Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 18

Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 ✝ Guðrún Þórð- ardóttir fædd- ist á Stokkseyri 29. ágúst 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 3. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Þórð- ur Jónsson, f. 1886, d. 1959, og Mál- fríður Halldórs- dóttir, f. 1889, d. 1933. Systkini Guðrúnar voru Sigurður, f. 1912, d. 1978, Krist- ín, f. 1913, d. 2003, Ragnar, f. 1915, d. 1972, Helga, f. 1926, d. 2016. Fósturforeldrar Guðrúnar frá tveggja til 13 ára voru Guð- rún Torfadóttir, f. 1869, d. 1950, og Helgi Jónsson, f. 1868, d. 1950. Fósturbræður Guðrúnar voru Jón Helgason, f. 1903, d. 1976, og Hálfdan Helgason, f. 1908, d. 1972. Eiginmaður Guðrúnar var Guðmundur L.Þ. Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, f. í Hnífsdal 4. desember 1921, d. 24. júní 2008. Þau giftust 16. nóvember 1946 og bjuggu fyrst á Ísafirði en í Reykjavík frá 1953. Synir Guðrúnar og Guð- mundar eru: 1) Gunnar Helgi fræðingur, f. 1980, gift Stefan Otte. Börn þeirra eru Linda, f. 2009, Hanna, f. 2012, og Tómas, f. 2020. c) Helgi íþróttafræð- ingur, f. 1990, sambýliskona Eva Dögg Jóhannsdóttir. 3) Guð- mundur Þórður handknattleiks- þjálfari, f. 1960, kvæntur Fjólu Ósland Hermannsdóttur fata- hönnuði, f. 1969. Dóttir þeirra er Júlía Ósland, f. 2007. Áður var Guðmundur Þórður kvænt- ur Helgu B. Hermannsdóttur. Synir þeirra eru a) Hermann leiðsögumaður, f. 1990, sam- býliskona Sigríður Guðbrands- dóttir. b) Guðmundur Lúðvík framkvæmdastjóri, f. 1992, sam- býliskona Katrín Einarsdóttir. Dóttir þeirra er Carmen Helga, f. 2020. c) Arnar Samúel raf- greinir, f. 1996. Guðrún gekk í Miðbæjar- barnaskólann og Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Sem ung- lingur vann hún við barnagæslu. Vann í bakaríi Gísla Ólafssonar 1939-1944 er hún fór í hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Guðrún var lengst af heimavinn- andi og rak fallegt heimili í Litlagerði 6. Hún var myndarleg hannyrðakona. Hafði mikið yndi af því að ferðast, ekki síst um Ís- land. Var í saumaklúbbi með vinkonum um áratugaskeið. Guðrún fór aftur að vinna úti rúmlega fimmtug við ræstingar, lengst af í Vogaskóla. Útför hennar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 23. ágúst 2021, klukkan 15. læknir, f. 1947, kvæntur Ragnheiði Narfadóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1948. Synir þeirra eru a) Guð- mundur læknir, f. 1971, kvæntur Ernu Guðlaugs- dóttur. Synir þeirra eru Daníel, f. 2010, og Gunnar Emil, f. 2012. Dóttir Guð- mundar og Lovísu R. Ólafs- dóttur er Magdalena, f. 2000. b) Gunnar Narfi lögfræðingur, f. 1977, kvæntur Lóu Ingv- arsdóttur. Börn þeirra eru Ingv- ar Dagur, f. 2006, og Emma Sól- ey, f. 2013. 2) Björn framhaldsskólakennari, f. 1955, kvæntur Margréti Héðinsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1957. Börn þeirra eru a) Héðinn lífs- kúnstner, f. 1975, sambýliskona Þórhalla B. Jónsdóttir. Synir þeirra Jón Dagur, f. 2013, og Davíð Björn, f. 2014. Sonur Héð- ins og Guðrúnar H. Kristins- dóttur er Kristinn, f. 1996, sam- býliskona Ástrós Ársælsdóttir, sonur þeirra er Ársæll Örn, f. 2021. Sonur Héðins og Maríu V. Ragnarsdóttur er Haraldur Hjalti, f. 2002. b) Guðrún lífefna- Lengi býr að fyrstu gerð. Sú viska var meðfædd hjá mömmu, arfur frá foreldrum hennar, Þórði og Málfríði, og styrkt af