þeim árangri er náð sem að var stefnt. Nú þegar þjóðin er nær full- bólusett þarf að hætta að setja full- frískt fólk í sóttkví og lama þannig atvinnulífið og setja menntun barna í uppnám. Það þarf að hætta að skerða venjulegt líf til að koma í veg fyrir öll smit þegar smitin leiða ekki lengur til veikinda, varla einkenna, hjá miklum meirihluta fólks. Það þarf að tryggja það strax að heil- brigðiskerfið ráði við nokkur tilfelli alvarlegra veikinda af völdum Co- vid-19 eða slyss á þjóðveginum eða hvers annars sem kallar á umönnun á gjörgæslu með öllum færum leið- um. Það er ekki ásættanlegt að ís- lensk þjóð lifi áfram í fjötrum því þeir sem eiga að stjórna gera það ekki. Það er hægt að feta sig varlega út úr höftum án þess að leggja líf fólks í hættu, eins og sóttvarnalæknir hefur sagt. Gerum það. Eftir Bergþór Ólason » „ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við fleiri tilfelli alvarlegra veik- inda en nú eru uppi þá mun taka tæplega 7 ár að ná fram hjarð- ónæmi“ Bergþór Ólason Höfundur er þingmaður Miðflokksins. 7 ár í höftum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.