Morgunblaðið - 23.08.2021, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
✝
Gísli Reginn
Pétursson
fæddist í Reykjavík
27. júní 1995. Hann
lést 7. ágúst 2021 á
heimili sínu í
Reykjavík.
Foreldrar Gísla
eru Bryndís Hrönn
Ragnarsdóttir
myndlistarkona, f.
19. janúar 1974, og
Pétur Sigurðsson
verktaki, f. 30. október 1971.
Systir Gísla er Matthildur
námi í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla og Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Á sumrin vann hann
ýmis skapandi störf, m.a við
heimildamyndagerð, smíðar og
listviðburði. Þá var hann eitt
sumar í Götuleikhúsinu og ann-
að sem sjálfboðaliði á vegum Al-
þjóðlegra ungmennaskipta í
Lettlandi. Gísli nam við Lunga-
skólann á Seyðisfirði. Hann
gerði alla tíð stuttmyndir og víd-
eóverk og var vídeóverk eftir
hann sýnt í Listasafni Reykjavík-
ur 2015.
Útför Gísla fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 23.
ágúst 2021, klukkan 13.
Streymi frá útför: https://
youtu.be/kQJoKXHnSM4
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Edda Pétursdóttir,
f. 6. nóvember 1997,
dóttir Berglindar
Elínar Davíðs-
dóttur, f. 30. nóv-
ember 1970, og Pét-
urs Sigurðssonar.
Gísli ólst upp hjá
móður sinni í
Reykjavík og eitt ár
í Vínarborg. Á
menntaskóla-
árunum sótti hann
námskeið í nútímadansi, leiklist
og kvikmyndagerð samhliða
Hvar urðu dagar Gísla veðrinu
að bráð?
Ljóðið Söknuður eftir Jóhann
Jónsson kemur ósjálfrátt upp í
hugann. Deyjandi skáldið fer yfir
líf sitt með spurningunni: hvar?
En hér verður farið yfir líf Gísla
með: Hvað ef …?
Hvað ef hann hefði? Ef við
hefðum …? Það má endalaust
brjóta heilann um hvernig líf
hans hefði orðið ef … Hvað um
ljóðin sem þutu um blóðið frá
draumi til daums? Gísli hafði
þrotlausa hæfileika. En hann
fann þeim ekki farveg, í það
minnsta ekki í alfaraleið. Þegar
hann var fimm ára var hann
ósigrandi í „Frúnni í Hamborg“
eftir að hafa fundið töfraorðin
„vitaskuld“ og „óekkí“. Gagnað-
ist það honum síðar á lífsleiðinni?
Hvað ef það teldist álíka mik-
ils virði að vera stærðfræðiséní
eða heilaskurðlæknir og að geta
talað jafn hratt aftur á bak sem
áfram. Óllah ifa óllah amma, gin-
revh ðifah ðiþ aðþ í gad?
Hann var óvanalega næmur á
fólk. Hann gat hermt eftir því
svo nákvæmlega að hann varð að
þeim einstaklingi sem hann tók
fyrir, ekki bara að hann næði
röddinni eða einhverjum áber-
andi töktum, heldur persónu-
leika hans og nærveru. Hann
náði sálinni.
Hvað ef hann hefði náð inn í
Leiklistarskólann? Inntökupróf-
ið fólst m.a. í því að fara með
texta. Hann valdi eintal eftir El-
ísabetu Jökulsdóttur.
„Við bíðum, við höldum alltaf
áfram að bíða. Það er það eina
sem við hættum aldrei. Við verð-
um að skjóta okkur til að hætta
að bíða.“
Hann hefði orðið svo góður
leikari eða kvikmyndagerðar-
maður eða læknir, eða loftbelgs-
smiður eða …
En Gísli beið. Eftir hverju
ertu að bíða ? spurði afi hans. –
Ég er að bíða eftir því að lífið
komi til mín, svaraði Gísli. – Lífið
er að bíða eftir þér, sagði afinn.