fósturfor- eldrum hennar frá 2 til 13 ára. Þegar mamma fór til þeirra voru Guðrún Torfadóttir og Helgi Jónsson komin yfir fimmtugt og Hálfdan, sonur þeirra, 16 ára. Bróðir hans, Jón, var eldri, kvænt- ur og fluttur að heiman. Mamma minntist fósturforeldra sinna og -bræðra af mikilli hlýju og hjá þeim ólst hún upp við mikið ást- ríki. Sjálf hefur litla 2 ára hnátan væntanlega verið fósturforeldrum sínum mikill gleðigjafi frá upphafi. Mamma var húsmæðraskóla- gengin húsmóðir, snyrtimennska var henni í blóð borin og við bræð- ur ólumst upp við reglusemi, ör- yggi, ást og umhyggju. Hún var alltaf til staðar, til hennar gátum við alltaf leitað. Pabbi og mamma voru ekki rík af efnislegum gæðum, en þeim mun ríkari af manngæsku og hjálpuðu mörgum sem stóðu höll- um fæti í lífinu. Sjálf voru þau nægjusöm og nýtin, fóru vel með alla hluti. Mamma henti aldrei mat og nýtti afganga til að búa til nýjar og lystugar máltíðir. Mamma var listaprjónakona. Alla mína barnaskólagöngu var ég í peysum sem mamma prjónaði. Seinna prjónaði hún peysur á barnabörnin, sem enn eru í notk- un og hafa vakið aðdáun kennara barnanna. Mamma hafði yndi af ferðalög- um. Þau pabbi fóru nokkrar ferðir til útlanda. Þar var vandað til vals- ins og Evrópa skoðuð með reynd- um leiðsögumönnum. Mamma naut þess líka að ferðast um Ís- land. Stolt sýndi hún afkomendum sínum æskustöðvarnar á Stokks- eyri. Alltaf var hún til í að koma með í sumarhús hér og þar um landið eða dvelja í sumarbústaðn- um okkar í Skorradal og fara í dagsferðir um Borgarfjörðinn. Það gerði hún til 96 ára aldurs. Mamma og pabbi fengu ekki tækifæri til langrar skólagöngu, en þau veittu okkur bræðrum sannarlega tækifæri til mennta. Þegar ég, 19 ára, ámálgaði að mig langaði í háskóla í Bandaríkjunum fékk ég strax stuðning þeirra. Við bræður fengum líka stuðn- ing til að stunda íþróttir. Þegar ég spilaði fótbolta í yngri flokkum Víkings kom pabbi alltaf að horfa á og þegar heim var komið var mamma búin að baka brúnköku og súkkulaðiköku. Þegar ég, í fyrsta jólafríinu frá náminu í Bandaríkjunum, kynnti Margréti fyrir mömmu og pabba tóku þau henni af einlægri hjarta- hlýju og þar með hófst gæfuríkt samband Margrétar og þeirra. Mamma sagði mér síðar að hún hafi strax séð það á mér að ég ætl- aði mér að eiga þessa stúlku! Eftir að pabbi féll frá þótti mömmu fátt betra en að gista í Móvaðinu um helgar, prjóna með aðstoð Mar- grétar, fara út að ganga meðfram ánni Bugðu, umgangast lang- ömmubörnin og fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Mamma var pabba stoð og stytta í veikindum hans og eftir hans dag bjó hún áfram sjálfstætt í Miðleiti 7. Hún var hetja sem stóð meðan stætt var og fór ekki á hjúkrunarheimili fyrr en tveimur mánuðum áður en hún lést. Mamma sinnti mikilvægasta starfi þjóðfélagsins, að koma börnunum sínum til manns. Hún tók þarfir barnanna sinna fram yf- ir sínar og mig skortir orð til að lýsa því þakklæti sem mér býr í brjósti nú þegar ég kveð mömmu. Blessuð sé minning hennar. Björn Guðmundsson. Ég kveð hér móður mína sem nú er látin nær 99 ára gömul. Ég naut þess ásamt bræðrum mínum að alast upp við einstaka ást og umhyggju foreldra minna. Sjálfur er ég elstur okkar bræðranna og var eina barn foreldra minna þar til ég var átta ára. Fyrstu sex ár ævi minnar bjuggum við í húsi stórfjölskyldunnar á Sólgötu 8 á Ísafirði þar sem gott var að alast upp. Síðar fluttum við til Reykja- víkur, þar sem pabbi og mamma byggðu sér hús í Litlagerði 6, sem var heimili þeirra um áratuga skeið. Mamma var heimavinnandi eins og það var kallað, en pabbi vann mikið til að afla tekna fyrir heimilið. Lífið var í föstum skorð- um. Alltaf var passað upp á við bræður værum snyrtilegir og vel klæddir. Séð til þess að nesti væri útbúið fyrir skólann. Þegar heim var komið var tekið á móti manni opnum örmum og útbúið eftirmið- dagsdrekk, gjarnan kökur eða annað bakkelsi. Þarna upplifði ég sem barn skjól og öryggi, en hugs- aði svo sem ekkert um það hve dýrmætt slíkt skjól var. Mamma var alltaf til staðar, umhyggjusöm og kærleiksrík. Ég minnist stunda þegar ég var sjö ára og við biðum eftir því að pabbi kæmi heim eftir langan vinnudag, þá sátum við saman og mamma las fyrir mig söguna um Bláskjá. Þá minnist ég margra ferða vestur á Ísafjörð eft- ir að við fluttum suður. Ferðin gat tekið allt að 15 tíma og þá var eins gott að vera vel nestaður. Mamma undirbjó slíkar ferðir af kostgæfni því borða þurfti margar máltíðir í ferðinni og engum sjoppum eða veitingahúsum til að dreifa á leið- inni. Einnig minnumst við Stella og strákarnir okkar, Guðmundur og Gunnar Narfi, ýmissa ferða um landið enda hafði mamma mikla ánægju af ferðalögum um Ísland. Pabbi og mamma áttu fallegt og kærleiksríkt líf saman, en hann lést fyrir 13 árum. Það var mömmu bæði þungt og erfitt að missa hann og syrgði hann mikið það sem eftir var ævinnar. Síðustu 15 árin bjó mamma í fallegri íbúð í Miðleiti 7. Hún sá að mestu um sig sjálf meðan heilsan leyfði eða þar til í lok maí sl. en þá var hún að mestu búin að missa sjón og heyrn. Hún fór þá á hjúkrunar- heimilið Grund þar sem hún greindist síðar með lungnabólgu sem hún jafnaði sig aldrei af og lést 3. ágúst. Blessuð sé minning móður minnar. Gunnar Helgi. Að heilsast og kveðja er lífsins gangur. Ég kveð hér tengdamóð- ur mína, Guðrúnu Þórðardóttur, með hlýju og þakklæti. Dúdda eins og hún var alltaf kölluð var hógvær, hjartahlý og hjálpsöm. Ég var 17 ára þegar við Gunnar kynntumst og ég fór að venja komur mínar í Litlagerði 6. Í fyrsta skipti sem ég kom þangað höfðum við Gunnar farið í bíó. Þegar heim var komið beið okkar dýrindis súkkulaðikaka sem Dúdda hafði bakað. Okkar fyrsta hjúskaparár bjuggum við Gunnar í kjallaranum hjá Dúddu og Guð- mundi tengdapabba en hann lést 2008. Á heimili tengdaforeldra minna var mikil regla á öllum hlut- um. Hádegismatur kl. 12. Alltaf bakað fyrir helgina, ýmist brún- kaka eða súkkulaðikaka með heimsins besta kremi. Alla laug- ardaga fór Dúdda í lagningu, en hún vildi alltaf líta vel út. Dúdda var mikil og góð húsmóðir. Hún bauð ætíð fram aðstoð þegar við þurftum pössun fyrir Guðmund, eldri son okkar, þegar hann var lítill og var það ómetanlegt, þegar ég var farin að vinna og Gunnar var í læknanáminu. Dúdda hafði mjög gaman af að ferðast um landið sitt. Það voru ófáar ferðirn- ar sem hún og tengdapabbi fóru með okkur í sumarfrí, í bústaði eða tjaldferðir. Einnig heimsóttu þau okkur Gunnar þegar við bjuggum í Svíþjóð og Kanada þeg- ar hann var í sínu sérnámi. Dúdda og Guðmundur fóru einnig til London með okkur í skemmtilega og minnisstæða ferð. Ári eftir að tengdapabbi lést buðum við henni með okkur til Lundar í Svíþjóð til að heimsækja Guðmund, son okk- ar, og Ernu tengdadóttur, en þá var Dúdda á 87. ári. Hún