Hann lagði honum lífsreglurn-
ar og gaf honum góð ráð. – Jú afi
minn, þetta er hárrétt hjá þér.
Ég mun taka það til greina. Takk
fyrir að benda mér á það. Þar
með var það útrætt mál.
En það var aldrei útrætt mál
þegar hann hélt því fram að efnin
sem hann væri nýbúinn að upp-
götva gerðu honum gott, að þau
opnuðu fyrir honum nýjan heim
þar sem vinirnir biðu hans í röð-
um.
Þegar hann kom og tilkynnti
að hann ætlaði á Vog, að það
væri staðurinn sem hefði beðið
eftir honum, staðurinn þar sem
hann fyndi sjálfan sig, og síðan
miðla af reynslu sinni öðrum til
góðs. Hann hlakkaði til að takast
á við sjálfan sig, en það reyndi
aldrei á það. Hann útskrifaði sig
sama dag og hann kom.
„Svo höldum vér leið vorri
áfram, hver sína villigötu, hver í
sínu eigin lífi vegvilltur, fram-
andi maður.“
Daginn áður en hann dó talaði
hann við afa sinn í síma og sagði
honum að hann þyrfti ekki í með-
ferð, hann gæti alveg hætt hjálp-
arlaust, hann væri ekki kominn
það djúpt, enda bara þrír mán-
uðir frá því hann byrjaði fyrir al-
vöru. Hann ætlaði að hætta
fyrsta september, en fyrst vildi
hann klára það sem hann ætti
heima.
Þennan sama dag sá amman
hvar hann stikaði ákveðinn niður
Laugaveginn, yfir á Lækjargöt-
una og framhjá glugganum þar
sem hún sat. Hann var í leður-
jakkanum sem hún gaf honum
nýlega. Glæsilegur ungur maður
með allt lífið fram undan. Hann
gekk svo nálægt glugganum að
hún hefði getað snert hann ef
rúðan hefði ekki verið á milli.
Hann horfði einbeittur fram á
veginn, vissi greinilega hvert
hann var að fara, það var eft-
irvænting í svip hans. Svo hvarf
hann fyrir hornið.
Ingibjörg Hjartardóttir,
Ragnar Stefánsson.
Elsku hjartans vinur.
Svo skerandi sárt að kveðja þig
svo ungan og fallegan. Þú sast á
tröppunum á Skólavörðustígnum,
hárið sítt og ljóst sem blakti fal-
lega og brosið bæði feimið og
blítt. Minnti mig á þegar ég hitti
mömmu þína í tröppunum á Óð-
insgötu árið 1979, hún með sama
kúnstuga kímna en samt feimna
bros. Þú heilsaðir okkur með
virktum, fullorðinslegur og allt að
því hátíðlegur, enda var veisla í
vændum. Úlfur og Freyja heill-
uðust strax af þessum veraldar-
vana unga manni, sem sýndi þeim
mikinn áhuga, lék og grúskaði
með þeim báðum. Þarna upphófst
ferðalag. Ferðalag æskuvin-
kvenna og ykkar – okkar unga
fólks. Þú varst uppspretta ævin-
týra, alltaf hress og hugmynda-
ríkur sagði Freyja. Hún leit svo
upp til þín og dáði að enn á hún í
fórum sínum bangsa sem hún
skírði Gísla í höfuð á þér.
Bjartur, fagur og fróðleiks-
þyrstur, það varst þú. Og þú varst
örlátur að deila þeirri fróðleiks-
fýsn eða kannski var hún líka
smitandi. Þú varst umhyggjusam-
ur og kærleiksríkur við þessi
ungu systkin sem þarna komu
eiginlega óforvarendis inn í líf
þitt. En þú varst fljótur að átta
þig á djúpri vináttu tveggja
mæðra enda hafa þeirra leiðir
ekki slitnað síðan okkar kynni
þarna á tröppunum á Skólavörðu-
stígnum hófust. Þarna upphófst
nefnilega ferðalag okkar allra.
Leiðir liggja saman, fara
stundum hvor í sína áttina en
leita alltaf uppi meðvitað eða
ómeðvitað leiðina sem við eigum
að fara saman. Við áttum að
verða samferða um stund. Sú
stund var yndisleg. Þegar þú
samkjaftaðir ekki í nýársboði
uppáklæddur með fínan hatt,
spenntur fyrir nýju ári og spur-
ull. Svo áhugasamur um fólkið í
kringum þig og svo fallega um-
lykjandi. Þegar þú komst glað-
hlakkalegur til að passa krakk-
ana, borða pítsu og horfa með
þeim á mynd. Þegar þú komst
með okkur í Flatey með það hlut-
verk að passa, leika og gefa að
borða. Fórst með Úlfi í ævintýra-
ferðir að stríða kríum og vaða út
í sjó, labba með Freyju út á
brennu, hirða spýtur og negla.
Þau voru dugleg að kýta og
þrátta, þín þolinmæði var enda-
laus. Ég var alltaf dolfallin yfir
þessum eiginleika.
Mér þótti vænt um að þú leit-
aðir til mín þegar þú sjálfur varst
á krossgötum. Okkar síðasta
símtal snemmsumars snerist um
framtíðardrauma. Fara í nám.
Hvernig því yrði nú best háttað,
hvað væri best að gera og hvern-
ig væri nú best að snúa sér í
þessu öllu. Og þín síðustu skila-
boð sýndu svo vel þína væntum-
þykju fyrir okkur öllum. Því mið-
ur hafðirðu ekki tök á að koma í
stúdentsveislu Freyju en skila-
boðin voru skýr: „Til hamingju
með Freyju! Þú mátt skila
kveðju frá mér til hennar.“
Þegar maður ferðast um lífið
þá skiptir það máli hvern maður
leiðir og hver leiðir mann. Ég
vona að mín hönd hafi skipt þig
máli því að þín skipti okkur svo
sannarlega máli.
Elsku hjartans Gísli. Við erum
svo full af þakklæti fyrir að hafa
valið þessa sömu leið og þú og
fengið að verða þér samferða um
stund. Nú tekur við annað æv-
intýr í sumarlandinu, einhvers
staðar sunnan yfir sæinn breiða.
Sjáumst þar.
Þín
Lísa, Úlfur, Freyja
og Hallgerður.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
(Jónas Hallgrímsson)
Þann 6. ágúst kvaddi Gísli
Reginn Bryndísarson, einn af
bestu vinum mínum heiminn.
Hann var 26 ára og var mér eins
og bróðir. Gísli fylgdi mér í gegn-
um flestöll árin mín, þrátt fyrir
að þau hafi ekki náð þeim fjölda
sem að ég hefði viljað njóta með
honum. Á þessari alltof stuttu
ævi hans þá sönkuðum við að
okkur endalausum minningum.
Fyrst þegar hann bjó uppi á
Skólavörðustíg og við fífluðumst
út um öll Þingholt til og frá.
Einnig þegar við vorum úti á
Tryggvagötu hjá Imbu og Ragn-
ari og svo auðvitað fyrir norðan í
kæra Svarfaðardalnum okkar.
Okkur tókst að gleðja og ergja
hvor annan alveg endalaust þeg-
ar við vorum krakkar. Hjöri
sagði: „þið eruð nú ljótu kallarn-
ir“ er við kveiktum í kofum,
laumuðumst í áfengi í veislu á
Rimum, reyktum vindla og urð-
um veikir. Gísli vinur minn var
alltaf til staðar fyrir mig sama
hvað bjátaði á, það skipti engu
máli ef við vorum fúlir út í hvor
annan eða ekki. Ég man þegar ég
lenti í hryllilegu áfalli í kringum
18 eða 19 ára aldur. Þá höfðum
við Gísli ekki talast við í smá tíma
en það var eins og hann hefði
fengið hugskeyti og var bara
mættur til mín á Akureyri til að
tengjast aftur gömlum vini.
Stuttu eftir það flutti ég til
Reykjavíkur og við urðum aftur
óaðskiljanlegir.