var ótrú- lega dugleg og gekk mikið með okkur til að skoða það markverð- asta. Tengdamamma missti mikið þegar tengdapabbi lést fyrir 13 ár- um. Hún bjó eftir það ein og sá um sig sjálf að mestu leyti þar til nú í lok maí. Hún hafði alla tíð verið mjög heilsuhraust, en lengi búið við mikla heyrnarskerðingu. Síðla vetrar fór hún að tapa sjón sem hún missti nær alfarið á nokkrum vikum. Eftir það var hún ófær um að búa ein. Tengdamamma lést á hjúkrunarheimilinu Grund 3. ágúst. Blessuð sé minning hennar, Ragnheiður. Amma mín var sérstök. Hún var gjöful á tíma og þolinmóð, hvort sem hún svaraði afa í hundr- aðasta sinn þegar hann spurði „Dúdda hvar eru gleraugun mín“ eða las fyrir mig um Puta í kexinu, seinna las hún mér reyndar pist- ilinn ef henni fannst ég fara óvar- lega með peninga. Hagsýni rann í blóðinu og það var ekki vel séð að ég væri að kaupa kex í 10-11 ef ég gat sparað mér nokkrar krónur og keypt sama kex í Bónus. Talnag- lögg var hún og stálminnug, rit- höndin fögur. Ég hugsa stundum hvaða vettvang hún hefði kosið sér ef hún hefði verið ung kona í dag. Ung stúlka fædd þremur árum eftir fyrra stríð hafði ekki sama val og æska nútímans. Oft sat ég sem barn og virti hana fyrir mér og fylgdist með henni vinna heim- ilisverkin. Hvort sem hún hellti upp á kaffi, skrældi kartöflur eða smurði kremi á súkkulaðiköku; hún var bein í baki, hreyfingar mjúkar og fumlausar. Hún lét mig heyra það ef henni fannst ég kasta til höndunum, t.d. ef ég sló blett- inn, og brýndi fyrir mér að það skipti máli að öll verk, stór og smá, væru afgreidd af vandvirkni. Ein dyggð stendur upp úr. Þegar ég var strákur var ég sendur á leikj- anámskeið í næsta húsi, þaðan sem hún er jarðsungin í dag. Í kjallara Bústaðakirkju var ég ef- laust ódæll, hafði í frammi einhver strákapör sem reyndar ég ekki man í dag, allavega sendi umsjón- armaðurinn mig heim strax eftir að við krakkarnir í kjallaranum vorum búin að borða nestið okkar. Amma tók á móti mér og spurði hvað hafði komið upp á. Ég man að mér fannst maðurinn ósann- gjarn, fannst hann bölvaður asni og reyndi að fá ömmu til að taka undir orð mín. Það tókst ekki. Ég reyndi hvað ég gat, á endanum sagði hún brosandi „já hann er kostulegur karl“. Ég heyrði ömmu mína aldrei tala illa um nokkurn mann, lifandi eða dauðan. Þetta hljómar lyginni líkast, sérstaklega á okkar tímum þar sem tungur gjarnan óvarlega meiða. Amma var vönduð kona. Hún var nægju- söm, stundum virtist nægja henni sú vitneskja að sólin kæmi upp næsta dag. Hún bað um lítið og gaf fólkinu í kringum sig mikið. Ég minnist hennar með hlýju og kveð hana þakklátur fyrir allar stundirnar sem ég átti með henni. Guðmundur Gunnarsson. Við kveðjustund hugsa ég hlýtt til ömmu minnar sem hefði orðið 99 ára eftir nokkra daga. Minning- arnar sem koma fyrst upp í hug- ann eru úr barnæsku þegar þau amma og afi bjuggu í Litlagerði 6. Þangað var alltaf gaman að koma en húsið hafði afi byggt á tímum sem voru erfiðir og oft höfðu þau ekki mikið á milli handanna. Þá var unnið myrkranna á milli til að búa til fallegt heimili fyrir fjöl- skylduna enda bæði harðduglegt fólk. Heimili ömmu og afa var spennandi fyrir ungan dreng að heimsækja, á þremur hæðum með fallegum garði og stórum bílskúr sem var fullur af alls kyns fram- andi hlutum. Afi var alltaf til í að leyfa mér að grúska eitthvað í bíl- skúrnum en amma tók síðan á móti