Elsku Gísli var matar „gour-
mand“ alveg frá blautu barns-
beini, enda man ég þegar við
hlupum út í krambúð sem tveir
litlir pollar. Í stað þess að kaupa
nammi þá keyptum við brauð,
ost, smjör og túnfisk og kjöms-
uðum á því með bestu lyst.
Seinna tók við hið svokallaða
„Ragnarsgums“ sem að Ragnar
afi hans eldaði stundum fyrir
okkur og okkur þótti svo gott.
Reglulega mun ég græja Ragn-
arsgums fyrir mig og mína og
minnast hans Gísla. Tónlist var
líka alltaf mikill þáttur í lífi Gísla.
Hann átti þátt í því að kynna mér
electro og þýskt þungarokk þeg-
ar við vorum börn og gat setið og
kynnt sér tónlist langt fram á
nótt í gegnum ævi sína. Hann
elskaði að fara á tónleika, ófáum
sinnum fórum við vinirnir saman
á Airwaves og eyddum miklum
tíma í að finna álíka upplifun um
allan bæ.
Svo hafði Gísli dálæti á leik-
list og kvikmyndum, ég veit
ekki hve oft við horfðum á Star
Wars eða Lord of the Rings
saman, alltaf var jafn gaman. Í
rauninni elskaði Gísli list alla
tíð, sama í hvaða formi hún var.
Ég held að það sé ekki hægt
að útskýra hve mikill missir það
er að kveðja hann Gísla svona
snemma. Það er svo sárt að
missa svo mikinn vin og næstum
uppeldisbróður. Hann mun
ávallt lifa í hjarta mínu í gegn-
um tónlistina sem við hlustuðum
á saman og í gegnum allar
minningarnar sem voru yndis-
legar langflestar. Ég mun alltaf
skála fyrir honum.
Gísli minn.
Dreymi þig ljósið, elsku bróðir.
Sofðu rótt.
Finnbogi Jónsson.
Treystu náttmyrkrinu
fyrir ferð þinni
heitu ástríku
náttmyrkrinu
Þá verður ferð þín
full af birtu
frá fyrstu línu
til þeirrar síðustu
orti Sigurður Pálsson í ljóði
sínu Náttmyrkrið. Með ljóðinu
kveðjum við frænda okkar Gísla
Regin sem féll frá við þröskuld
fullorðinsáranna. Harmurinn er
algjör. Minning um fallegan
dreng lifir.
Kristína Ragnarsdóttir
og fjölskylda.
Gísli Reginn
Pétursson
✝
Bertha Svala
Bruvik fæddist
í Reykjavík þann 3.
maí 1944. Hún lést
á Kristnesspítala í
Eyjafirði 11. ágúst
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Sverrir
Bruvik, f. 16. júlí
1918, d. 7. desem-
ber 1959, og Sigríð-
ur Anna Jensen, f.
30. desember 1921, d. 7. janúar
1968. Systkini hennar voru Jó-
hanna Kristín, f. 19. mars 1938,
Simonette, f. 10. febrúar 1943,
Kristín Anna, f. 22. desember
1949, Karl Smári, f. 24. október
1954, Margrét, f. 29. júní 1956,
og Guðrún, f. 16. mars 1958, d.
12. maí 1958. Bertha kvæntist 9.
janúar 1966 Jóhannesi Þór Her-
mannssyni, kennara frá Syðra-
Kambhóli, f. 26. mars 1935, d.
15. september 2014, þau skildu
síðar. Börn þeirra eru: 1) Sverr-
vetur í Bragholti þar sem hún
hóf kennslu við Hjalteyrarskóla.
Síðar hlaut hún kennsluréttindi
frá Kennaraskóla Íslands. Fljót-
lega við komuna norður kynnt-
ist hún Jóhannesi og hófu þau
búskap fyrst á Syðsta-Kambhóli
en bjuggu síðar í Hjalteyrar-
skóla þar sem hún var kennari
til ársins 1989 eða allt þar til
skólinn var lagður niður. Þá
fluttist hún til Akureyrar og
kenndi lengi vel í Glerárskóla
og víðar.
Á Berthu hlóðust umfangs-
mikil félags- og trúnaðarstörf
og liggja spor hennar víða. Hún
var umsjónarmaður fyrir barna-
stúkuna Hjalteyrarblómið, fé-
lagi í kvenfélaginu Freyju og
samfrímúrarareglunni, sinnti
ýmsum kirkjustörfum og var
tónlistar- og kórastarf líf henn-
ar og yndi. . Bertha hélt ótal
námskeið þar sem listin réð
ríkjum enda var hún mjög list-
feng. Hún saumaði ófáa þjóð-
búninga og kenndi þjóðbún-
ingasaum til margra ára. Útför
Berthu fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 23. ágúst 2021,
kl. 13. Jarðsett verður í Möðru-
vallaklausturskirkjugarði í
Hörgárdal.
ir, f. 11. júlí 1966,
kvæntur Guðrúnu
Birgisdóttur, f. 4.
október 1967, og
eiga þau 3 börn,
Birgi, f. 25. nóv-
ember 1992,
Berthu Sóleyju, f.
26. maí 1999, og
Brynjar Þór, f. 14.
september 2005, 2)
Hermann Þór, f.
31. maí 1968, sam-
býliskona hans er Lone Nielsen
og á hún 2 börn, Manitsiaq Niel-
sen, f. 21. mars 1997, og Freyju
Stefánsdóttur, f. 4. janúar 2002,
og 3) Anna Guðrún, f. 10. janúar
1971, kvænt Hjalta Ben Ágústs-
syni, f. 1. október 1963, og á hún
2 dætur, Önnu Jónu, f. 25. októ-
ber 1999, og Þóru Björgu, f. 12.
október 2004.
Eftir gagnfræðipróf vann
hún við umönnunarstörf á
Landakoti þar til hún flutti
norður í Eyjafjörð og var einn
Ó, elsku mamma, höndin þín,
hve hlý hún var og góð.
Þá hélstu litla lófa í
og laukst upp hjartans sjóð.
Glæddir okkar gleði leik,
gældir lokka við.
Við áttum marga yndisstund
svo oft við þína hlið.
Nú hefur Kristur kallað á þig
að koma heim til sín.
Hans ljúfa náð og líknarmund
læknar meinin þín.
Á kveðju stund við krjúpum hljóð
við krossinn helga hans
og biðjum hann að bera þig
til hins bjarta vonar lands.
(Sigurunn Konráðsdóttir)
Í dag kveð ég elsku mömmu.
Ég hugsaði strax að það væri eng-
in leið að gera öllum okkar dásam-
legu stundum skil í svona litlu
bréfi en orðið áhrif kemur mér
fyrst í hug. Áhrifin sem hún skilur
eftir í huga okkar sem henni
kynntust eru dýrmæt og þeirra
mun gæta svo lengi sem við lifum.
Þau munu líka skila sér til næstu
kynslóða því þannig lifir andinn
þótt efnið hverfi. Mamma skilur
sannarlega eftir sig andleg verð-
mæti sem lifa áfram og sem hafa
markað djúp spor í vitund
margra. Þannig verðmæti voru
henni hugleikin.
Hún var mikill listamaður og
sköpunarþörfin var afar sterkt afl
í lífi hennar. Henni var það því
mikilvægt að fá tækifæri og frelsi
til þess að skapa. Hún fann náð-
argáfu sinni farveg í sögunum,
söngnum, kennslunni, félagsstörf-
unum, garðinum og í raun öllu
sem hún gerði. Listamaðurinn
mamma upplifði alla tíð umhverfi
sitt af dýpt og tilfinningalegum
krafti. Listamannsaugað hennar
greip það mikilvægasta og dró
saman í falleg munstur og var
hennar tjáningarmiðill. Mér þótti
alltaf stórmerkilegt hvað hún gat
gert fallega hluti úr engu.