manni með súkkulaðiköku og mjólk. Þá eru mér mjög minnis- stæð þau skipti sem ég fékk að gista hjá ömmu og afa, allar úti- legurnar sem við fórum í um land- ið og öll matarboðin á sunnudags- kvöldum þar sem amma töfraði fram dýrindis kræsingar. Minn- ingarnar frá þeim tíma þegar ég fékk að læra í kjallaranum í Litla- gerði fyrir lögfræðiprófin eru mér einnig ofarlega í huga, en amma sá um að ungum námsmanni liði vel við lesturinn og væri aldrei svang- ur. Amma mín var með eindæmum góð og hjartahlý kona, róleg, reglusöm og féll aldrei verk úr hendi. Hún hafði einstaklega þægilega nærveru og það var allt- af gott að spjalla við hana um dag- inn og veginn. Hún var alla tíð stálminnug og meira að segja eftir að líkamlegri heilsu fór að hraka á efri árum hafði hún mjög skýra hugsun og mundi eftir hlutum í smáatriðum. Eftir að afi dó árið 2008 bjó amma ein allt undir það allra síðasta en maður sá glöggt hve sárt hún saknaði afa. Ég veit að afi tekur nú vel á móti þér. Ég kveð þig elsku amma mín með söknuð í hjarta en um leið af- ar þakklátur fyrir þær minningar sem ég á um þig og afa. Megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Blessuð sé minning þín. Gunnar Narfi. Guðrún Þórðardóttir, tengda- mamma Margrétar systur, er lát- in tæplega 99 ára gömul. Í 45 ár hafa leiðir okkar legið saman og samverustundirnar orðnar marg- ar og allar voru þær gleðilegar. Dúdda, eins og hún var jafnan kölluð, var einstök kona. Hún var brosmild og jákvæð. Umvefjandi og sterk. Nærvera hennar ein- kenndist af hógværð og góð- mennsku. Dúdda lét sig annað fólk varða. Hún sýndi öllu lífi áhuga og ungviðið í fjölskyldunni laðaðist að henni. Þau sómahjón, Guðmundur L.Þ. og Dúdda, áttu það sameig- inlegt að vera miklir mannvinir og perlur í mannhafinu. Ævi Dúddu þekki ég í raun ekki mikið, en þó nóg til þess að vita að hún var sinnar gæfu smiður. Hún tókst á við lífið og tilveruna með seiglu, jákvæðni og miklum styrk. Hún skapaði sér og sinni fjöl- skyldu fallegt líf og umvafði sitt fólk með ást og umhyggju. Heimili hennar og Guðmundar í Litla- gerðinu bar þeim báðum fagurt vitni. Fegurð og smekkvísi ein- kenndi heimilið og hlýja þeirra hjónanna var takmarkalaus. Sama má segja um heimili Dúddu í Mið- leitinu. Dúdda hélt heimili frá unga aldri; fyrst í Reykjavík, þá á Ísafirði og svo aftur í Reykjavík, nánast til dauðadags. Heimilis- hald, fyrir unga stúlku, fyrir 85 ár- um var ekki dans á rósum. Dúdda gerði ekki mikið úr þessu afreki sínu enda hógvær og lítillát. Það er ekki hægt að minnast Dúddu án þess að nefna hversu mikil dama hún var. Hún var alltaf, já alltaf, svo fallega tilhöfð eins og sagt var í eina tíð. Hárið fallega greitt, fötin svo smart og varaliturinn alltaf á sínum stað. Dúdda var í senn hvunndagshetja og hefðarkona. Hún var mikil fyrirmynd og ekki hægt annað en dást að henni og bera virðingu fyrir henni. Eftir að Dúdda missti hann Guðmund sinn L.