Uppeldið hefur örugglega ekki
alltaf verið auðvelt fyrir mömmu
með mig um borð og þurfti hún oft
að vakna nokkrum tímum á undan
mér til að fá vinnufrið. Um leið og
ég vaknaði byrjaði dagurinn með
pomp og prakt. Mamma var hins
vegar alltaf tilbúin með nokkrar
vinnustöðvar sem ég skottaðist á
milli þar sem hin ýmsu verkefni
lágu fyrir. Saumahornið var í stof-
unni og þar gat ég valið úr úrvali
platna til að hlusta á á meðan ég
vann við hannyrðirnar. Úti var
gullabúið mitt þar sem ég ham-
aðist við eldamennsku og bakstur
í nálægu moldarbarði. Úti var líka
veröld álfa og huldufólks sem
bjuggu í hverjum steini við túnfót-
inn sem mamma bað mig oft að
heilsa upp á. Frammi á gangi lag-
aði ég mynstrið á teppinu fyrir
mömmu og velti efninu í sömu átt
svo það kæmu ekki gárur í teppið.
Í herberginu átti ég holu inni í
fataskáp og þar mátti ég syngja
eins hátt og ég gat eins lengi og ég
vildi. Stöðvarnar voru margar en
allar með sama markmiðið; að
hafa ofan af fyrir barninu.
Mamma hafði þann mikla hæfi-
leika að taka á móti fólki með opn-
um faðmi, eins og sólin sjálf hefði
ákveðið að heiðra hana með nær-
veru sinni. En þótt líkaminn deyi
þá lifir sálin og nú horfi ég á eftir
henni til samfélags við Krist og
ástvinina sem á undan voru farnir.
Ég segi því góða ferð inn í ljósið,
það mun skína bjartar vegna þín.
Anna Guðrún.
Engillinn minn fór á betri stað
og fjörið er byrjað með söngvum
og dönsum hinum megin. Ég
mun alltaf elska þig amma mín
og á eftir að sakna þeirra tíma
sem við áttum saman. Sérstak-
lega á ég eftir að sakna daganna
þegar við fórum í ísbíltúrana og
töluðum um allt milli himins og
jarðar. Þú kenndir mér svo
margt, eins og að klifra ekki í
klettunum. Þér mistókst aldrei
að ganga úr skugga um að ég
vissi hversu vænt þér þætti um
mig. Ég veit líka að þú varst með-
vituð um að ég elskaði þig meira
en orð fá nokkru sinni sagt. Þú
kenndir mér margar lífslexíur
frá því að ég var barn og ég
þakka þér fyrir að vernda mig frá
öllu illu og halda mér uppi þegar
ég gat það ekki sjálf. Ég mun
aldrei gleyma stundunum þar
sem við vorum út í garði að dansa
í grasinu og gefa litlu fuglunum
vatn í steininum. Ég elskaði allt
við þig og hversu falleg og elsku-
leg þú varst. Það er mjög erfitt
fyrir mig að hafa þig ekki hjá mér
því þú varst ekki bara amma mín
heldur besta vinkona og hetjan
mín. Þakka þér fyrir að passa
upp á mig og tala mig til þegar ég
gerði mistök. Ég á svo margar
minningar um okkur tvær sem
verða alltaf hjá mér. Ég man
þegar ég sat hjá þér uppi á spít-
ala og alltaf þegar þú sást mig þá
brostir þú svo fallega til mín. Þú
hélst í höndina á mér og sagðir:
„Ekki gefast upp, vertu sterk.“
Ég lofa að ég mun ekki gefast
upp amma þótt þú sért ekki hjá
mér. Ég lofa þér að sama hversu
lífið verður erfitt mun ég vera
sterk fyrir þig. Ég elska þig og
sakna þín og vona að ég fái að
fara í fangið á þér aftur seinna
meir. Þú munt alltaf vera í hjarta
mínu elsku amma mín.
Hvíldu í friði fiðrildið mitt.
Þóra Björg.
Bertha Svala
Bruvik