Þ. bar fundum okkar oftar saman á heimili Bjössa og Margrétar. Dúdda og Margrét systir voru nánar og góð- ar vinkonur. Segja má að seigla, jákvæðni, mikill styrkur og gagn- kvæm virðing hafi einkennt þeirra samband. Þessi síðustu ár sýndu þær báðar úr hverju þær eru gerðar. Í hjartanu geymi ég mynd af Dúddu í stólnum sínum í Mó- vaðinu og Margrét að aðstoða hana við prjónaskapinn. Systur minni og mági, Helga, Dúddu og Héðni og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína. Allar dýrmætu minningarnar um Dúddu munu lifa í hjarta þeirra sem þekktu hana. Guð blessi minningu hennar. María Solveig Héðinsdóttir. Þegar ég rifja upp minningar um Dúddu kemur Litlagerði 6 strax upp í hugann. Þar bjuggu hún og Gummi móðurbróðir minn lengst af. Þau voru yfirleitt nefnd í sömu andrá, Gummi og Dúdda, yndislegar manneskjur bæði tvö sem ræktuðu garð sinn vel, snyrti- mennska og alúð í hverju verki og framkomu. Alltaf tók Dúdda hlý- lega á móti manni og stutt í að boðið væri upp á veitingar af bestu gerð og málin rædd af einlægni. Dúdda var fíngerð og falleg kona, alltaf vel tilhöfð og mikil húsmóð- ir. Hún bar aldur sinn vel, hafði blítt viðmót og stutt í brosið. Ég man vel hversu ern hún var og falleg á 90 ára afmælinu. Hún fylgdist vel með og er mér minn- isstætt að sjá hana háaldraða lesa án gleraugna og klippa út úr Morgunblaðinu. Allt fram undir það síðasta ræddi hún það sem efst var á baugi. Hún var afskap- lega stolt af sonum sínum og af- komendum, sýndi tengdafólkinu áhuga og naut þess að deila því helsta af sínu fólki. Þau hjón áttu alla tíð fallegt heimili búið falleg- um húsgögnum og Dúdda var fyr- irmyndar eiginkona og móðir. Mínar fyrstu minningar um Litla- gerði eru um forláta mublu með innbyggðu útvarpi og plötuspilara sem stóð fyrir miðri stofunni. Þar var spennandi að hlusta á barna- tímann í þessum fínu græjum eða fá að hlusta á plötur með barna- efni. Í byrjun ágúst vorum við systur á Ísafirði og rifjuðum þar upp sög- una um húsbygginguna á Sólgötu 8 þar sem Gummi og Dúdda hófu sinn búskap. Þar fæddist Gunnar Helgi elsti sonur þeirra í fjöl- skylduhúsinu sem Gummi byggði í félagi við systkini sín og foreldra. Þar bjuggu þau í sambýli við afa okkar Guðmund Halldórsson og systkini Gumma en tengdamóðir Dúddu, Guðbjörg Margrét Frið- riksdóttir (d. 1945), lést áður en Dúdda flutti þar inn. Mamma var yngst þeirra syst- kina. Alltaf var mjög kært milli mömmu og þeirra Dúddu og Gumma og naut hún hjálpsemi þeirra og vináttu alla tíð. Kær- leiksrík og náin stórfjölskylda hittist á hátíðarstundum og til að fagna saman. Það var tilhlökkun- arefni þegar Gummi og Dúdda komu í heimsókn til okkar til Keflavíkur eða ef við komum til þeirra í Litlagerði. Síðustu ár bjó Dúdda ein í Mið- leiti 7 og enn dáðist ég að fallega heimilinu hennar þar sem allt var í röð og reglu. Undir það síðasta þegar heyrnin var að mestu farin fannst henni hún vera mjög ein- angruð. Hún gafst þó ekki upp, sýndi þrautseigju og fór reglulega í Múlabæ. Þá naut hún umhyggju sona sinna og tengdadætra og dvaldi oft um helgar á heimili Björns og Margrétar. Var hún óspör á að lýsa þakklæti sínu fyrir það og þakkaði góð tengsl við syni sína, tengdadætur og afkomendur sína. Hún sýndi ávallt vinarþel og ræktaði með sér þakklæti til fólks- ins sem sinnti henni, sem er eft- irtektarvert fyrir okkur sem störf- um með öldruðum. Það var líka lærdómsríkt að sjá hvernig hún tók af æðruleysi áskorunum lífsins háöldruð, tæplega 99 ára. Hún varð ekkja fyrir 13 árum en hélt reisn sinni og ætíð var stutt í bros- ið. Hún byggði á góðum grunni, hafði lifað reglusömu lífi alla tíð. Ég mun geyma minningar um ein- læg samtöl okkar. Ég votta frændum mínum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Helga Margrét Guðmundsdóttir. Guðrún Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.